Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.2010, Side 18

Ægir - 01.09.2010, Side 18
18 F R É T T I RÚ T F L U T N I N g U R & m A R K A Ð S m á L mun sami aðili skoða um 150 afurðir í hverri ferð og þar af rata einungis um 40 afurðir í innkaupakerruna. Baráttan um hillupláss í stórmörkuð- um í dag er gríðarlega hörð. Spurningin er því; hvernig ætlar þú að koma þinni vöru í kerruna, hvernig greinir þú þig frá öðrum afurðum og hvernig getur þú gert það á þessu sekúndubroti sem neytandinn hefur til að ákveða sig.“ Vöruúrvalið aukið markvisst „Árangur í markaðsstarfi og vöruþróun hefur verið góður á yfirstandandi ári,“ segir Finnbogi og nefnir að Ice- landic Group hafi átt einstak- lega farsælt samstarf við stærstu matvörukeðjur í Evr- ópu sem allar kalli eftir nýj- um afurðum. „Innan fyrirtækjasamstæð- unnar er stunduð öflug vöru- þróun þar sem markvisst er unnið að því að breikka vöruvalið í takti við vænting- ar neytenda. Til þess þarf víðtækar markaðsrannsóknir um neytendahegðun, skilning á því hverjar séu helstu breyt- urnar að baki ákvarðanatöku viðskiptavina og síðast en ekki síst að sjá fyrir framþró- un í neyslumynstri á sjávar- fangi eftir mörkuðum. Gott dæmi um þetta er ný sjálfstæð vörulína tilbúinna fiskrétta Icelandic Group í Bretlandi sem kallast The Saucy Fish Co. Við þróun vörunnar var unnið með yfir- gripsmiklum markaðsrann- sóknum um kauphegðun neytenda. Þar kom fram að viðskiptavinir eru að leita sér að „máltíð“ en ekki bara fisk- inum eins og hann kemur úr sjónum. Margir neytendur mikla matargerð úr sjávar- fangi fyrir sér, finnst lyktin ekkert sérstök, áferðin skrýtin og þeir sjá ofsjónum yfir því hvernig matreiða skal máltíð- ina. Lykilatriðin eru því þæg- indi og einfaldleiki. Ennfrem- ur kom fram að þeir neytend- ur sem kaupa sósur með mat eyða þriðjungi meira í fisk- meti en aðrir sem aðeins kaupa fisk. Í framhaldi af þessum niðurstöðum, var sjálfstæð vörulína tilbúinna fiskrétta undir nafni The Saucy Fish Co. þróuð. Varan er í sérhönnuðum umbúðum, fiskurinn kemur meðal ann- ars í sérstökum bökunarpoka svo ekkert þarf að koma við hann og síðast en ekki síst fylgir tilheyrandi sósa með hverjum rétti. Mikið var einn- ig lagt í hönnun umbúðanna og hvernig mætti ná fram að- greiningu frá þeim ótrúlega vörufjölda sem í boði er. Saucy Fish Co. er frábært dæmi um hvernig hægt er að ná árangri við sölu og mark- aðssetningu á sjávarfangi en varan hefur notið mikilla vin- sælda hjá verslunum Tesco í Bretlandi. The Saucy Fish Co. hefur ennfremur hlotið fjölda verðlauna, m.a. hin eftirsóttu Seafood Prix d’Elite verðlaun sem veitt eru á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Brussel. Verðlaun The Saucy Fish Co. voru sérstök verð- laun fyrir vörulínu og ein fimm sérstakra verðlauna sem veitt eru á sýningunni. The Saucy Fish Co. vann einnig hönnunarverðlaun Marketing Magazine nú á dögunum og skákaði þar ekki minni vöru- merkjum en Guinness og Brylcreem.“ - Og er von á fleiri mark- aðsnýjungum frá IG? „Eins og ég sagði áður og segi aftur; Icelandic Group er sérfræðingur í sjávarfangi. Starfsfólk okkar er hafsjór af reynslu og sérfræðiþekkingu á öllu því sem viðkemur þessari virðiskeðju við að koma fiskinum úr sjónum og yfir á disk neytandans. Með framþróun í veiðum og vinnslutækni, með hagkvæm- ari flutningsleiðum, með stór- auknum markaðsrannsókn- um, með markvissri vöruþró- un og skilvirkri markaðs- færslu mun okkur því takast að bregðast við síbreytilegum markaði, síbreytilegri eftir- spurn og gera íslenskt sjávar- fang áfram að órjúfanlegum hluta af daglegri neyslu hundruða milljóna manna um allan heim. Okkar sóknarfæri felst í því að gera þessa virðiskeðju að upplifun neytandans!“ Saucy Fish línan í Bretlandi er ein nýjasta vörulína fyrirtækisins og byggir á yfirgripsmiklum markaðsrannsóknum um kaup- hegðun neytenda. „Í þróuðum neytendasamfélögum er gríðarlegt magn af upplýsingum um kauphegðun neytenda. Þær eru svo nákvæmar að auðvelt er að skilgreina þrönga markhópa fyrir sérstakar þarfir eða breiða markhópa fyrir dagleg innkaup og þróa afurðir sem uppfylla þarfir þessarar eftirspurnar,“ segir Finnbogi Baldvinsson.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.