Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2010, Page 25

Ægir - 01.09.2010, Page 25
25 segir Kristján og undirstrikar að bestu verðin fáist fyrir ferskar, náttúrulegar og ómengaðar afurðir. „Ferki fiskútflutningurinn á að aukast - það er alveg klárt. Helst vildi ég sjá hann tvöfaldast á næstu fimm árum því þar liggur möguleikinn til þess að svara samkeppnisaðilum með tvífrystar afurðir, eins og Kína. Þannig greinum við okkur best frá öðrum – sem er alltaf mikilsvert í markaðsstarfi og samkeppni. En þá verðum við um leið að gæta okkur á því að halda gæðunum.“ Verðmæti verði gerð úr öllu Aukin fullvinnsla er gjarnan nefnd þegar talað er um leiðir fyrir fiskframleiðendur til að sækja viðbótartekjur. Kristján segist fyrst og fremst líta á hugtakið fullvinnslu sem spurninguna um að komið sé með allt að landi sem dregið er úr sjó og að það takist að gera verðmæti úr öllum fiskafla. „Ef spurningin snýst um t.d. hjúpun eða slíkt þá tel ég að það sé ekki besta leiðin til sóknar. Einstakir aðilar geta náð árangri á því sviði en það eru líka margir í slíkri vinnslu og ýmis konar pökkun þannig að samkeppnin er hörð. Fisk- framleiðendur verða hins vegar alltaf fljótir að leita tækifærin uppi ef þau opn- ast á þessu sviði. Eins og ég sagði áðan þá tel ég meiri tækifæri felast í því að fara úr frystingu yfir í útflutning á fersk- um afurðum því þá fæst besta verðið í dag. Við eigum líka tækifæri í því að senda minna úr landi af óunnum fiski og færa vinnsluna í fersk flök hingað heim. Í uppsjávarfiskinum eigum við skil- yrðislaust að stefna að því markmiði að allur uppsjávarfiskur sé unninn til mann- eldis og fara í vöruþróun sem hjálpar okkur að ná því markmiði. Við eigum mörg góð uppsjávarskip sem hjálpa okk- ur í þessu verkefni en ef það næst þá er- um við líka að tala um nærfellt tvöföld- un í verðmætum.“ Margir horfa til okkar Að mati Kristjáns er sú tilhögun jákvæð að útgerð og vinnsla séu á sömu hendi, líkt og algengt er hér á landi. „Ég held þess vegna að við höfum mjög góða blöndu fyrirtækja í greininni sem geri það að verkum að þau geti brugðist hratt við því sem markaðurinn kallar eft- ir en um leið tryggt að veiðarnar séu eins hagkvæmar og hægt er. Í sjávarút- vegsheiminum hafa Ísland og Nýja-Sjá- land verið fyrirmyndir hvað varðar fisk- veiðistjórnun og ég tel mjög mikilvægt að halda okkar stöðu hvað það varðar. Enda horfa mörg lönd núna til okkar þegar þau eru að reyna að ná betri ár- angri í sinni fiskveiðistjórnun, t.d. Evr- ópusambandið. Við verðum að tryggja að við séum með sjálfbærar og ábyrgar fiskveiðar því ef okkur ber af þeirri braut þá erum við strax komin að atriði sem kaupendur okkar staldra við og jafnvel snúa við okkur baki. Hitt atriðið sem snýr að tengslum markaðsmála og fisk- veiðistjórnunar er að við séum með hag- kvæmar veiðar. Við sjáum Evrópusam- bandið nota okkur sem fyrirmynd hvað þetta varðar, Danir hafa tekið upp kvóta- kerfi á allar sínar veiðar og Rússar hafa nú mótað stefnu til langs tíma til að tryggja sem mesta hagkvæmni fiskveið- anna og stöðugleika. Þó að ég geri mér grein fyrir að þessi mál eru viðkvæm í umræðunni á Íslandi þá veit ég af reynslunni að það skiptir makaðslega máli að ekki séu teknar vanhugsaðar ákvarðanir sem bitna á okkur sjálfum þegar upp er staðið. Sjálfbærar veiðar eru forsenda flestra okkar kaupenda er- lendis og við verðum að gæta þess að draga ekki úr þeirri áherslu,“ segir Krist- ján og staldrar eilítið við þá lokaspurn- ingu hvort þeir sem starfa í íslenskum sjávarútvegi séu að færast úr því að vera veiðimenn yfir í það að vera markaðs- menn. „Í dag er þetta blanda. Íslenskir fram- leiðendur eru miklu markaðssinnaðri en flestir kollegar þeirra, sem skýrist einna helst af því að við eigum ekki heima- markað á fiski heldur er heimurinn allur okkar heimamarkaður. En það er greini- leg togstreita hjá okkur milli veiðieðlisins og markaðshugsunarinnar og að mínu mati þurfum við að gera betur í því síðarnefnda á komandi árum. Við eigum mikil tækifæri.“ Æ g I S V I Ð T A L Að mati Kristjáns Hjaltasonar eigum við að leggja áherslu á gæði fisksins og uppruna hans, auka útflutning á ferskum afurðum en stærstu tækifærin telur hann ekki liggja í áframvinnslu hérlendis, s.s. brauðun.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.