Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 6
6
R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L
Sjóslysið við Noreg nú í upphafi árs þegar íslenski togarinn
Hallgrímur SI sökk minnir okkur enn og aftur á mikilvægi
öryggismála sjómanna. Við gleðjumst að sönnu yfir því krafta-
verki að einn af fjórum sjómönnum bjargaðist giftusamlega úr
sjónum við þær ógnaraðstæður sem þarna voru. Um leið er
harmað að í þessu slysi létu þrír sjómenn lífið og er fjölskyld-
um þeirra vottuð dýpsta samúð.
Ómögulegt er að gera sér í hugarlund þær aðstæður sem
Einar Ingi Jóhannsson, skipverji af togaranum Hallgrími SI lýsti
í sinni ítarlegu frásögn í Kastljósi. Margir hafa þó á orði að
þessi lýsing hafi skýrt út fyrir þeim þær erfiðu og hættulegu
aðstæður sem sjómenn þurfa að takast á við í starfi sínu. Og
ekki síður hversu hratt aðstæðurnar geta breyst.
Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands,
er að þessu sinni í Ægisviðtali og undirstrikar þar að öryggis-
málin hafi verið og verði áfram eitt helsta baráttumál samtak-
anna. Sjómannasamband Íslands hefur hvatt til þess að fleiri
björgunarþyrlur verði til taks hér á landi og vitnað er til þeirra
sjónarmiða fagfólks á þessu sviði að fjórar þyrlur þurfi að jafn-
aði að vera til taks hér á landi. Í ljósi þess að útkallstíminn
getur öllu máli skipt hlýtur að vera eðlilegt að staðsetja þyrlu-
sveitirnar á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu – helst
víðar.
Í áskorun formannafundar Sjómannasambandsins frá því í
október síðastliðnum segir:
„Á 17 ára tímabili frá 1994 – 2010 hefur alls 1513 einstak-
lingum verið bjargað með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þar af
voru bjarganir á sjó alls 361 og um helmingur þeirra utan 20
sjómílna. Í um 71% tilvika er talið að notkun björgunarþyrlu
hafi skipt sköpum við björgunina. Það er því lífsspursmál fyrir
sjómenn að alltaf séu tiltækar þyrlur til björgunar þegar óhöpp
verða.“
Þessar staðreyndir tala sínu máli og minna ennfremur á að
þyrlurnar eru ekki aðeins hlekkir í öryggiskeðju sjómanna held-
ur einnig fyrir allan almenning í landinu, ferðafólk á hálendinu
og svo framvegis. Þyrlurnar hafa rækilega sannað gildi sitt og
vísan um mikilvægi þeirra verður aldrei of oft kveðin.
Með tilkomu Slysavarnaskóla sjómanna árið 1985 var stig-
ið stórt skref í öryggismálum sjómanna og full ástæða er til að
hrósa þeirri starfsemi sem þar fer fram. Tölurnar sýna að jafnt
og þétt hefur dregið úr banaslysum á sjó og til að mynda varð
ekkert banaslys á sjó á nýliðnu ári. Vafalítið fer margt saman.
Markvissari leiðbeiningar í öryggismálum með starfsemi skól-
ans, löggjöf og reglugerðir, vitundarvakning meðal útgerðanna
og sjómanna og þannig mætti áfram telja.
Mestu skiptir sá árangur sem næst og að árar verði aldrei
lagðar í bát í baráttunni fyrir framþróun í öryggismálum sjó-
manna. Hvort heldur það er búnaður í skipum, fjöldi þyrlna eða
staðsetning þeirra. Aldrei verður of mikil áhersla lögð á þessi
mál enda hvert einasta mannslíf ómetanlegt.
Fótunum verður ekki kippt undan sjávarúveginum
„Svo vil ég segja varðandi umræðuna um fjárfestingar, að þar
finnst mér margir hafi hengt þar bjölluna á óvissu vegna mögu-
legrar breytinga á fiskveiðistjórnuninni. Hvers vegna ætti hún að
vera, nema menn trúi eigin áróðri um að það verði einhvern við
völd á Íslandi svo vitlaus að þau ætli að kollvarpa sjávarútvegin-
um. Þetta hef ég aldrei talið boðlega umræðu. Það dettur engum í
hug að kippa fótunum undan stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar.
Það er hægt að deila og rífast um hvað er ásættanlegt í þessum
efnum og hvaða áhrif breytingar hafa.
Síðan er það nú þannig, að það eru talsverðar fjárfestingar í
gangi. Það er rétt að skipakosturinn er að verða gamall og þar
höfum við dregist afturúr, en það er heilmikil fjárfesting í gangi í
landvinnslunni, í iðnaðinum, í tækjabúnaði og það er stórkostlegt
að sjá samstarf atvinnugreinarinnar og íslensku iðnfyrirtækjanna.
Allt er þetta gert til að hámarka verðmæti framleiðslunnar. Það
hafa átt sér stað ævintýraleg þróun í landvinnslunni. Bæði hvað
varðar uppsjávaraflann og bolfiskinn. Sífellt er að verið að ná
meiri gæðum í framleiðslunni. Sú þróun er á fullri ferð.”
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Útvegsblaðinu
Loðnufrétt á þorrablóti skilaði sér!
„Þetta tókst mjög vel að öllu leyti. Við hittum á loðnutorfuna
nákvæmlega á þeim stað sem okkur hafði verið bent á og þurftum
því ekki að eyða tíma í að leita. Við köstuðum fyrst síðdegis á
þriðjudeginum og náðum að fylla um nóttina. Alls voru þetta rúm-
lega 1.400 tonn af stórri og góðri loðnu en þar sem það var tölu-
vert af átu í henni þá hentaði hún ekki til frystingar.
...
Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á Lundey NS, var á Þorrablóti og
þar hitti hann einhverja trillukarla sem sögðu honum að það væri
stór loðnutorfa á Grímseyjarsundi. Þar sem að það spáði ekki
góðu veðri fyrir austan þá ákváðum við að fara norður fyrir land frá
Akranesi og kanna hvort þessar Þorrablótsfréttir ættu við rök að
styðjast. Þegar við komum á svæðið þá höfðum við samband við
trillukarlana og þeir sögðu okkur hvert ætti að fara. Og viti menn.
Við hittum beint á torfuna og það tók ekki mjög langan tíma að
fylla skipið.
...
Menn voru að hringja í okkur og spyrja hvernig við hefðum
staðið að leitinni og hvaða svæði við hefðum kannað. Við þessu
var bara eitt svar. Við leituðum ekkert en fórum beint á staðinn,
sem okkur hafði verið bent á, og fundum torfuna.“
Guðmundur Hafsteinsson, fyrsti stýrimaður á Víkingi AK, í frétt á vef HB Granda
U M M Æ L I
Öryggismálin og
sjómennskan