Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 10
Ný tegund Nefhali, Coelorinchus labiatus Nefhali er langhalategund sem á heimkynni í austanverðu Atlantshafi, frá Grænhöfðaeyjum norður til Biskajaflóa, vestur og norður fyrir Írland og Bretlandseyjar. Þá finnst hann við Asóreyjar. Hann er miðsævis-, botn- og djúpfiskur sem veiðst hefur á 460-2220 m dýpi. Fæða er einkum litlir fiskar og botn- læg krabbadýr. Við Ísland veiddist nefhali í fyrsta skipti árið 2009, er þrír fiskar fengust á 1120-1190 m dýpi á grálúðuslóðinni vestur af Víkurál (65°27’N, 28°42’V). Árið 2010 veiddust síðan tveir í við- bót á 890-910 m dýpi í Rósagarði (63°38’N, 13°23’V). Þessir fiskar voru 20-23 cm langir, en nefhali getur náð um 50 cm heildarlengd. Í fljótu bragði líkist nefhali frænda sínum langhalabróður, en er auðgreindur frá honum á því að langhalabróðir er með gaddaraðir meðfram fremri hluta bak- og raufarugga sem nef- hali hefur ekki. Sjaldséðar tegundir sem bárust árið 2010 Slímáll, Myxine jespersenae Brimnes RE veiddi í mars 58,5 cm langan slímál á Hamp- iðjutorgi, en þar hafa flestir slímálar veiðst við Ísland. Slímálar lifa á leirbotni og hafa, hér við land, veiðst á 800-1300 m dýpi. Þeir eru hræætur og leggjast á dauða og dauðvona fiska. Sæsteinssuga, Petromyzon marinus Tölvert varð vart við sæsteinssugur við landið árið 2010, einkum undan suður- og austurströndinni, en einnig undan Norðurlandi því Þorleifur EA veiddi eina við Grímsey. Beinhákarl, Cetorhinus maximus Þó svo að beinhákarl hafi ekki verið talinn sjaldgæfur fiskur við Ísland, þá fréttist ekki oft af honum. Ungur beinhákarl, 370 cm langur, flækti sig í netum Ebba AK og var sendur Hafrann- sóknastofnun í heilu lagi. Var hann hafður til sýnis ásamt fjölda annarra fiska á sjómannadaginn í Reykjavík árið 2011 og vakti að vonum mikla athygli. Náskata, Leucoraja fullonica Málmey SK veiddi 82 cm langa náskötu á Selvogsbanka. Hún er auðgreind frá öðrum skötum á því, að tvær samsíða raðir um 50 gadda (þeir geta verið á bilinu 42-64) eru á hala Sjaldgæfir fiskar á Íslandsmi›um 2010 Fyrir nokkrum árum voru tveir togarasjómenn, báðir nokkuð við aldur og nú komnir í land, sem voru mjög iðnir við að tína til forvitnilega fiska og fá þá greinda til tegundar. Þessi söfnun bar á land margan gullmol- ann og afar mikilvægar upplýsingar um útbreiðslu fjölda sjaldgæfra tegunda. Sem betur fer eru enn sjó- menn sem nenna að standa í því að frysta og senda inn til greiningar fiska sem þeim þykja forvitnilegir. Það er svo að stærstur hluti þeirrar upplýsinga sem fyrir liggja um sjaldséðar tegundir við Ísland eru komn- ar frá sjómönnum fiskiskipaflotans, það verður seint ofmetið mikilvægi þessara upplýsinga hvort sem um er að ræða stórar sendingar eða staka fiska. Því til við- bótar berast svo líka upplýsingar um fiska sem rekur á land. Síðasta áratug hefur hitastig í hafinu umhverfis Ís- land verið hátt, miðað við staðsetningu landsins. Þessi hlýnun sjávar á Íslandsmiðum hefur leitt til umtals- verðra breytinga á útbreiðslu ýmissa fisktegunda við landið. Þannig er makríll nú orðin nytjategund hér og nokkrar fisktegundir með suðlægari útbreiðslu veiðst nú árlega við Ísland eins og t.d. stóri bramafiskur. Annað sem hefur gerst á sama tíma er að tegundir sem áður héldu sig eingöngu við suðurströndina eru nú farnar að sjást fyrir Norðurlandi. Skötuselur er þekktasta dæmið, en það sama gildir um ýmsar sjald- gæfari tegundir. Þannig veiddust bæði fjólumóri og litla brosma fyrir Norðurlandi árið 2010. Engin ný tegund barst til Hafrannsóknastofnunar árið 2010, en ný tegund var greind sem veiddist fyrst 2009. Það eru mikilvægar upplýsingar sem felast í fundi sjaldgæfra fiska og það á líka við þó fundurinn sé ekki einstakur. Dæmi um nær einstakan fund árið 2010 má nefna rauðgreifa, en allar þær upplýsingar sem bárust og getið er hér að neðan eru mikilvægar. Öllum þeim sem færðu mér forvitnilega fiska árið 2010 eða tilkynntu um þá símleiðis eða í tölvupósti eru sendar bestu þakkir fyrir. Höfundur greinar- innar er Jónbjörn Pálsson, sérfræ›ingur á Hafrannsókna- stofnuninni. Nefhali, ný tegund á Íslandsmiðum. Náskata sem Málmey SK veiddi á Selvogsbanka. S J A L D G Æ F I R F I S K A R 10

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.