Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 21
21 Æ G I S V I Ð T A L I Ð Sævar Gunnarsson hefur gegnt formennsku í Sjó- mannasambandi Íslands um 18 ára skeið og hefur víða sýn að hagsmunamál félags- manna sambandsins. Að jafn- aði telur sá hópur um 2500 manns. Á undanförnum árum hefur sjómönnum farið fækk- andi samfara breytingum í út- gerðinni sem Sævar bendir á að hafi verið miklar. Skipum fækkar, þau hafa stækkað en brýn þörf er á áframhaldandi endurnýjun á þessum vinnu- stöðum íslenskra sjómanna því mörg af aflamestu skipum flotans eru komin mjög til ára sinna. Sævar er í Ægisviðtali að þessi sinni og ræðir kjara- mál sjómanna, sjómannsstarf- ið, öryggismál og síðast en ekki síst átökin við stjórnvöld um breytingar á sjávarútvegs- kerfinu. Hann er ekki í vafa um að ef sjómenn mættu fá eina ósk uppfyllta nú þá væri hún sú að óvissunni í sjávar- útvegi yrði aflétt. „Við höfum í samfleytt þrjú ár horft upp á stjórn- völd klifa á nauðsyn þess að gera breytingar á sjávarút- vegskerfinu, boða að eitthvað eigi að gera en sífellt dregst á langinn að segja hvað á að gera. Fyrir vikið veit enginn hvað framundan er. Að sjálf- sögðu heldur þetta aftur af ýmsum nauðsynlegum fjár- festingum í greininni, líkt og endurnýjun skipa. Ég get hins vegar ekki látið hjá líða að benda á að útgerðarmenn héldu líka talsvert að sér höndum fyrir þetta tímabil í endurnýjun skipa en ég hef fullan skilning á því að þeir telji sér ekki fært að leggja út í framtíðarfjárfestingar með jafn ótraust land undir fótum og raun ber vitni núna. Enn er boðað að frumvarp sé á leiðinni og væntanlega á þá eftir að takast á um það út veturinn, í sumar og svo á haustþingi. Að mínu mati er komið að ákveðnum tíma- mótum í þessu og fari svo að frumvarpið komi ekki fram fyrir 1. mars þá spái ég því að samstaða sé ekki til að klára þetta mál á pólitíska vettvanginum á kjörtíma- bilinu. Það yrði þá til að framlengja enn óvissuna og væri engum til góðs.“ Verðmyndunin verður að breytast Ef horft er nokkur ár aftur í tímann má sjá að mikil harka var oft í kjarasamningamálum sjómanna og útgerðarmanna, verkfallsátök voru áberandi og stjórnvöld gripu inn í deil- urnar með lagasetningum. Á allra síðustu árum virðist sem þessar átakalínur hafi vikið fyrir áðurnefndum ágreiningi við stjórnvöld um stóru myndina – sjávarútvegskerfið sjálft og breytingar á því. „Við höfum verið með lausa samninga í á annað ár og engir fundir verið haldnir. Þegar samningar losnuðu á sínum tíma lýstu útgerðar- menn því yfir að þeir væru ekki tilbúnir í viðræður fyrr en ljóst væri hvað felist í nýj- um lögum um stjórn fisk- veiða. Þetta gagnrýndi ég en svona er staðan og við henni getum við lítið gert. Ég get í sjálfu sér tekið undir að Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, gagnrýnir óvissuástand sem hann segir stjórnvöld hafa skapað í sjávarútvegi síðustu þrjú ár: Aukin skatt- heimta í sjávar- útvegi bitnar á sjómönnum Texti: Jóhann Ólafur Halldórsson // Ljósmyndir: Lárus Sigurðsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.