Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 26
26
N Ý T T S K I P
„Við ráðumst í þessa fjárfest-
ingu með framtíðarþróun
félagsins í huga og trúum því
að stjórnvöldum muni bera
gæfa til að lenda deilumálum
um stjórn fiskveiða með hags-
muni okkar allra að leiðar-
ljósi,“ segir Gunnþór Ingason,
framkvæmdastjóri Síldar-
vinnslunnar hf. í Neskaupstað
sem á dögunum tók við nýju
uppsjávarskipi sem keypt var
frá Noregi þar sem það bar
nafnið Torbas. Það leysir af
hólmi eldra skip með sama
nafni, Börkur NK-122 og er
með burðargetu upp á 1850
tonn.
Skipið var smíðað í Noregi
árið 2000 og er búið öflugum
kælibúnaði í 10 RSW tönkum.
Skipstjórar verða Sturla Þórð-
arson og Sigurbergur Hauks-
son en 8 verða í áhöfn skips-
ins og tveir menn um hverja
stöðu. Allur aðbúnaður starfs-
manna er mjög góður og
verður hver maður með sér
klefa.
„Með tilkomu þessa skips
er Síldarvinnslan hf. búin að
endurnýja uppsjávarflota sinn
um 72 ár á s.l. sex árum. Við
erum komin með öflug skip
sem falla vel að þeim mark-
miðum okkar að hámarka
virði þeirra aflaheimilda sem
við höfum aðgang að,“ segir
Gunnþór.
Leysir af hólmi sögufrægt skip
Gamli Börkur verður enn um
sinn í skipaflota Síldvarvinnsl-
unnar en fær nú nafnið Birt-
ingur NK 124. Skipið var
smíðað í Þrándheimi í Noregi
árið 1968 en Síldarvinnslan
keypti það árið 1973. Þá var
Börkur stærsta nótaveiðiskip
íslenska flotans. Í júní 1997
fór Börkur í endurbyggingu
til Póllands þar sem skipið
var lengt um 15 metra, skipt
um yfirbyggingu og byggður
hvalbakur með andvelti-
geymi. Íbúðir voru endurnýj-
aðar og öllum spilbúnaði og
kraftblökk skipt út og skipið
útbúið til flotvörpuveiða. Þá
var sett RSW sjókælikerfi, auk
ísdreifibúnaðar, í allar lestar
og vacum löndunardæla. Eftir
þessar breytingar jókst burð-
argetan upp í um 1700 tonn.
Nýr Börkur NK-122 við komuna til Norðfjarðar. Skipið getur borið um 1850 tonn og er búið 10 RSW kælitönkum.
Nýr Börkur til Síldarvinnslunnar
www.isfell.is
...Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar upplýsingar
Allur helsti
björgunarbúnaður
til sjós og lands...
Starfstöðvar Ísfells og Ísnets:
• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi
• Ísnet Húsavík - Barðahúsi
• Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1
• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19
• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður -
Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is