Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 32

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 32
32 L O Ð N U V E I Ð A R Loðnuvertíðin gæti orðið sú besta í mörg ár Aukning aflamarks í loðnu, sem sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra ákvað fyrir skömmu í kjölfar nýrra mæl- inga Hafrannsóknastofnunar- innar, gæti skilað þjóðarbúinu hátt í 30 milljörðum króna. Sem fyrr veltur það að sjálf- sögðu á duttlungum loðnunn- ar og gæftum á komandi vik- um en allar fregnir af loðnu- miðunum benda til að loðnu sé víða að finna. Með öðrum orðum er útlit fyrir eina af bestu vertíðum síðustu ára – gangi allt að óskum. En of snemmt er að fagna þó vís- bendingarnar séu að sönnu jákvæðar. Umfram spár Sem kunnugt er lagði Haf- rannsóknastofnunin til að bráðabirgðaaflamark í loðnu yrði 732 þúsund tonn fyrir haust- og vetrarvertíðina 2011/2012. Stofnunin lagði ennfremur til að upphafsafla- mark yrði miðað við 366 þús- und eða helming þess magns. Í ljósi þessa gaf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út ríflega 181 þúsund tonna aflamark til íslenskra skipa en hlutur erlendra skipa við upphafsúthlutun var hins vegar reiknaður út frá bráða- birgðaaflamarki eða 732 þús- und tonnum. Hér var um að ræða upphafsheimildir til loðnuveiða og voru þær mun fyrr á ferðinni en undanfarnar vertíðir. Hafrannsóknastofnunin mældi á ný stærð veiðistofns loðnu nú í janúar. Í kjölfar hennar var lögðu fiskifræð- ingar stofnunarinnar til að heildaraflamark vertíðarinnar verði 765 þúsund tonn, að frádregnum 400 þúsund tonnum sem skilið er eftir til hrygningar samkvæmt afla- reglu. Þetta er 33 þúsund tonnum umfram þær spár sem lágu til grundvallar bráðabirgðaaflamarki. Aukn- ingin til íslenskra skipa nem- ur alls 372 þúsund tonnum og því verður heildaraflamark Mælingar úr leiðöngrum Árna Friðrikssonar nú í janúar lögðu grunn að ákvörðun um verulega viðbót í úthlutun loðnukvótans. Súlurit sem sýnir hvernig þróun hefur verið í loðnukvótanum hjá HB Granda síð- ustu ár. Þessi mynd endurspeglar þá miklu sveiflu sem varð í þessum veiðum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.