Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 14
14 R A N N S Ó K N I R Matís stýrir nú samstarfsverk- efni með innlendum aðilum og kanadískum háskóla sem standa mun í a.m.k. tvö ár og snýst um að rannsaka áhrifa- mátt fiskpróteina í baráttunni gegn sykursýki af tegund 2, sem er sjúkdómur sem kemur upp vegna ónógrar verkunar (insúlín-ónæmi) og fram- leiðslu insúlíns í líkamanum. Sykursýki herjar á um 6% jarðarbúa og fer þeim sífellt fjölgandi sem þjást af sjúk- dómnum. Því eru allar rann- sóknir á sjúkdómnum og þró- un nýrra efnasambanda í bar- áttunni við hann afar knýj- andi. Dr. Hólmfríður Sveinsdótt- ir, starfsmaður Matís á Sauð- árkróki stýrir verkefninu en það nýtur stuðnings AVS sjóðsins hér á landi. Auk Mat- ís taka þátt í því Iceprotein ehf., Prokazyme, Háskóli Ís- lands og Laval Háskólinn í Quebec í Kanada. Hólmfríður segir að á und- anförnum árum hafi Matís með líftæknirannsóknum sín- um byggt upp mikla grunn- þekkingu í framleiðslu á líf- virkum peptíðum úr fiskpró- teinum. Lífvirknin felist m.a. í blóðþrýstingslækkandi áhrif- um, bólguhemjandi áhrifum og andoxunarvirkni. Ferlar hafi verið þróaðir til þess að framleiða hágæða lífvirk peptíð úr ýmsum aukaafurð- um. Sykursýki 2 tíðari þar sem fiskneysla er lítil Niðurstöður faraldsfræðilegra rannsókna hafa leitt í ljós færri tilfelli sykursýki af teg- und 2 í þjóðfélögum þar sem fiskneysla er mikil. Jákvæð áhrif fiskneyslu voru í fyrstu talin stafa eingöngu frá fisk- fitu en niðurstöður rannsókna á áhrifum neyslu magurs fisks samanborið við neyslu á feit- um fiski sýndu að neysla á mögrum fiski leiddi til færri tilfella sykursýki af tegund 2 samanborið við feitan fisk. Þar sem magur fiskur saman- stendur að mestu leyti af pró- teini hafa vísindamenn getið sér til um að jákvæð áhrif fiskneyslu á insúlín-ónæmi stafi af fiskpróteinum frekar en fiskfitu. Niðurstöður rann- sókna á dýrum og mönnum hafa rennt stoðum undir þessa tilgátu þar sem þorskprótein jók insúlín- næmi í of feitum rottum sem og insúlín-ónæmu fólki. Þar fyrir utan leiddu rannsóknir á insúlín-ónæmu fólki í ljós minnkað oxunarálag eftir neyslu á þorskpróteini en aukið oxunarálag er einn þeirra þátta sem taldir eru or- sakavaldar sykursýki af teg- und 2. Rannsóknir á íslensku sjávarfangi hafa leitt í ljós að þau innihalda töluverða an- doxunarvirkni. „Með þeirri reynslu sem við höfum byggt upp hjá Matís hafa skapast mikilvæg tækifæri til að auka við þekk- ingu okkur á áhrifum lífvirkra fiskpróteina og peptíða á nýj- um sviðum í samstarfi við færustu sérfræðinga á heims- vísu. Fyrir eru á markaði líf- virk fiskpeptíð með t.d. blóð- þrýstingslækkandi áhrif sem seljast á mjög háu verði. Svip- aðar fæðubótarvörur á sviði sykursýki, unnar úr fiskpró- teinum, eru ekki á markaði í dag og því er um nýjan, spennandi og verðmætan markað að ræða,“ segir Hólmfríður. Fiskprótein gegn sykursýki Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir vinnur að rannsóknum hjá Matís á Sauðárkróki. Rannsóknir benda til að sykursýki 2 sé sjaldgæfari hjá þjóðum þar sem fisk- neysla er mikil. Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is Sjóþolnir olíukælar og varmaskiptar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.