Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 38

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 38
38 Samkvæmt nýrri samantekt Hagstofu Íslands lækkaði hagnaður sjávarútvegs lítil- lega sem hlutfall af heildar- tekjum milli áranna 2009 og 2010. Í fiskveiðum og -vinnslu lækkaði þetta hlutfall úr 31% í 28,9%. Í fiskveiðum hækkaði það úr 26,3% árið 2009 í 26,6% af tekjum árið 2010 en lækkaði í fiskvinnslu úr 20,8% í 16,1%. Hreinn hagnaður botnfisk- veiða og -vinnslu, reiknaður í hlutfalli við tekjur samkvæmt árgreiðsluaðferð, lækkaði úr 25,1% af tekjum árið 2009 í 21,5% árið 2010. Hreinn hagnaður botnfiskveiða lækk- aði úr 18,3% af tekjum í 15,9% en hagnaður botnfisk- vinnslu lækkaði úr 18,7% af tekjum í 15,3%. Afkoma sjáv- arútvegsins í heild var mjög góð og var hagnaður 19,8% að frádregnum milliviðskipt- um með hráefni. Verð sjávarafurða á er- lendum mörkuðum í íslensk- um krónum hækkaði um 3,6% frá fyrra ári en verð á flotaolíu hækkaði um 17% að meðaltali á milli ára. Útflutn- ingsverðmæti sjávarútvegs jókst um 5,7%, verð á útflutn- ingsvörum í sjávarútvegi hækkaði um 6,7% þannig að magn útfluttra sjávarafurða dróst saman um 1%. Afli upp úr sjó metinn á föstu verði dróst saman um 8% á sama tímabili. Hluti af skýringunni á þessum mismun er sam- dráttur í birgðum sjávarút- vegsins milli áranna 2009 og 2010. Hagnaður var á rekstri mjölvinnslu og uppsjávar- veiðiskipa á árinu 2010. EBITDA mjölvinnslu, þ.e. hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, var 28,9% og uppsjávarveiðiskipa 32,3% af tekjum. Afli þessara skipa var um 8% minni en fyrra ár en verð á uppsjávarfiski hækkaði um 10%. Um 570 bátar, flestir minni en 10 brúttótonn, voru við strandveiðar fiskveiðiárið 2009/2010. Afli bátanna var um 6.300 tonn og aflaverð- mætið rúmlega 1,7 milljarðar. EBITDA strandveiðanna árið 2010 var 14,6%. Eiginfjárhlufallið hækkar Samkvæmt efnahagsreikningi voru heildareignir sjávarút- vegs í árslok 2010 rúmir 559 milljarðar króna, heildar- skuldir rúmir 500 milljarðar og eigið fé tæplega 59 millj- arðar. Verðmæti heildareigna lækkaði um 5,2% frá 2009 en skuldir lækkuðu um 11,2%. Eiginfjárhlutfallið reyndist 10,5% en 4,5% í árslok 2009. Eiginfjárhlutfallið hafði verið neikvætt um tæplega 12% í árslok 2008 en árin þar á undan var eiginfjárhlutfallið á bilinu 24-29%. S J Á V A R Ú T V E G U R K R O S S G Á T A Afkoma sjávarútvegs árið 2010: Hreinn hagnaður um 20% Siglingastofnun Íslands vinnur að auknu öryggi og velferð sjófarenda og stuðlar að hagkvæmni í siglingum, sjávarútvegi og samgöngum. Á meðal hlutverka stofnunarinnar eru rannsóknir á sviði siglinga- og hafnamála, upplýsingakerfi um veður og sjólag, siglingavernd og hafnarríkiseftirlit, undirbúningur og eftirlit við hafnir og sjóvarnir, rekstur vita og leiðsögukerfis og veiting starfsleyfa til áhafna og útgerða. Í einkunnarorðunum Í örugga höfn felst leiðarljós og inntak starfs Siglingastofnunar Íslands. Í ÖRUGGA HÖFN

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.