Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 16
16 U M H V E R F I S L A U S N I R „Í stuttu máli má segja að bylting hafi orðið hjá okkur með þessum búnaði. Fisk- þurrkun er auðvitað aldrei fullkomlega lyktarlaus en eftir að ósonbúnaðurinn frá Gaia var kominn í fullan gang hjá okkur í haust þá dró mikið úr lyktinni, bæði innan húss og utan. Þetta skiptir miklu máli fyrir umhverfi okkar en ekki síður er mikilvægt að geta dregið úr lykt fyrir starfsfólkið hér innandyra. Mér er óhætt að segja að vel hafi tekist til í þessu verkefni,“ segir Gunn- laugur Hreinsson, fram- kvæmdastjóri GPG fiskverkun- ar á Húsavík en fyrirtækið var það fyrsta sem tók í notkun ósonbúnað frá íslenska um- hverfislausnafyrirtækinu Gaia ehf. sem stofnað var síðla árs 2011. Súrefnið til margra hluta nytsamlegt Stofnendur Gaia ehf. eru Kristján Pétur Hilmarsson, Rögnvaldur Guðmundsson og Þórður Ívarsson og sér- hæfir fyrirtækið sig í um- hverfislausnum fyrir einstak- linga, fyrirtæki og sveitarfé- lög. Kristján Pétur segir að með þeim búnaði sem fyrir- tækið býður geti notendurnir framleitt súrefni á staðnum. „Sem dæmi um notendur á súrefni eru fiskeldisstöðvar en með súrefnisframleiðslu- kerfinu okkar geta fyrirtækin framleitt það jafnóðum á staðnum og sparað sér bæði leigukostnað, flutning og geymslu á súrefni. Það eina sem til staðar þarf að vera fyrir okkar búnað er rafmagn til að knýja kerfið,“ segir Kristján Pétur en súrefnisbún- aðurinn er grunnurinn í áður- nefndu ósonkerfi sem GPG fiskverkun hefur tekið í notk- un. Kristján Pétur segir óson bæði notað til sótthreinsunar og til að draga úr lyktar- mengun. „Rotþrær og frárennslis- kerfi, bæði stór sem smá, eru dæmi um staði þar sem beita má ósonbúnaði til að draga úr lyktarmengun. Í þeim til- fellum blöndum við ósoni út í seyruna og hlutleysum hana þannig í þeim tilgangi að draga úr lykt og mengun. Einnig er hægt að nota óson í sundlaugarkerfi til að minnka klórnotkun. Í iðnaði, líkt og í vinnslunni hjá GPG á Húsa- vík förum við þá leið að blanda ósoninu út í loft- strauma í og frá framleiðslu- ferlinu. Við komum búnaðin- um fyrir á mismunandi stig- um framleiðsluferlisins og vöktum síðan allt ferlið með tilheyrandi skynjurum og stýribúnaði. Umræða um lykt frá fiskþurrkunum hefur víða komið upp hér á landi á síð- ustu árum og við vitum að það er mikill áhugi á að bregðast við og bæta úr, enda eru bæði fyrirtæki og einstaklingar stöðugt að verða meðvitaðri um mikil- vægi verndar umhverfisins,“ segir Kristján Pétur og undir- strikar að óson hafi engin skaðleg áhrif á framleiðslu- vörur enda sé það einnig not- að sem íblöndun í vatn í vinnslunum, til bakteríu- hreinsunar á kerum og fleiru. „Grunnurinn í okkar lausnum er búnaður frá er- lendum samstarfsaðilum sem byggja á áratuga reynslu af ósonkerfum og súrefnisfram- leiðslubúnaði. Þróunin er sú að kröfur eru að verða strangari frá heilbrigðisyfir- völdum hvað varðar um- Ósontæki (tv) og súrefnisskilja. Með búnaði Gaia geta notendur súrefnis sparað sér umtalsverðan kostnað og fyrirhöfn með því að framleiða það á staðnum. Gaia ehf., nýtt íslenskt fyrirtæki sérhæfir sig í súrefnisframleiðslu- tækjum og ósonkerfum: Bylting í barátt- unni við lyktar- mengun frá fiskvinnslum Kristján Pétur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Gaia ehf.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.