Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 33

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 33
33 íslenskra skipa tæplega 554 þúsund tonn. Þessi aukning er meiri en heildarúthlutun til íslenskra skipa á öllu árinu 2011. Á síðari stigum vertíðar- innar kann þetta heildarafla- mark að aukast meira takist erlendum skipum ekki að fullnýta allar veiðiheimildir sínar. Veiðistofninn yfir milljón tonn Rannsóknarskipið Árni Frið- riksson var við rannsóknir og mælingar á loðnustofninum frá 3. til 25. janúar á hafsvæð- inu frá sunnanverðum Aust- fjörðum, norður um og allt að Norðvesturmiðum. Stærð stofnsins á svæðinu var tví- vegis mæld, eins og sjá má á meðfylgjandi skýringarmynd- um frá Hafrannsóknastofnun. Í fyrri mælingunni mældust 1065 þúsund tonn af kyn- þroska loðnu en 1020 þús- und tonn í þeirri síðari. Að viðbættum afla ársins fram að mælingum er áætlað að stærð veiðistofnsins hafi verið um 1070 þúsund tonn um ára- mót. Mikil innspýting fyrir útgerðirnar Ljóst er að viðbótarúthlutunin nú getur skipt miklu fyrir uppsjávarfyrirtækin, líkt og þjóðarbúið allt. Þannig bendir Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda á að þegar sam- eining Granda hf., HB hf. og Tanga hf. átti sér stað var loðnukvóti félagsins á næstu vertíð um 140 þúsund tonn. Fjórum árum síðar var hann kominn niður í rúm 3000 tonn en hefur síðan legið upp á við á nýjan leik, eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti. Hlutdeild HB granda í heildaraflamarki Íslendinga á loðnu nemur 18,6%. Aukinn loðnukvóti er einnig mikið fagnaðarefni fyr- ir Vestamannaeyjar en hlut- deild útgerðanna í Eyjum í loðnukvótanum má áætla um 170 þúsund tonn sem gæti skilað um 10 milljörðum króna í aflaverðmæti. Ísfélag- ið í Vestmannaeyjum er sú útgerð sem mesta kvótanum fær úthlutað, eða um 110 þúsund tonnum. Eyþór Harð- arson, útgerðarstjóri fyrirtæk- isins, segir í blaðinu Fréttum að söluhorfur fyrir loðnuaf- urðir séu þokkalegar en í sama blaði vekur Páll Guð- mundsson, útgerðarstjóri Hugins athygli á að verð sé lágt á frystri loðnu í Rúss- landi. Fyrirtæki hans fær um 8000 tonnum úthlutað af loðnukvótanum en Vinnslu- stöðin hefur fær um 56 þús- und tonn í sinn hlut. Það er aukning milli ára um 24 þús- und tonn. L O Ð N U V E I Ð A R Leiðarlínur rs. Árna Friðrikssonar í loðnuleit í janúar 2012. Rauðar línur eru frá fyrri mælingu (4.-13. janúar), svartar línur eru frá síðari yfirferð (14.-24. janúar). Dreifing loðnu í fyrri mælingu dagana 5.-13. janúar 2012. Litaskalin táknar magn loðnu þar sem blátt táknar minnstan þéttleika en rautt og svart táknar mestan. Dreifing loðnu í seinni mælingu dagana 14.-24. janúar 2012. Litaskalinn táknar magn loðnu þar sem blátt táknar minnstan þéttleika en rautt og svart táknar mestan. Leiðarlínur rs. Árna Friðrikssonar í loðnuleit í janúar 2012. Rauðar línur eru frá fyrri mælingu (4.-13. janúar), svartar línur eru frá síðari yfirferð (14.-24. janúar). Dreifing loðnu í fyrri mælingu dagana 5.-13. janúar 2012. Litaskalin táknar magn loðnu þar sem blátt táknar minnstan þéttleika en rautt og svart táknar mestan. Leiðarlínur rs. Árna Friðrikssonar í loð leit í janúar 2012. Rauðar línur eru frá fyrri mælingu (4.-13. janúar), svartar línur eru frá síðari yfirferð (14.-24. janúar). Dreifing loðnu í fyrri mælingu dagana 5.-13. janúar 2012. Litaskalin táknar magn loðnu þar sem blátt táknar minnsta þéttleika en rautt og sv rt táknar mestan. Dreifing loðnu í seinni mælingu dagana 14.-24. janúar 2012. Litaskalinn táknar magn loðnu þ r sem blátt táknar minnstan þéttleika en rautt og svart áknar mestan.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.