Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 31
31
og var það fljótlega leigt Ís-
firðingum og síðan selt þang-
að vestur. Söluandvirðið varð
grundvöllur að byggingar-
sjóði hafrannsóknaskips eins
og fram kemur síðar. Af fram-
ansögðu má ljóst vera að
fiskideild Atvinnudeildar há-
skólans og síðar Hafrann-
sóknastofnunin höfðu afnot
af margs konar bátum og
skipum til fiski- og hafrann-
sókna allt frá fjórða áratug
20. aldar. Þau skip og bátar
sem greint er frá hér að fram-
an áttu það sameiginlegt að
þau voru ekki sérsmíðuð fyrir
fiski- og hafrannsóknir. Enn-
fremur voru flest þeirra leigð
til skamms tíma með skömm-
um fyrirvara og því ógerlegt
að stunda á þeim skipulegar
langtíma rannsóknir. Þrátt fyr-
ir ítrekaðar ábendingar og til-
lögur var ákaflega takmark-
aður skilningur á nauðsyn
þess að vel búið rannsókna-
skip gæti aukið á þekkingu
okkar og skilað verulegum
tekjum í þjóðarbúið.
Sumarið 1950 tóku Norð-
menn nýtt rannsóknaskip
G.O. Sars í notkun. Það olli
byltingu í síldarrannsóknum
vegna þess að skipið var bú-
ið asdik-tæki (sonar-tæki) en
með því var unnt að finna
síldartorfur í allt að einnar
sjómílu fjarlægð frá skipinu.
Áður höfðu torfur sem voru
ekki vaðandi aðeins sést á
bergmálstækjum (dýptarmæl-
um) ef siglt var yfir þær. Ár-
angurinn hjá Norðmönnum
lét ekki á sér standa. Finn
Devold leiðangursstjóra og
samstarfsmönnum hans á
G.O. Sars tókst sumarið 1950
að kortleggja útbreiðslu síld-
arinnar við suðurmörk Aust-
ur-Íslandsstraumsins, einnig
milli Íslands og Jan Mayen og
þaðan til Norður-Noregs.
Þetta vakti gífurlega athygli
hér heima og hafði að sjálf-
sögðu ekki farið framhjá sam-
tökum sjávarútvegsins. Sem
dæmi má nefna að 1. október
1951 samþykkti fjórðungs-
þing fiskideilda Austfirðinga-
fjórðungs eftirfarandi tillögu
um rannsóknaskip: „Fjórð-
ungsþingið beinir þeirri ósk
til Fiskiþings að vinna að því
við Alþingi og ríkisstjórn að
byggt verði eins fljótt og tök
verði á fullkomið fiski- og
hafrannsóknaskip sem gegni
líku hlutverki og hið full-
komna rannsóknaskip Norð-
manna G.O.Sars.“9 Fiskiþing
var svo haldið í Reykjavík
dagana 25. nóvember til 7.
desember 1951. Þar var til-
laga Austfirðinga samþykkt
óbreytt.10
Í framhaldi af samþykkt
Fiskiþings lagði Pétur Ottesen
alþingismaður fram eftirfar-
andi tillögu til þingsályktunar
um hafrannsóknaskip á
haustþingi 1952: „Alþingi
ályktar að fela ríkisstjórninni
að láta athuga hvernig ís-
lenska ríkið geti með sem
hagkvæmustum hætti eignast
hæfilega stórt og traust skip
er útbúið sé hinum fullkomn-
ustu tækjum til haf- og fiski-
rannsókna og fiskileitar.“
Með tillögunni fylgdi ítar-
leg greinargerð. Þar segir
meðal annars: „Ýmsar hinna
stærri fiskveiðiþjóða hafa
undanfarið lagt á það hið
mesta kapp að búa sem bezt
að rannsóknarstarfseminni,
meðal annars að því er skipa-
kost snertir. Hefur nágranna-
þjóð okkar, Norðmenn, verið
sérstaklega athafnasöm í
þessu efni. Fyrir þremur árum
tóku þeir í notkun nýtt og
mjög fullkomið rannsókna-
skip, G.O. Sars, og hafa auk
þess látið hefja smíði á öðru
skipi af svipaðri gerð og
stærð. Telja þeir, að rann-
sóknir þær, sem fram-
kvæmdar hafa verið á G.O.
Sars hafi haft slíka þýðingu
fyrir sjávarútveg þeirra, og þá
aðallega síldveiðarnar, að
nema muni fimm-sex-földu
byggingarandvirði skipsins.“
Þegar tillaga Péturs var
tekin til fyrri umræðu í Sam-
einuðu þingi 3. desember
1952 gerði hann meðal ann-
ars grein fyrir því að rann-
sóknir þær sem unnt væri að
gera á varðskipinu Maríu Júl-
íu væru mjög ófullkomnar og
ekki væri hægt á svo litlu
skipi að nýta nema að
nokkru mjög þýðingarmikið
tæki, svo nefnt asdik-tæki.
Pétur bætir svo við að sér
hafi verið bent á það af fróð-
um mönnum að varðskipið
Ægir mundi til dæmis hvað
stærð snertir vera hentugt til
þessara rannsókna en að
sjálfsögðu yrði að gera ein-
hverjar breytingar á skipinu.
Hér ber allt að sama brunni,
kveikjan að áhuga sjávarút-
vegtssamtaka og Alþingis á
hafrannsóknaskipi var sú
mikla bylting í rannsóknum á
síldargöngum sem asdik-
tæknin olli eftir að hún var
tekin í notkun árið 1950 á
rannsóknaskipinu G.O. Sars.
Rétt er að geta þess að tillögu
Péturs ásamt tveimur öðrum
tillögum, annarri um síldar-
leit, hinni um fiskileit á djúp-
miðum var vísað til fjárlaga-
nefndar. Hún sameinaði þess-
ar þrjár tillögur í eina þings-
ályktunartillögu sem afgreidd
var frá Sameinuðu þingi 4.
febrúar 1953. Niðurstaðan var
sú að síðsumars 1953 var as-
dik-tæki sett í varðskipið Ægi
og það notað við síldar- og
hafrannsóknir allt til ársins
1967.
Heimildir
1. Ingvar Hallgrímsson, 1971. Rann-
sóknaskipið Bjarni Sæmundsson.
Hafrannsóknir 1970, Smárit Haf-
rannsóknastofnunarinnar 3, 6-13.
2. Bjarni Sæmundsson, 1895. Fáein
orð um fiskveiðar. Andvari 20, 128-
162.
3. Bjarni Sæmundsson, 1921. Yfirlit
yfir 25 ára rannsóknir. Andvari 47,
84.
4. Árni Friðriksson, 1935. Fiskirann-
sóknir 4, 35-37.
5. Jakob Jakobsson, 2007. Í: Hreinn
Ragnarsson (ritstj.) Silfur hafsins,
gull Íslands. Síldarsaga Íslendinga
2. bindi, Gátan um Íslandssíldina.
Bls. 165-240. Nesútgáfan Reykjavík.
6. Jón Jónsson, 1990. Hafrannsóknir
við Ísland, 2. bindi, 447 bls. Bóka-
útgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
7. Hermann Einarsson. Íslendingar
verða að eignast hafrannsóknaskip
(fyrri grein). Morgunblaðið, 4. sept-
ember 1946, bls. 7.
8. Hermann Einarsson. Íslendingar
verða að eignast hafrannsóknaskip
(síðari grein). Morgunblaðið 6.
september 1946, bls. 9.
9. Fjórðungsþing fiskideildar Austfirð-
ingafjórðungs. Ægir 1951, 44. árg.,
325-328.
10. Frá síðasta Fiskiþingi. Ægir 1952,
45. árg., 10-11.
S A G A H A F R A N N S Ó K N A S K I P A N N A
4. mynd Hafþór yngri. Myndin er tekin eftir að skipið hafði verið selt til Ísafjarðar og hét þá Skutull. Ljósm. Snorri Snorrason.