Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 25
25
við að nú þegar eru farnar að
heyrast þær kröfur að strand-
veiðikerfinu verði breytt í
kvótakerfi og þar með geti
menn selt sig enn eina ferð-
ina út úr kerfinu,“ segir Sævar
og svarar aðspurður um tíma-
lengd nýtingarsamninganna
að í því kerfi verði tvennt að
fara saman.
„Annars vegar eru það nýt-
ingarsamningarnir sjálfir og
hins vegar ákvæði um fram-
lengingu þeirra. Ef skýrt er
kveðið á um rétt útgerðarinn-
ar til að ræða framlengingu
samninganna þá sé ég ekkert
athugavert við að þeir geti
verið 20 ár í upphafi, sem er
sami tími og miðað er við í
úreldingu skipa. Það er ekki
raunhæft að leggja upp með
styttri samninga en 15 ár en
sé framlengingarákvæðið
skýrt þá er ekki þörf á að
binda samningana til margra
áratuga eins og útgerðin hef-
ur talað um. En eins og ég
segi þá þarf fyrst og fremst
að fást botn í þessi mál hið
fyrsta þannig að óvissunni
ljúki og hægt verði að snúa
sér í greininni að framtíðinni
og þeim málum sem hafa set-
ið alltof lengi á hakanum.“
Þyrlumálin á oddinum
Sævar hefur sem sjómaður og
síðan sem forsvarsmaður Sjó-
mannasambandsins séð mikl-
ar breytingar á störfum sjó-
manna. Skipum hefur fækk-
að, sjómönnum hefur fækkað
og störfin hafa breyst. „Við
sjáum líka að nú er nokkuð
algengt að menn sameinist
um skipsrúmin á stóru
vinnsluskipunum, tveir og
jafnvel þrír. Skipti þá með sér
hlutnum og á þann hátt
skiptir ekki máli hvort kemur
góður túr eða lakari fyrir þá
sem eru í fríi hverju sinni. Út-
gerðarformið er líka á marg-
an hátt breytt, vertíðarflotinn
er svipur hjá sjón hjá því sem
áður var og þannig má áfram
telja. Það má því segja að á
margan hátt hafi sjómanns-
starfið orðið fjölskylduvænna
en áður og menn geta enst
lengur í starfinu,“ segir hann
en nýverið kom fram í frétt-
um að tölur sýni hækkandi
meðalaldur sjómanna hér á
landi. Sævar segir Sjómanna-
sambandið hafa farið betur
ofan í þessar forsendur og þá
sjáist að í raun fylgi sjómenn
öðrum atvinnugreinum eftir.
Þjóðin eldist og það komi
einnig fram á vinnumarkaðn-
um.
„Eitt stærsta hagsmunamál
okkar sjómanna í dag er það
sama og verið hefur um
langa hríð, þ.e. öryggismálin
og sérstaklega björgunarþyrl-
urnar. Þær hafa margoft sann-
að gildi sitt og nú síðast í sjó-
slysinu við Noreg. Hér heima
höfum við ekki haft sama ör-
yggi og áður var þegar þyrlur
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli voru bakstuðningur fyrir
Landhelgisgæsluna. Við verð-
um að koma málum svo fyrir
að við höfum tiltækar björg-
unarþyrlur á fleiri en einum
stað á landinu því hafsvæðið
er stórt og skipin eru stærri
en áður. Ein þyrlusveit stað-
sett í Reykjavík er augljóslega
engan veginn nægjanleg. Þeir
sem best þekkja til þessara
mála telja nauðsynlegt að hér
á landi séu tiltækar fjórar
björgunarþyrlur og það hafa
verið settar fram trúverðugar
áætlanir um hvernig hægt er
að fjármagna það verkefni.
Þessi mál eru alls ekki í nógu
góðum farvegi í dag og lífs-
nauðsynlegt fyrir bæði sjó-
menn og aðra landsmenn að
koma þeim til betra horfs hið
fyrsta.“
„Sjómenn geta ekki sætt sig við þá kjaraskerðingu að sjómannaafslátturinn sé tekinn bótalaust,“ segir Sævar og bendir á að aukin skattheimta á útgerðina bitni harka-
lega á sjómönnum í núverandi kerfi. Enda hafi samtök þeirra barist hart gegn hækkun auðlindagjalds.
Æ G I S V I Ð T A L I Ð