Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 22
22
átakalínurnar hafa ekki verið
í líkingu við það sem var um
og upp úr aldamótunum en
hins vegar er ennþá ágrein-
ingur um sömu atriði og áð-
ur. Til að mynda verðmynd-
unarmálin sem eru í sama
farinu og var, þrátt fyrir að í
sumum fisktegundum sé
þetta í betra horfi en öðrum.
Verðmyndun uppsjávarafla er
til að mynda í algjöru skötu-
líki og þrátt fyrir tilkomu
Verðlagsstofu skiptaverðs á
sínum tíma er okkur ekki
heimilt að nota upplýsingar
þaðan til að hjálpa okkar
mönnum í samningum við út-
gerðina. Að okkar mati var
Verðlagsstofunni komið á fót
til að viðhalda vitlausu kerfi
um verðmyndunina og sú
krafa er þess vegna algjörlega
óbreytt af okkar hálfu að far-
ið verði inn í nýtt kerfi sem
bæði er gegnsærra og réttlát-
ara gagnvart sjómönnum.
Við sjáum þessa dagana
að í Noregi eru skip að landa
loðnu af Íslandsmiðum og á
opinberum vef þar í landi
kemur fram að þeir greiða
1.6 norskar krónur fyrir loðnu
til bræðslu (33,80 ísl. kr.) og
2.25 norskar kr. (47,50 ísl.kr.)
fyrir loðnu til manneldis-
vinnslu. Á sama tíma eru
okkar sjómenn að fá hér á
landi 25 og 28 krónur. Með
öðrum orðum þá vantar 30%
á bræðsluverðið og 70% á
vinnsluverðið hér á landi,
miðað við Noreg. Hvernig
eigum við sem forsvarsmenn
sjómanna að geta skýrt þenn-
an mun á vitrænan hátt? Það
er einfaldlega ekki hægt. Í
það minnsta kemur okkur
ekki í hug að halda því fram
að hér á landi séu menn lak-
ari en Norðmenn í bæði sölu
og vinnslu en auðvitað hljót-
um við að horfa til nágranna-
þjóðanna með samanburð.
Enda eru samningar skýrir
um að reikna skuli út frá
hæsta meðalverði á mörkuð-
um,“ segir Sævar og reiknar
með að verðmyndunarmálin
verði áfram átakapunktur í
kjaraviðræðum sjómanna við
útgerðir. En hann nefnir fleiri
atriði sem gengið hafi sjó-
mönnum í mót og alveg sér-
staklega sjómannaaflsáttinn
sem stjórnvöld tóku ákvörð-
un um að taka af stéttinni.
Ætíð í andstöðu við
auðlindagjaldið
„Sjómenn geta ekki sætt sig
við þá kjaraskerðingu að sjó-
mannaafslátturinn sé tekinn
bótalaust en bæði þessi ríkis-
stjórn og þær fyrri hafa vísað
þessu máli á útgerðina og
segja hana eiga að mæta
kröfum sjómanna. Samt var í
engu liðkað fyrir þessu gagn-
vart útgerðinni heldur er
þvert á móti gengið hart fram
í hækkun auðlindagjalds á
hana. Sem þýðir að þessi
gjörningur er látinn bitna á
sjómönnum fyrst og fremst.
Enda er það svo að Sjó-
mannasambandið hefur al-
farið lagst gegn auðlinda-
gjaldinu. Ekki vegna þess að
sjómenn vilji ekki að ríkis-
sjóður fái arð af auðlindinni
heldur vegna þess að við telj-
um gjaldtökuna beint ofan í
núverandi vonlaust fyrir-
komulag við verðmyndun
sjávarafla beinlínis gera að
verkum að erfiðara verði fyrir
sjómenn að semja um fisk-
verð og sín kjör. Útgerðin
getur einfaldlega mætt þess-
ari gjaldtöku ríkisins með því
að taka hagnaðinn í vinnsl-
unni en ekki í útgerðinni.
Þetta er ástæðan fyrir þeirri
grundvallarkröfu okkar sem
við höfum alltaf haft uppi að
skilið verði fjárhagslega milli
veiða og vinnslu. Sé það gert
virkar auðlindagjaldið – ann-
ars bitnar það fyrst og fremst
á mínum mönnum,“ segir
Sævar.
Sjómenn og fiskverkafólk
gleymast í umræðunni
Glögglega mátti sjá í sumar
að hagsmunasamtök í sjávar-
útvegi eru á svipuðum nótum
í viðbrögðum við áformum
stjórnvalda hvað varðar breyt-
Æ G I S V I Ð T A L I Ð
„Verðmyndun afla er í algjöru skötulíki,“ segir Sævar Gunnarsson.