Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 28

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 28
28 S A G A H A F R A N N S Ó K N A S K I P A N N A Fyrstu hugmyndir um sérstakt skip til fiskirannsókna Þegar fyrsta sérsmíðaða rann- sóknaskipið kom til landsins í september 1967 voru 72 ár liðin frá því að Bjarni Sæ- mundsson lagði til að Íslend- ingar eignuðust rannsókna- skip. Bjarni var þá nýkominn heim að loknu námi frá nátt- úrufræðideild háskólans í Kaupmannahöfn árið 1894. Ári síðar birti hann fyrstu grein sína í tímaritinu And- vara: „Fáein orð um fiskveið- ar vorar.“ Þar kemur fram að menn deili oft hart um fisk- veiðimál en vanþekking komi í veg fyrir að haldgóð niður- staða fáist og síðan segir Bjarni: „Til þess að vér getum aukið þekkingu vora þarf að kanna dýralíf sjávarins djúpt og grunnt en það er nærri ógjört enn. Það er því sann- færing mín að landið þyrfti að hafa fiskifræðing sem gæti gjört rannsóknir á ýmsu því er helst þyrfti við og leiðbeint fiskimönnum í ýmsu er að fiskveiðum lýtur.“ Í framhaldi af þessu leggur Bjarni til „að landið ætti að kaupa seglskip (það þyrfti ekki að vera stórt) sem yrði æfingaskip fyrir skipstjóra- og stýrimannsefni sumarið eftir að þau útskrif- uðust á skólanum og um leið rannsóknaskip í þarfir fiski- fræðinnar. Fiskifræðingurinn gjörði hinar náttúrufræðilegu rannsóknir og sjómannsefnin ættu að gjöra öll sjómanns- verkin. Útgerðin þyrfti því ekki árlega að kosta svo fjarska mikið.“ Og Bjarni er bjartsýnn á undirtektir við þessum tillögum: „Það gladdi mig mjög að heyra hér að í Reykjavík hefur mönnum dottið hið sama í hug og verður þess víst ekki langt að bíða að það verði lagt fyrir Alþingi og vonandi er að það fái þar hinn besta byr“.2 Niðurstaðan varð hins veg- ar sú að hvorki var þetta rannsókna- og skólaskip keypt né fiskifræðingur ráð- inn í fullt starf. Í stað þess fékk Bjarni dálítinn styrk frá Alþingi til þess að stunda fiskirannsóknir. Þá var laus staða náttúrufræðikennara við Lærða skólann í Reykjavík sem Bjarni var ráðinn í og gegndi hann því embætti til ársloka 1923 eða í nánast þrjá áratugi. Styrkurinn frá Alþingi dugði að sjálfsögðu ekki til dýrra rannsókna úti á sjó en hann nýttist Bjarna til að ferðast um landið að sumar- lagi, hitta fiskimenn að máli og fræðast hjá þeim um lífs- hætti nytjafiskanna. Síðar tók Bjarni þátt í mörgum leið- öngrum á dönsku rannsókna- skipunum, Thor og Dönu. Einnig fór hann ófáar veiði- ferðir með íslenskum fiski- skipum og er þar togarinn Skalla-Grímur oftast nefndur til sögunnar. Þegar aldarfjórðungur var liðinn frá því að Bjarni hófst handa rifjaði hann upp helstu verkefnin sem hann hafði unnið að á umliðnum árum og lagði fram tillögur um æskilega tilhögun íslenskra sjó- og fiskirannsókna. Þar taldi hann nauðsynlegt að ráða fiskifræðing í fullt starf og annan honum til aðstoðar og auk þess yrði að vera einn sviffræðingur til að rannsaka plöntu- og dýrasvifið (átuna). Í þriðja lagi veitti ekki af að hafa einn sjófræðing og í fjórða lagi þyrfti að ráða sér- fræðing sem fengist við vatnalíffræði. Húsnæði og haffært skip þyrfti einnig til að stunda sjó- og fiskirann- sóknir.3 Þetta voru tillögur Bjarna árið 1921. Þegar þær eru at- hugaðar á öndverðri 21. öld þykja þær vafalaust hógværar svo að ekki sé tekið dýpra í árinni. Árið 1921 gegndi allt öðru máli. Í stað eins manns sem fékk dálítinn styrk til að stunda fiskirannsóknir í hjá- verkum leggur Bjarni til að ráðnir verði fimm sérfræðing- ar í fullt starf og auk þess verði séð fyrir húsnæði og haffæru skipi. Enda þótt Bjarni rökstyddi þessar tillög- ur eins og allt annað sem frá honum kom dugði það skammt. Tími skipulegra haf- og fiskirannsókna var enn ekki runninn upp hjá Íslend- ingum. Auðlindir sjávar eru einn megin þáttur þess að gera Ísland byggilegt og forsenda skynsamlegrar nýtingar á þeim eru öflug- ar haf- og fiskirannsóknir. Einn mikilvægasti þáttur nútíma haf- rannsókna eru öflug og vel útbúin rannsóknaskip. Í um eitt hundrað ára sögu íslenskra hafrannsókna hafa þrisvar sinnum verið smíðum sérútbúin rannsóknaskip. Fyrsta skipið sem ákveðið var að smíða var rs. Bjarni Sæmundsson sem kom til landsins 1970. Byggingarsaga þess og útbúnaður var ítarlega rakinn í grein sem Ingvar Hallgrímsson ritaði 1971.1 Saga undir- búnings og smíði hinna skipanna, rs. Árna Friðrikssonar hins eldra og hins yngra (RE 100 og RE 200), hefur ekki verið skráð né upphafsbarátta þeirra er stóðu í fararbroddi íslenskra fiski- rannsókna á öndverðri 20. öld fyrir smíði á sérhæfðu haf- og fiskirannsóknaskipi. Í ljósi þessa töldum við áhugavert að rekja á samfelldan hátt hugmyndir og umræðu hér landi um nauðsyn sérstakra skipa til hafrannsókna sem og undirbúning smíða á ofangreindum sérsmíðuðum rannsóknaskipum. Fyrsta hluti þessarar frásagnar birtist í þessu hefti Ægis og síðari hlutar munu birtast í tveimur tölublöðum síðar á árinu. Myndir sem birtast með greinunum númeraðar eins og um eina grein sé að ræða. Aðdragandi og smíði íslenskra hafrannsóknaskipa

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.