Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 18
18
V E I Ð A R
Fiskistofa hefur tekið saman
upplýsingar um þróun í lönd-
un botnfiskafla á árabilinu
2007 til 2011. Þar má sjá
mjög skýra aukningu í afla
sem landað er í höfnum höf-
uðborgarsvæðisins, eða um
tæp 30%. Aftur á móti hefur
hlutdeild hafna á Norðurlandi
vestra minnkað á þessu ára-
bili úr 6,2% niður í 5,3% og
hlutfallið fyrir Austurland
lækkaði einnig úr 12,2% niður
í 9,2%.
Á árinu 2007 var 113.649
tonnum af botnfiski landað á
höfnum höfuðborgarsvæðis-
ins en á árinu 2011var land-
aður afli 147.054 tonn. Höf-
uðborgarsvæðið jók einnig
hlutdeild sína í lönduðum
botnfiski á landsvísu á þessu
árabili úr 24,8% í 31,9%.
Miklar breytingar hafa orð-
ið í lönduðu magni hjá ein-
staka höfnum samkvæmt yfir-
liti Fiskistofu. Á Breiðdalsvík
var árið 2007 landað 108
tonnum af botnfiski en á síð-
asta ári var hins vegar landað
2.582 tonnum. Umtalsverð
aukning varð einnig á Þing-
eyri en þar fór botnfiskaflinn
úr 400 tonnum í 2.106 tonn á
ofangreindu tímabili. Veruleg
aukning varð einnig í löndun
í nokkrum öðrum höfnum
sem helst má skýra með til-
komu strandveiða.
Á hinn boginn er ljóst að
samdráttur varð botnfisklönd-
ununum á fjölmörgum stöð-
um. Samdrátturinn nam á
sumum stöðum yfir 80% auk
þess sem löndun hefur lagst
af á öðrum. Meðal staða sem
hafa mátt þola mikinn sam-
drátt er Akranes en þar er
samdrátturinn tæp 84% sé lit-
ið til breytinga á lönduðu
magni 2007 og 2011. Árið
2007 var 6.926 tonnum af
botnfiski landað þar en í fyrra
var aðeins landað 1.097 tonn-
um. Önnur höfn þar sem
samdrátturinn í löndun á
botnfiski er verulegur er Flat-
eyri þar sem samdrátturinn
nam rúmlega 77%. Og tölur
sýna einnig að á Blönduósi,
Hjalteyri og Skarðsstöð var
engum botnfiski landað á
liðnu ári.
Allt önnur mynd í
uppsjávarfiskinum
Fiskistofa hefur einnig birt
yfirlit um landað magn af
uppsjávarfiski eftir höfnum
og landsvæðum frá 2007 til
2011. Þar birtist nokkuð önn-
ur mynd og þróun en í botn-
Höfuðborgarsvæðið með
þriðjunginn af bolfiskinum
– nærfellt öðru hverju tonni af uppsjávarfiski landað á Austfjörðum
Makrílvinnsla á Vopnafirði. Austfjarðahafnir bera höfuð og
herðar yfir önnur svæði landins hvað löndun á uppsjávarfiski
varðar.
Á árinu 2007 var tæpum 114 þúsund tonnum af bolfiski
landað í höfnum höfuðborgarsvæðisins. Magnið var komið
upp í rösklega 147 þúsund tonn á árinu 2011.