Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.2012, Blaðsíða 9
9 F R É T T I R því. „Samtökin eru að mörgu leyti holdgervingar ríkjandi viðhorfa. Þau verja fyrir- komulagið með kjafti og klóm og vísa annars vegar til sögulegrar og menningarlegr- ar hefðar og hins vegar til þess að aðstæður í Japan séu ólíkar því sem annars staðar gerist. Því sé allur saman- burður við önnur lönd óraun- hæfur. Þannig eigi japanskur sjávarútvegur einfaldlega að vera – og ekkert öðru vísi,“ segir Katano. Fiskveiðar í Japan fara að- allega fram í tveimur kerfum. Annars vegar með strandveið- um og hins vegar með stærri skipum á fjarlægari miðum. Stór hluti fiskafla Japana er veiddur af allt of stórum og úreltum strandveiðiflota. Kat- ano segir strandveiðiflotann stunda veiðar með „olymp- ísku“ fyrirkomulagi, þar sem allt kapp sé lagt á að ná sem mestum afla á sem skemmst- um tíma. Allt of margar en of litlar og úr sér gengnar fisk- vinnslur ráði alls ekki við að vinna úr þeim afla sem berst að landi. „Suma daga berst tvöfalt meiri afli á land en fiskvinnslurnar ráða við. Þá þarf að vinna stóran hluta aflans i dýrafóður með til- heyrandi verðmætarýrnun.“ Japanskur sjávarútvegur glímir nú við afleiðingar ára- langrar ofveiði með tilheyr- andi áhrifum á kjör allra sem í atvinnugreininni starfa. Kat- ano segir atvinnugreinina hafa setið eftir á öllum svið- um. Flotinn sé gamall, tækni- þróun hafi orðið lítil, með- ferð hráefnis sé ábótavant og verðmæti afurðanna þar af leiðandi langtum minna en ella gæti verið. Japanir selja þó nokkurn hluta aflans til í útlanda, einkum til Afríku- ríkja þar sem enn eru víða gerðar minni kröfur um gæði vörunnar og merkingar á um- búðum. „Iðulega eru umbúð- irnar ómerktar með öllu og innihaldið samansafn af af- urðum í góðu lagi, afurðum sem teldust slakar og svo af- urðum sem þættu aðeins hæfa til dýraeldis.“ Engin krafa um skilvirkni og arðsemi Japanskur sjávarútvegur er fastur í viðjum fortíðar að sögn Katano. Við uppbygg- ingu atvinnuvega landsins í kjölfar seinni heimsstyrjaldar- innar var allt kapp lagt á að útvega sem flestum vinnu. Í sjávarútvegi og landbúnaði var lögð áhersla á litlar ein- ingar, þar sem arðsemissjón- armið viku fyrir kröfum um fjölgun starfa. Þannig er það enn í dag þótt aðstæður séu allar gerbreyttar. Samt virðist enginn vilji vera til breytinga hjá stjórnvöldum. Katamo segir að því miður sé litið á þessar atvinnugreinar sem hluta af menningarsögu landsins fremur en að til þeirra séu gerðar eðlilegar kröfur um skilvirkni og arð- semi. Eins og aflatölur gefa ljós- lega til kynna hefur framboð á fiski heima fyrir dregist verulega saman og þörfin fyr- ir innflutning aukist að sama skapi að sögn Katano. Á sama tíma hefur vaxandi eft- irspurn eftir fiskmeti um allan heim leitt til þess að verð á innfluttum afurðum hefur hækkað umtalsvert. Japanskir fiskkaupendur hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun. Til þess að mæta aukinni eftir- spurn hefur fiskeldi vaxið hröðum skrefum víða um heim, m.a. í ýmsum Asíu- löndum. Hér blasir hins vegar enn ein þversögnin við í Jap- an. Þar hefur dregið úr fisk- eldi á síðustu árum. Sjómenn lágtekjustétt í Japan „Við erum með mjög veik- burða regluverk í sjávarútvegi í Japan. Það er ljóst að við er- um að ofveiða of marga fiski- stofna og oft er ekkert sam- hengi á milli stærðar veiði- stofns og heildarveiði. Við gætum vissulega lært margt af ykkur Íslendingum í fisk- veiðistjórn og ábyrgri nálgun ykkar við fiskveiðar. Ég get þó ekki annað en lýst undrun minni á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á fisk- veiðistjórninni hér á síðustu árum, sérstaklega hvað varð- ar strandveiðar. Fyrirkomulag þeirra með tilheyrandi fjölgun fiskibáta minnir óþægilega á það sem við þekkjum að heiman og hefur orðið til þess að sjávarútvegur er óskilvirkur og óarðbær og sjómenn í Japan eru lágtekju- stétt.“ Ayomo Katano, framkvæmdastjóri uppsjávardeildar Maruha Nichiro Sea- food í Japan. „Við erum að ofveiða of marga fiskistofna og oft er ekkert sam- hengi á milli stærðar veiðistofns og heildarveiði. Við gætum vissulega lært margt af ykkur Íslendingum í fiskveiði- stjórn og ábyrgri nálgun ykkar við fisk- veiðar.“ Fiskihöfn í Japan. Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is Háþrýstar Dælustöðvar Hönnum og smíðum háþrýst vökvakerfi, dælustöðvar og stjórnbúnað. Áratuga reynsla og þekking.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.