Fréttablaðið - 27.06.2015, Síða 40

Fréttablaðið - 27.06.2015, Síða 40
FÓLK|HELGIN Þetta verður róleg og notaleg stund. Það eru allir að sækjast eftir því að slaka á og það vantar vettvang til þess í vestrænu samfélagi. Það eru hreinustu töfrar að vera ofan í heitu vatninu. Hönnunin á flothettunni er líka svo frábær, líkaminn nær að gefa algerlega eftir,“ segir Guðrún Kristjáns- dóttir, sem í samvinnu við Jóhönnu systur sína og Unni Valdísi Kristjáns- dóttur vöruhönnuð stendur fyrir sam- floti í Gömlu lauginni á Flúðum í kvöld. Þátttakendur klæðast flothettu og fótaflotum, hönnun eftir Unni Valdísi, og segir Guðrún þyngdarleysið endur- nærandi. „Það er svo mikið álag á hryggnum alla daga en í þessari stellingu, á floti, hvílum við hrygginn og blóðflæðið get- ur farið annað. Það hefur því heilnæm áhrif á önnur líffæri að vera í þyngdar- leysi. Ungir krakkar hafa prófað flotið hjá okkur í Seltjarnarneslaug, til þess að „prófa að vera eins og geimfari“. Þetta kemst kannski næst því. Það er einnig þekkt að slökun í vatni skapar gott flæði milli hægra og vinstra heila- hvels, þetta á að vera frábært fyrir sköpunargáfuna. Vísindalegar rann- sóknir styðja það.“ Áður hefur Systrasamlagið staðið fyrir samfloti í Seltjarnarneslaug en þetta er í fyrsta sinn sem viðburður- inn fer fram uppi í sveit. Guðrún segir Gömlu laugina á Flúðum henta ein- staklega vel til samflots en á döfinni er að standa fyrir sveitasamfloti víðar um landið. „Það eru margar fallegar laugar um allt land. Gamla laugin á Flúðum er al- gjör gimsteinn úti í náttúrunni og því ákváðum við að byrja þar. Þar er líka lítill hver sem gýs reglulega og það er hreinlega eins og að hlusta á hjartslátt jarðar. Þarna næst sterk tenging við náttúruna og fólk endurnærist alger- lega. Fyrir þá sem kunna hugleiðslu- tækni er þetta besta umgjörð sem hægt er að hugsa sér,“ segir Guðrún. „Við verðum með smá jógaupphitun á undan og svo veitingar á eftir,“ bætir hún við en þær systur eru báðar „á kafi í jóga“, að sögn Guðrúnar. „Við erum á lífrænu línunni en Systrasamlagið er heilsuhof. Við breyttum gamalli hamborgarasjoppu í heilsubúð. Í jóganu og samflotinu tökum við andann með í efnið. Það er gaman að gefa eitthvað til samfélagsins með þessu.“ SLÖKUN „Þarna næst sterk tenging við náttúruna og fólk endurnærist algerlega.“ ÞYNGDARLEYSI Guðrún segir jafnvel hægt að lýsa upplifuninni af því að fljóta eins og þyngdarleysi sem geimfarar upplifa. Flot- hettan og fótaflotin sem þátttakendur nota í samflotinu í kvöld hannaði Unnur Valdís Kristjánsdóttir. MYND/GUNNAR SVANBERG SYSTRASAMLAGIÐ Systurnar Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur standa fyrir samfloti ásamt Unni Valdísi Kristjánsdóttur vöruhönnuði á Flúðum í kvöld. MYND/STEFÁN EINS OG GEIMFARI SVEITASAMFLOT Á FLÚÐUM Systrasamlagið stendur að samfloti í Gömlu lauginni á Flúðum í kvöld í samvinnu við Float. Þær segja þyngdarleysið í vatninu ýta undir algera slökun og fólk komi endurnært upp úr. Alkóhól Vín, bjór eða eftir lætis kokteillinn þinn geta valdið brjóst sviða, sérstaklega þegar neytt er með stórri máltíð. Alkóhól slakar á hringvöðva vél indans og því ná maga sýrurnar að flæða upp í vélindað. Kaffi Kaffi, gos, te, íste, annar vökvi eða matur sem inniheldur koffein ætti að varast því það getur valdið brjóstsviða. Hér skiptir máli að passa skammtastærðirnar og huga að koffeinmagninu sem innbyrt er. Hnetur, ostur, lárpera og djúsí steik Eiga það sameiginlegt að vera feitur matur. Fita hægir á tæmingu magans sem getur aukið þrýsting á hringvöðva vélindans og valdið brjóstsviða. Súkkulaði Auðvitað, það getur verið hlaðið koffeini og fitu, en súkkulaði getur líka valdið brjóstsviða. Súkkulaði slakar nefnilega á hringvöðva vélindans þannig að það eykur líkur á brjóstsviða. Spurning um að pakka bara saman öllu súkkulaðinu sem þú átt og gefa það. Frutin® getur í alvörunni hjálpað þér að neyta þess arar dásamlegu fæðu án þess að eiga á hættu að fá óþægindi eftir máltíðina. Sítrusávextir Appelsínur, greipaldin og ávaxta- safar eru mjög súrir, sérstaklega þegar neytt er á tóman maga. Fæða sem getur valdið brjóstsviða sýru stig í maganum án þess að nota lyfseðils skyld lyf. Takið 1-2 töflur eftir þörfum. Barnshafandi konur geta notað Frutin. Börn undir 12 ára mega ekki nota Frutin. Inniheldur eingöngu náttúruleg efni ss. Dolomita kalk og piparmyntu. Frutin fæst í næsta apóteki, heilsuverslunum og einnig í heilsuhillum stórmarkaðanna. Frutin eru náttúrulegar tyggitöflur sem eru framleiddar af einkavarinni að ferð við að nýta trefjar sem gera það að verkum að þegar þær eru tyggðar myndast róandi, froðu- kennt lag í efri hluta magans. si leið er því bæði náttúruleg og snjöll til að berjast við hækkandi Leiðarvísir Frutin® 365.is Sími 1817 Færðu fjarskiptin yfir til 365 og fáðu vandað sjónvarpsefni á fáránlega góðu verði REIKNAÐU DÆMIÐ á 365.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -A 4 4 C 1 6 2 B -A 3 1 0 1 6 2 B -A 1 D 4 1 6 2 B -A 0 9 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.