Morgunblaðið - 08.12.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.12.2014, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 8. D E S E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  287. tölublað  102. árgangur  HÉLT UPP Á NÝJAN SAMNING MEÐ STÓRLEIK GALDRAR, DRAUMAR OG RÁÐNINGAR SAMTÖL HÖFUNDAR VIÐ GLÆPAMENN DAGLEGT LÍF 10 PETER JAMES 34ALEXANDER ÍÞRÓTTIR Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Gjöf sem lifnar við Jóladagatalið er á jolamjolk.is dagar til jóla 16 Einungis ein stæða, þ.e. stórt raf- línumastur, er talin vera í hættu komi stórt flóð niður farveg Þjórsár í kjölfar hugsanlegra eldsumbrota í Vatnajökli. Áður var talið að slíkt flóð gæti ógnað allt að tuttugu stæðum og um leið flutningi raforku frá virkjunum á svæðinu. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, sagði að flóðatölur vegna flóðs allt að 6.000 rúmmetrum á sekúndu í far- vegi Þjórsár hefðu nýlega verið endurmetnar af mun meiri ná- kvæmni en áður hafði verið gert. Þá kom í ljós að hraði vatns í slíku flóði og dýpt þess yrði minni en áður hafði verið talið. „Miðað við þær hönnunarforsend- ur sem við hjá Landsneti og Lands- virkjun miðum við þá er bara ein stæða í hættu. Við munum ráðast í aðgerðir fljótlega til að tryggja þá stæðu,“ sagði Guðmundur. Stæðan er í Sigöldulínu 3. Sett verður grjót- hleðsla til þess að verja stæðuna. Í fyrra voru æfð viðbrögð við hugsanlegu flóði vegna eldgoss í Vatnajökli. Niðurstaðan var sú að Landsnet, framleiðendur raforku og stórnotendur þyrftu í sameiningu að fara yfir fyrirkomulag skerðing- ar í stórfelldum raforkuskorti. Ýms- ar tillögur til úrbóta eru þegar komnar til úrvinnslu. gudni@mbl.is »4 Verja þarf eina stæðu vegna hugsanlegs flóðs  Áhrif flóðs í Þjórsá vegna eldgoss hafa verið endurmetin Ljósin á jólatrénu við Austurvöll voru kveikt með við- höfn í gær. Fjöldi fólks kom saman til að berja hið nýja tré augum og ríkti mikill jólaandi á svæðinu. Það var hin níu ára gamla Lilja Rán Gunnarsdóttir, sem á ættir að rekja til bæði Noregs og Íslands, sem kveikti ljósin á trénu eftir að ræður og ávörp höfðu verið flutt. Morgunblaðið/Kristinn Jólaljósin kveikt í kuldanum Ljósin á jólatrénu við Austurvöll tendruð Guðni Einarsson Björn Jóhann Björnsson Viðræður hóps íslenskra lífeyrissjóða um fjármögnun tæplega þriðjungs af kísilveri PCC á Bakka við Húsavík eru mjög langt komnar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ein- hverjir þættir eru enn ófrágengnir. Unnið er að því að ljúka heildar- fjármögnun verkefnisins. Stærsti hlutinn verður fjármagnaður af þýska bankanum KFW með baktryggingu frá þýska ríkinu. Það sem á vantar verður fjármagnað af PCC og íslensk- um lífeyrissjóðum. Bygging kísilvers- ins er talin muni kosta 25-30 milljarða og munu íslensku lífeyrissjóðirnir því mögulega útvega allt að tíu milljarða króna. Meðal lífeyrissjóða sem hafa tekið þátt í viðræðunum um fjármögnun eru Almenni lífeyrissjóðurinn, Festa, Gildi, Stafir, Stapi og lífeyrissjóðir í vörslu Arionbanka, samkvæmt heim- ildum blaðsins. Alls munu 7-10 ís- lenskir lífeyrissjóðir hafa tekið þátt í viðræðunum. Tveir stærstu lífeyris- sjóðir landsins, þ.e. Lífeyrissjóður verslunarmanna og Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna, eru ekki þar á með- al. Summa Rekstrarfélag hf. hefur verið ráðgjafi fulltrúa lífeyrissjóð- anna í þessum viðræðum. »16 Fjár- magna kísilver  Lífeyrissjóðir taka þátt á Bakka Húsavík Kísilver PCC á Bakka.  Eldgosið í Holuhrauni hefur í dag staðið látlaust yfir í 100 daga, en það hófst af krafti aðfaranótt sunnudagsins 31. ágúst sl. Flæði hraunsins úr gosinu er nú um 100 rúmmetrar á sekúndu, sem er um helmingi minna en var í upphafi. Hraunið er nú orðið um 76 ferkíló- metrar að flatarmáli og er fremur að þykkna en breiðast út. Þetta kom m.a. fram í máli Sig- rúnar Tómasdóttur jarðfræðinema sem var leiðsögumaður í útsýn- isflugi Flugfélags Íslands yfir eld- stöðvarnar um helgina. Fjölmenni var í ferðinni, aðallega erlendir ferðamenn, en blaðamaður Morg- unblaðsins var einnig með í för. »6 100 dagar frá upphafi eldgossins Hraun Eldgosið í ham um helgina. Morgunblaðið/Sigurður Bogi  Björn Ingi Jónsson, bæj- arstjóri sveitar- félagsins Horna- fjarðar, taldi að Hornafjörður myndi tilheyra umdæmi lög- reglustjórans á Suðurlandi. „Það töldu all- ir að málið væri afgreitt,“ segir Björn sem komst að öðru þegar hann las um það á vef innanríkisráðuneytisins. Hann furðar sig á því að það sé fyrst núna farið í úttekt á rekstrarforsendum lögreglunnar á Austurlandi og seg- ir vinnubrögð ráðherra skrítin. »9 „Það töldu allir að málið væri afgreitt“ Björn Ingi Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.