Morgunblaðið - 08.12.2014, Síða 30
Reykjavík Laíla Liv Waage fæddist 12. júní 2014 kl. 9.29. Hún
vó 4.688 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Ester Hlíf
Sigurðardóttir og Sigurður Smári Gunnarsson Waage.
Nýir borgarar
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014
Ingibjörg Daníelsdóttir er umsjónarkennari 10. bekkjar í Grunn-skóla Borgarfjarðar í Varmalandi. Um 100 nemendur eru ískólanum og 10 krakkar í 10. bekk. „Þetta er skemmtilegt
starf, við erum með fína nemendur og foreldrarnir eru einnig fínir,
það skiptir líka máli. Ég kenni íslensku og náttúrufræði og reyni að
finna upp á einhverju sem sameinar nemendur. Krakkarnir gistu í
skólanum aðfaranótt síðastliðins föstudags og fengu að taka dálítið
ábyrgð á því sjálfir. Ég reyni að fá þau til að bindast svolítið saman
áður en þau fara út í lífið.
Ingibjörg hefur unnið mikið að félagsmálum, hún sat í sveitar-
stjórn Borgarbyggðar á síðasta kjörtímabili og sat í hreppsnefnd
Hvítársíðuhrepps meðan hann var og hét. Hún situr t.a.m. í stjórn
minningarsjóðs Guðmundar Böðvarssonar skálds og Ingibjargar
Sigurðardóttur konu hans. „Mér finnst einnig gaman að vera heima
og sinna jörðinni, fara á hestbak, prjóna og lesa.“
Sambýlismaður Ingibjargar er Þorsteinn Guðmundsson vélaverk-
taki frá Húsafelli. Þau búa á Fróðastöðum í Hvítársíðu og eru með
kindur þar, en föðurætt Ingibjargar hefur búið á Fróðastöðum frá
því um 1630. Móðurætt hennar er hins vegar af Austurlandi.
Ingibjörg býst við að fara út að borða í Reykjavík í kvöld með fjöl-
skyldunni í tilefni dagsins, en dætur þeirra Þorsteins, Ásta og
Unnur, dvelja þar.
Ingibjörg Daníelsdóttir er sextug í dag
Heima á hlaðinu Ingibjörg komin úr reiðtúr á Blesa og Andvara.
Býr nemendur undir
að fara út í lífið
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
R
ún fæddist á Akureyri
8.12. 1964 og ólst upp á
Brekkunni þar og í
Falun í Svíþjóð í þrjú
ár. Hún var í Barna-
skóla Akureyrar, Lundarskóla,
Gagnfræðaskóla Akureyrar, og lauk
stúdentsprófi frá MA 1984.
„Ég byrjaði ung í Tónlistarskól-
anum og á foreldrum mínum mikið
að þakka að hafa sent mig í tónlist-
arnám. Starfið þar var öflugt og
blómlegt á þessum árum og gott
veganesti út í lífið þótt ég legði svo
ekki tónlistina fyrir mig.
Ég spilaði mest barokktónlist en
aðalhljóðfærið mitt var blokkflauta
og einnig komst ég nokkuð langt í
orgelleik. Nú orðið fæ ég svalað þörf
minni fyrir tónlistariðkun með kór-
söng í Kór Akraneskirkju og Kamm-
erkór Akraness.“
Haustið 1984 lá leiðin til Reykja-
víkur þar sem Rún hóf nám í lækn-
isfræði við HÍ: „Ég bjó á Nýjagarði í
tvo vetur og kynntist þar manninum
mínum haustið 1986.
Það var skemmtilegt að búa á
Garði, náið sambýli margra stúdenta
og oft mikið fjör. Þar var ég líka plöt-
uð út í stúdentapólitíkina, varð ritari
í stjórn Félags umbótasinnaða stúd-
enta og fulltrúi í Stúdentaráði HÍ
1987-88.
Ég útskrifaðist cand.med. vorið
1991. Árin eftir háskólann fóru svo í
barneignir og að afla sér lækn-
isreynslu fyrir sérnám, lengst af við
Landakotsspítala.“
Á námstímanum var Rún aðstoð-
arlæknir á slysadeild Borgarspítala
1990 og á barnadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri sama sum-
ar, kandídat á Landakotsspítala
1991-92, aðstoðarlæknir og deild-
Rún Halldórsdóttir, læknir á Akranesi – 50 ára
Hjá frændum vorum Fjölskyldan í heimsókn í Ósló, en þau voru búsett í Noregi í fimm ár, þar af þrjú ár í Ósló.
Músíkalskur og póli-
tískur svæfingalæknir
Gömul jólamynd Rún með foreldrum og bræðrum fyrir tæpum 40 árum.
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP)
eru margverðlaunuð fyrir hönnun,
myndgæði, notagildi, umhverfisvernd
og áreiðanleika.
• Bjóðum þjónustusamninga,
rekstrarleigusamninga og alhliða
prentumsjón.
• Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur
sem eiga það sameiginlegt að gera
kröfur um gæði og góða þjónustu.
• Kjaran er viðurkenndur söluaðili á
prentlausnum af Ríkiskaupum.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
• BLI A3 MFP Line of the Year 2013
• BLI A3 MFP Line of the Year 2012
• BLI A3 MFP Line of the Year 2011
bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki
Í dag er sjötugur að aldri, Trausti Víglundsson,
fagstjóri Icelandair hótela. Fáir framreiðslu-
menn hafa lengri starfsaldur í sinni grein en
Trausti en hann útskrifaðist frá Hótel- og veit-
ingaskóla Íslands árið 1965 og varð meistari
1970. Lengst af starfaði Trausti á Hótel Sögu en
hann vann þar í 35 ár. Samhliða starfi hefur
Trausti verið prófdómari í sveinsprófsnefnd
framreiðslunema síðan 1979. Hann og eigin-
kona hans eru að heiman.
Árnað heilla
70 ára