Morgunblaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir Hlaðin skjóðum „Aldís Pálsdóttir ljósmyndari fór með mig út í Kalmannsvík í hræðilegu veðri og ég lít út eins og vélsagarmorðingi á þessari mynd. Ég þurfti að halda fast í töskurnar, annars hefði vindurinn feykt þeim út í sjó.“ Gurrí og hlær. „Þegar ég var stelpa þá sótti ég oft allskonar miðlabækur fyrir móðurömmu mína á bókasafnið og þegar ég komst á unglingsárin fannst mér svakalega gaman að fara til spákvenna og gerði það oft. Á ní- unda áratugnum var ég dugleg að sækja allskonar námskeið, stjörnu- spekinámskeið, lærði um steina og ýmislegt fleira. Ég fór meðal annars á mjög skemmtilegt námskeið um Tarot-spil hjá Hilmari Erni sem nú er allsherjargoði og þar lærði ég al- mennilega á spilin. En ég hef enga dulræna hæfileika,“ segir Gurrí og bætir við að Hilmar Örn hafi þá keypt fyrir hana Aleister-Crowley- Tarot-spil í London. „Ég nota þau spil enn, þau eru orðin máð og þvæld eins og sjá má í bókinni, en það er bara betra.“ Að stúta eggi og lesa í ský Gurrí segist hafa lagt þessi for- láta Torot-spil fyrir vini sína í gegnum tíðina. „Mér fannst gaman þegar þeir létu mig vita ef eitthvað rættist. Ég vann líka á sínum tíma á út- varpsstöð sem hét Aðalstöðin og spáði þar stundum fyrir fólki í beinni útsendingu, dró þar Tarot- spil og spáði meðal annars fyrir konu að peningar væru á leiðinni til hennar. Skömmu síðar lét sú sama kona mig vita af því að hún hefði unnið eina og hálfa milljón í Happ- drætti Háskólans. Hún var svo ánægð að hún bauð mér og sam- starfsmanni mínum út að borða í Perlunni. En ég er löngu hætt að nenna að spá fyrir fólki,“ segir Gurrí sem hefur um árabil séð um stjörnuspá og fleira skemmtilegt í Vikunni. „Í nýju bókina valdi ég úr- valið af því sem ég hef skrifað í gegnum tíðina og bætti sumt og breytti öðru. Ég hafði gaman af því að safna saman efni í bókina, það kom mér á óvart hversu margar spádómsaðferðir eru til. Það er hægt að stúta eggi og sjá hvað kem- ur út úr því, liggja í grasinu og spá í skýin, taka bók úr bókahillu og velja blindandi eitthvað til að leita svara. En þetta er allt á skemmtilegu nót- unum, þetta getur ekki leitt neinn út í bull og rugl.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014 www.volkswagen.is Volkswagen atvinnubílar Einstakt tækifæri Nú í desember gefst einstakt tækifæri til að kaupa sýningar- og reynsluakstursbíla hjá VW atvinnubílum á góðum kjörum. Kynntu þér málið hjá sölufulltrúum okkar á Laugavegi 174. Atvinnubílar Til afgreiðslu strax HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn ÍsafirðiTakmarkað magn Hvert og eitt okkar væri eflaust til í að eiga feitari bankareikn- ing, en þá getur verið gott að framkvæma einhverskonar at- höfn í því skyni að laða að okkur fé. Hér er góð og fljótleg aðferð: Næst þegar þú hyggur á búðarferð skaltu skrifa orðið ALLSNÆGTIR á lítinn bréfmiða og líma hann við 100 króna mynt. Ekki eyða hundr- aðkallinum, geymdu hann í veskinu þínu til að hvetja alheimskraft- inn til að senda þér allsnægtir. (Einn af fimm mín- útna göldrunum sem finna má í Galdraskjóð- unni.) Að laða til sín allsnægtir FIMM MÍNÚTNA GALDUR Það er hægt að sýna maka sínum umhyggju á ótal vegu. Að kaupa gjöf handa maka sínum er einn valkostur en að sýna umhyggju þarf ekki að kosta peninga. Sú umhyggja er límið sem heldur pari saman. Oft er talað um að par eigi að vera til staðar fyrir hvort annað þegar eitthvað bjátar á en það er ekki síður mikilvægt þegar vel gengur. Það að taka sigrum maka síns sem sínum eigin og gleðj- ast með maka sínum, hefur mikil áhrif á hamingju í sambandi. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta máli. Hvernig er hægt að sýna um- hyggju í daglegum samskiptum? Á hverjum degi langar maka okkar að fá viðbrögð við því sem hann segir eða biður um og vonar að hann fái at- hygli, faðmlag, koss, hlátur, vænt- umþykju eða viðurkenningu. Við biðjum auk þess um það sama frá maka okkar. Ef maki þinn hefur áhuga á fjallgöngu, ræðir það við þig og biður þig um að koma með sér er hann ekki bara að ræða um áhuga- mál sitt heldur óskar hann eftir at- hygli og áhuga þínum og jafnvel þinni þátttöku. Þó að þú hafir ekki mikinn áhuga á að tala um fjall- göngu og þess þá heldur að fara í eina slíka, þá er mikilvægt að þú átt- ir þig á að þetta skiptir maka þinn máli og að þú sýnir áhuga af virðingu við hann. Það að skilja hvort annað, bera virðingu fyrir hvort öðru og áhugamálum hvort annars, eykur líkur á traustara og heilbrigðara sambandi. Ef þú hunsar ítrekað þarfir maka þíns grefur þú undan trausti ykkar á milli. Ástæðan fyrir því að þú bregst ekki við þörfum hans þarf ekki að vera illgirni heldur ef til vill og mun líklega hugsunarleysi. Þessar tilraunir til að mynda tengsl við maka þinn hafa mikil áhrif á sambandið. Rannsóknir hafa sýnt að pör sem huga að og bregðast við þörfum maka síns eru líklegri til að haldast saman en pör sem gera það ekki. Í amstri daglegs lífs geta merki frá maka okkar um að hann þarfnist athygli auðveldlega farið framhjá okkur eða hreinlega gleymst. Um- hyggja felst í því að vera meðvitaður um og bera virðingu fyrir maka okk- ar, skoða hvað er hægt að vera þakk- látur fyrir í sambandinu og hvernig hægt er að sýna það. Ef við sofnum á verðinum föllum við oftar í þá gryfju að taka ekki tillit til þarfa makans, einblínum á og leitum eftir mistök- um hans og gagnrýnum í takti við það. Það er auðvelt að huga að þessu því við höfum val. Vertu meðvitaður um mikilvægi þess að sýna um- hyggju í daglegum samskiptum. Ef þú ert að horfa á uppáhaldsþáttinn þinn og maki þinn leitar til þín, veldu þá frekar að vera til staðar fyrir hann. Þú getur vonandi horft á þátt- inn síðar. Getty Images/iStockphoto Umhyggja er lím í sambandi Að bera virðingu fyrir hvort öðru og áhuga- málum hvors annars, eykur líkur á traustara og heilbrigðara sambandi. Að sýna hvort öðru umhyggju Heilsupistill Hrefna Hrund sálfræðingur Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjaf- arþjónusta, Skeifunni 11a, Rvk.www.heilsustodin.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.