Morgunblaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014
Gefðu góðar
minningar í jólagjöf!
Kauptu 5.000 kr. gjafabréf
og þú færð andvirði
7.000 kr.
Kauptu 10.000 kr. gjafabréf
og þú færð andvirði
15.000 kr.
Kauptu 20.000 kr. gjafabréf
og þú færð andvirði
30.000 kr.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Einungis ein stæða, þ.e. stórt raf-
línumastur, er talin vera í hættu
komi stórt flóð niður farveg Þjórsár í
kjölfar hugsanlegra eldsumbrota í
Vatnajökli. Áður var talið að slíkt
flóð gæti ógnað allt að 20 stæðum og
um leið flutningi raforku frá virkj-
unum á svæðinu.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, að-
stoðarforstjóri Landsnets, sagði að
flóðatölur vegna flóðs allt að 6.000
rúmmetum á sekúndu í farvegi
Þjórsár hefðu nýlega verið end-
urmetnar af mun meiri nákvæmni en
áður hafði verið gert. Þá kom í ljós að
hraði vatns í slíku flóði og dýpt þess
yrði minni en áður hafði verið talið.
„Miðað við þær hönnunarfor-
sendur sem við hjá Landsneti og
Landsvirkjun miðum við þá er bara
ein stæða í hættu. Við munum ráðast
í aðgerðir fljótlega til að tryggja þá
stæðu,“ sagði Guðmundur. Stæðan
er í Sigöldulínu 3. Hún stendur á
bakka rétt við gamla farveginn þar
sem áin rennur framhjá Sult-
artangavirkjun. Sett verður grjót-
hleðsla til þess að tryggja bakkann
svo ekki skolist undan stæðunni
komi flóð. Stæðan er rétt fyrir ofan
Hafið ofan við Búrfell. Sem kunnugt
er voru nýlega reistar tvær vind-
orkustöðvar á Hafinu.
„Hinar stæðurnar á svæðinu virð-
ast eiga að standast áhlaupið,“ sagði
Guðmundur. Hann sagði að eftir
væri að skoða betur áhrif mögulegs
flóðs af þessari stærð á flutnings-
mannvirki raforku neðar í sveitinni.
„Áhöfnin fór í það að sinna konum
og börnum í þessum hópi. Við erum
með hjá okkur barnamat og orku-
drykki sem við gáfum flóttamönn-
unum, aðallega fyrir börnin,“ sagði
Einar Valsson, skipherra á varð-
skipinu Tý, sem tók þátt í björgun
300 flóttamanna á Miðjarðarhafi í
fyrradag. Talið er að björgunin sé
sú umfangsmesta sem íslenskt skip
hefur nokkurn tímann tekið þátt í.
„Þetta hófst þegar ítölsk herþota
flaug fram á skipið og náði sam-
bandi við það og komst að því að
það voru 300 manns um borð. Þá
voru kölluð til þrjú flutningaskip og
eitt af þeim gat lagst utan á skipið
og tekið flóttafólkið yfir til sín,“
sagði Einar. „Við mættum á staðinn
og sendum fjóra menn yfir til að að-
stoða og meta ástandið. Fólkið var
búið að vera matar- og vatnslaust í
tvo daga en ástandið var ágætt um
borð. Þegar fólkið áttaði sig á því
að við vorum komnir til að veita því
hjálp færðist ró yfir það og við gát-
um sinnt þeim sem voru veikir.“
Skipið sem tók flóttamennina er
hollenskt. Flóttamennirnir, sem eru
frá Sýrlandi, voru fluttir til Catania
á Ítalíu. „Það stóð til að ferja fólkið
yfir til okkar og á ítalskt varðskip
en það voru ekki aðstæður til þess
bæði vegna veðurs og samsetningar
hópsins. Það var því ekki talið rétt
að taka áhættuna,“ sagði Einar.
Hann hefur unnið að verkefnum
fyrir landamæraeftirlit á vegum
Evrópusambandsins í fimm ár. Á
hverju ári sjá íslensk varðskip um
að bjarga flóttamönnum, en aldrei
hafa þau lent í björgun af þessari
stærðargráðu. bmo@mbl.is
Varðskipið Týr
tók þátt í stórri
björgunaraðgerð
300 sýrlenskum flóttamönnum
var bjargað á Miðjarðarhafi
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Bjargað úr sjávarháska Fólkið
komið um borð í hollenska skipið.
Stangaveiðifélag
Reykjavíkur
(SVFR) gekk í
gær frá samningi
við Veiðifélag
Haukadalsár um
leigu á veiðirétti
í Haukadalsá í
Dölum. Áður
voru innlendir og
erlendir aðilar með ána á leigu.
Veiðisvæði Haukadalsár er um 8
km en merktir veiðistaðir eru 40
talsins. Í sumar veiddust alls 183
laxar en meðalveiði síðustu 25 ára
er 735 laxar, að því er fram kemur í
tilkynningu frá SVFR. Úthlutun
veiðileyfa fer senn að hefjast.
Stangaveiðifélag
Reykjavíkur tekur
Haukadalsá á leigu
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Fundað var í kjaradeilu lækna í gær
og lauk fundinum án niðurstöðu. Í
kjölfarið hófst verkfall, á miðnætti í
nótt, á heilsugæslustöðvum höfuð-
borgarsvæðisins, heilbrigðisstofnun-
um á landsbyggðinni og þremur
sviðum Landspítalans; aðgerðar-
sviði, rannsóknarsviði og kvenna- og
barnasviði. Þessar verkfallsaðgerðir
standa yfir í dag og á morgun. Rík-
issáttasemjari hefur boðað til nýs
fundar í dag, sem gefur til kynna að
eitthvað miðar þó í deilunni.
„Við erum að tala saman og að
skoða vinnutilhögun og annað en það
ber enn mikið á milli og við sjáum
ekki annað en að þetta verkfall verði
út vikuna,“ segir Sigurveig Péturs-
dóttir, formaður samninganefndar
LÍ. Hún segir að það beri mest á
milli í launakröfum en miði aðeins
áfram varðandi vinnufyrirkomulag
og annað slíkt.
„Þar miðar áfram, hægt og bít-
andi. Við erum með gamlan kjara-
samning sem er verið að reyna að
laga en okkur miðar ekki mikið í
launakröfunum. Það þokast mjög
hægt,“ segir Sigurveig.
Núna er að klárast atkvæða-
greiðsla um áframhaldandi verkfall
eftir áramót. „Við búum okkur undir
að það verði ekki samið fyrir áramót
en vonumst auðvitað til þess,“ segir
Sigurveig en læknar hafa nú verið
samningslausir í tíu mánuði. Frekari
verkfallsaðgerðir hafa verið boðaðar
á miðvikudag, m.a. á skurðlækninga-
sviðum Landspítalans.
Verkfall hófst á miðnætti
Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í dag Læknar hafa verið samnings-
lausir í tíu mánuði Búa sig undir verkfall á nýju ári en vonast eftir lausn mála
Læknaverkfall
» Fundarboð ríkissáttasemj-
ara til marks um að málum
miði eitthvað.
» Formaður samninganefndar
LÍ segir að enn beri mest á
milli í launakröfum.
» Verkfall á heilsugæslu-
stöðvum höfuðborgarsvæð-
isins í dag og á morgun.
Neyðarstjórn Landsnets stóð fyrir skrifborðsæfingu
með þátttöku Neyðarsamstarfs raforkukerfisins
(NSR) 6. nóvember 2013 vegna áhrifa eldgoss í Vatna-
jökli á raforkukerfið. Fulltrúar fjölda stofnana og fyr-
irtækja tók þátt í æfingunni. Æfð voru viðbrögð við
hugsanlegu eldgosi í norðvestanverðum Vatnajökli, á
vatnasviði Köldukvíslar. Það olli miklum flóðum á
Þjórsársvæðinu og tjóni á mannvirkjum. Auk þess
urðu truflanir á raforkuflutningi og framleiðslu raf-
magns vegna öskufalls. Það leiddi til skerðinga á af-
hendingu rafmagns bæði til stóriðju og almennings.
Meginniðurstaða æfingarinnar var sú að Landsnet, framleiðendur raf-
orku og stórnotendur þyrftu í sameiningu að fara yfir fyrirkomulag
skerðinga í stórfelldum raforkuskorti. Ýmsar tillögur til úrbóta eru þegar
komnar til úrvinnslu.
Æfðu það sem nú er óttast
NEYÐARSTJÓRN LANDSNETS OG NSR HÉLDU ÆFINGU Í FYRRA
Guðmundur Ingi
Ásmundsson
Aska getur einnig valdið trufl-
unum á flutningi rafmagns. Mesta
hættan vegna ösku er líklega í
spennistöðvum en hún getur líka
sest á raflínur. Hvað er hægt að gera
til að verjast truflunum af völdum
öskufalls?
„Askan er mjög mismunandi.
Stundum veldur hún engu tjóni. Til
dæmis olli askan úr Eyjafjallajök-
ulsgosinu engum vandræðum,“ sagði
Guðmundur. „Ef verður mikið ösku-
fall er raunverulega það eina sem
hægt er að gera að blása öskunni eða
skola henni af raforkumann-
virkjum.“ Hann sagði að Landsnet
hefði skoðað þessar tvær aðferðir
sem grípa mætti til kæmi til mikils
öskufalls. Guðmundur nefndi að í
Skjólkvíagosinu 1970 hefðu ein-
hverjar útleysingar orðið á Sigöldu-
línu 3 vegna mikils öskufalls.
Landsnet hefur átt í viðræðum við
verktaka sem eiga búnað sem hægt
væri að nota til að blása burt ösku.
Einnig hefur Landsnet skoðað sér-
hæfðan búnað sem hægt væri að
nota til hreinsunar án þess að taka
þyrfti straum af raflínunum. Um er
að ræða búnað sem veldur högg-
bylgjum í lofti og eins búnað sem
skýtur vatni í slitróttum bunum,
púlsum, þannig að bunurnar leiði
ekki straum til baka. Einhver
slökkvilið í landinu munu ráða yfir
slíkum búnaði.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Sultartangalína Ein stæða í Sultartangalínu 3 gæti hugsanlega verið í hættu kæmi til mikils flóðs í farvegi Þjórsár
vegna eldgoss í norðvestanverðum Vatnajökli. Sett verður grjótvörn til að verja bakkann þar sem stæðan stendur.
Hraði og dýpt flóðs
var endurmetin
Viðbúnaður vegna hugsanlegs jökulhlaups í Þjórsá