Morgunblaðið - 08.12.2014, Síða 15

Morgunblaðið - 08.12.2014, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014 Hádegismóum 4, 110 Reykjavík | Sími 547 0000 | premis.is Er tölvukerfið þitt komið í aðgerð? •Traustur rekstur tölvukerfa • Örugg hýsing gagna •Vandað verkbókhaldskerfi • Sérsniðnar forritunarlausnir Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Fellibylurinn Hagupit skildi eftir sig slóð eyðileggingar er hann fór yfir austurhluta Filippseyja í gær. Fréttaveita AFP greindi frá því í gærkvöldi að minnst þrír hefðu látist í veðurofsanum og má nú víða sjá skemmdir á húsum og öðrum mann- virkjum á svæðinu vegna mikils vinds og gríðarlegrar úrkomu. Í borginni Tacloban, sem varð hvað verst úti þegar fellibylurinn Haiyan gekk á land fyrir rúmu ári, þurftu um 48 þúsund manns að haf- ast við í neyðarskýlum en um 600 þúsund manns flúðu heimili sín í austurhluta landsins vegna Hagupit. Flestir fylgjandi rýmingum „Við erum reynslunni ríkari eftir Yolöndu [filippseyskt heiti á felli- bylnum Haiyan]. Margir íbúar eru nú mun hlynntari rýmingum en áð- ur,“ sagði Mina Marasigan, talskona almannavarna á Filippseyjum, í samtali við fréttaveitu AFP. „Þessi stormur var einnig veikari auk þess sem viðbragðsaðilar voru betur bún- ir undir óveðrið og fólk fór að til- mælum þegar kom að því að rýma svæði. Allt átti þetta sinn þátt í að takmarka manntjón,“ sagði hún en þegar fellibylurinn Haiyan gekk yfir létust um 6.000 manns. Meðal þeirra þriggja sem vitað er að hafi týnt lífi á Filippseyjum vegna þess óveðurs sem þar gekk yfir eru stúlkubarn og eldri karlmaður. Samkvæmt upplýs- ingum frá almannavörnum landsins létust þau í kjölfar ofkælingar. Nokkurt tjón varð á húsum í borg- inni Tacloban og mátti víða sjá rúðu- brot og skemmdir á vegum vegna flóða auk þess sem tré rifnuðu þar upp með rótum. Um tíma urðu borg- arbúar einnig varir við rafmagns- leysi vegna veðurofsans. Þrátt fyrir þetta er ljóst að eyðilegging vegna Hagupit er mun minni en sú sem varð af völdum Haiyan sem gerði um 200 þúsund manns heimilislaus. Málamiðlanir ekki í boði Kumi Naidoo, alþjóðafram- kvæmdastjóri samtakanna Green- peace, segir tíða storma við Filipps- eyjar merki um að bregðast verði við þeim breytingum sem átt hafa sér stað í veðrinu að undanförnu. „Nátt- úran gerir ekki málamiðlanir. […] Við verðum að opna augun fyrir því að við erum að brenna inni á tíma.“ Víða er slóð eyðileggingar  Fellibylurinn Hagupit fór yfir Filippseyjar með tilheyrandi skemmdum á mann- virkjum og húsum  Minnst þrír létust í veðurofsanum  Um 600.000 á flótta AFP Fellibylur Í borginni Tacloban mátti víða sjá skemmdir á mannvirkjum og byggingum en meðal þess sem gaf sig í óveðrinu voru rafmagnsstaurar. Alex Salmond, leiðtogi skoskra sjálfstæðissinna, hefur ákveðið að bjóða sig fram í bresku þingkosning- unum sem haldnar verða í maí á næsta ári. Fréttaveita AFP greinir frá því að með þessu út- spili vilji Salmond tryggja að staðið verði við þau loforð sem Skotum voru gefin í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstæði landsins. Daginn eftir að Skotar felldu tillögu um aðskilnað, með 55% at- kvæðum gegn 45%, tilkynnti Sal- mond að hann myndi segja af sér sem forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtogi skoska þjóðarflokksins. Flokkur Salmonds á nú sex sæti af 59 sætum Skotlands á breska þinginu, sem telur alls 650 sæti. SKOTLAND Tekur slaginn í næstu kosningum Alex Salmond Barack Obama Bandaríkja- forseti var um helgina fluttur á sjúkrahús vegna eymsla í hálsi. Samkvæmt upp- lýsingum frá Hvíta húsinu eru veikindi forset- ans ekki talin vera alvarleg, en hann var greindur með bakflæði. Þeir sem sýna ítrek- uð og langvarandi einkenni bak- flæðis geta hins vegar þróað með sér bólgur og skemmt slímhúð í vél- inda. Fréttaveita AFP greinir frá því að Obama hafi undanfarnar tvær vikur kvartað undan eymslum í hálsi og var því ákveðið að flytja hann undir læknishendur. Ronny Jackson höfuðsmaður segir rann- sóknir hafa leitt í ljós bólgu í mjúk- vef aftan á hálsi og er Obama nú veitt meðferð vegna þessa. BANDARÍKIN Obama var fluttur á sjúkrahús með verki Barack Obama Bandarísk stjórn- völd segjast ekki hafa átt annan kost en að senda hóp sérsveit- armanna inn í Jemen í þeirri von að bjarga gíslum sem þar voru í haldi liðsmanna hryðjuverka- samtaka al- Qaeda. Aðgerðin heppnaðist hins vegar ekki því vígamenn myrtu báða gíslana. Hét annar þeirra Luke So- mers, 33 ára bandarískur blaðamað- ur, en hinn Pierre Korkie, 57 ára Suð- ur-Afríkumaður. Voru þeir teknir af lífi í þann mund sem sérsveitarmenn ruddu sér leið inn í húsnæði þar sem þeim var haldið föngnum. Barack Obama Bandaríkjaforseti segir morðin vera „villimannleg“ en hann heimilaði aðgerð sérsveit- armanna eftir að ljóst var að líf blaða- mannsins væri í bráðri hættu. „Bandaríkin munu ekkert til spara þegar kemur að því að beita hern- aðarmætti, leyniþjónustu eða póli- tískum þrýstingi í þeim tilgangi að koma bandarískum ríkisborgurum öruggum heim aftur,“ sagði Obama. Voru teknir af lífi þegar sérsveit reyndi björgun  Vígamenn myrtu tvo gísla í Jemen Hvíta húsið í Washington DC. Læknir frá Kúbu sem smitaðist af ebólu á meðan hann var við störf í Sierra Leóne á vegum Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO) er nú kominn aftur til höfuðborgarinnar Havana. Eftir að upp komst um veikindi hans, þann 16. nóvember síðastliðinn, var maðurinn fluttur á sjúkrahús í Sviss. Þaðan var hann svo útskrifaður fyrir skemmstu. Maðurinn sem um ræðir heitir Felix Baez Sarria og er hann 43 ára gamall. Þegar flugvél hans lenti á flugvellinum í Havana tóku eig- inkona hans og sonur á móti hon- um auk þess sem Roberto Morales, heilbrigð- isráðherra Kúbu, var viðstaddur komuna. Kúba hefur sent alls 165 heilbrigðisstarfsmenn til Sierra Leóne að undanförnu. Heilbrigðisstarfsmaður frá Kúbu læknaður Felix Baez Sarria

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.