Morgunblaðið - 08.12.2014, Síða 37
virkar líka best ef
hlustað er á hana
í einni striklotu
því það er vel
heppnuð stígandi
í tónlistinni, allt
frá upphafstón-
unum og yfir í
endapunktinn, Burnt. Það verður að
teljast toppurinn á tindinum sem
platan er, epískur ópus upp á níu og
hálfa mínútu sem magnast hægt og
rólega upp, eins og platan sjálf og
endar í algeru dúndri; bassalínan
fæðist og vex jafnt og þétt fiskur um
hrygg uns hún fyllir út í hreistrið
þegar klukkan segir 3.50. Fáránlega
gefandi rafmúsík, í senn einföld og
margslungin – hreint hnossgæti.
Plötuumslagið er jafn fínt og mús-
íkin og kallast fullkomlega á við efni
plötunnar, einfalt og abstrakt mynd-
efni í köldum litum sem lumar á ótal
blæbrigðum og útúrdúrum þegar
nánar er að gáð. Hér helst allt í
hendur til að búa til plötu sem er
hreint og rafmagnað fyrirtak.
Takk fyrir mig.
Gefandi Tónlist Janusar og Ólafs er gefandi, margslungin og hnossgæti.
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014
Sögumaður bókarinnar erDaníel, höfundur glæpa-sögu sem lítið seldist enfæst þó enn við ritstörf.
Hann tekur að sér að skrifa sögu ný-
látinnar tónlistarkonu fyrir þrá-
beiðni framkvæmdastjóra bóka-
forlagsins sem
gaf út reyfara
hans á sínum
tíma.
Nú er það ekki
mælikvarði á
merkilegheit hve
gamalt viðfang
ævisögu er, því
sögur ungmenna
geta verið merki-
legar og hrífandi
og að sama skapi geta sögur af ald-
urhnignum verið innihaldslaust tuð.
Sagan sem Daníel á að skrifa er af
ungri konu, tónlistarkonunni Lillu,
sem var myrt á hrottalegan hátt á
hátindi vinsælda sinna eftir stuttan
feril. Honum vinnst verkið þokka-
lega framan af, fræðist um æskuár
Lillu vestur á Flateyri, fær upplýs-
ingar frá systur söngkonunnar og
foreldrum aukinheldur sem hann
leitar meðal annars fanga hjá um-
boðsmanni hennar og fyrrverandi
eiginmanni.
Hver viðmælandi á sína „réttu“
mynd af Lillu, en þó engar tvær
myndir séu eins þá ná þær að sýna
rétta mynd, eða hvað – úr öllum
smámyndunum býr ævisagnahöf-
undurinn líka til mynd, þá sem hann
telur réttasta eða, oftar en ekki, þá
mynd sem hentar honum, hvort sem
það er til að falla að skoðunum hans
eða hagsmunum. Fljótlega kemst
Daníel á snoðir um það hvað gerðist
kvöldið sem Lilla hvarf og eins hvað
varð til þess að hún fannst myrt
nokkrum dögum síðar, en ekki víst
að það henti honum að segja söguna
alla – allir vildu notfæra sér Lillu, lif-
andi eða látna.
Stíllinn á bókinni er áreynslulaus,
textinn laus við prjál og atburðarás
blátt áfram. Persónur eru fjarlægar,
maður fær ekki samúð með neinum,
nema kannski ólánsmanninum Har-
aldi og svo Agnesi sem er í tygjum
við Daníel. Daníel ber nefnilega ým-
is einkenni geðvillu og kærir sig
kollóttan um allt og alla.
Líf og dauði Lillu
Skáldsaga
Snjór í myrkri bbbnn
Eftir Sigurjón Magnússon. Ugla gefur
út, 195 bls. innb.
ÁRNI
MATTHÍASSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Kristinn
Ævisaga Í skáldsögu Sigurjóns Magnússonar, Snjór í myrkri, glímir rithöfundur við sögu ungrar söngkonu.
HEYRNARSTÖ‹IN
Snjallara heyrnartæki
Beltone First™
!
"
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004
7
12
POWERSÝNING
KL. 10
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
16
L
MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 5 - 7 - 10 (p)
MÖRGÆSIRNAR Sýnd kl. 5
DUMB & DUMBER TO Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:20
NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 8 - 10:30
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Haustönn tónleikaraðarinnar Á
ljúfum nótum í Laugarneskirkju
endar með jólatónleikum föstudag-
inn 12. desember til styrktar
krabbameinsdeild Landspítalans
og fer ágóðinn af tónleikunum í
að kaupa sérstakar dýnur í sjúkra-
rúm krabbameinslækningadeildar
11E.
Hátt í 40 manns koma fram á
tónleikunum og flytja margar jóla-
perlur. Flytjendur eru Kvennakór-
inn Heklurnar, Viðar Gunnarsson
bassi, Auður Gunnarsdóttir sópr-
an, Nathalía D. Halldórsdóttir
mezzósópran, kammerhópurinn
Stilla: Sigrún Harðardóttir fiðla,
Margrét Soffía Einarsdóttir fiðla,
Þórunn Harðardóttir víóla, Gréta
Rún Snorradóttir selló, Lilja Egg-
ertsdóttir píanó og Leifur Gunn-
arsson kontrabassi. Tónleikarnir
hefjast kl. 12 og er aðgangseyrir
2.000 kr.
(Ath. að ekki verður posi á
staðnum.)
Jólatónleikar til styrktar krabba-
meinslækningadeild Landspítalans
Listamaður Gréta Rún Snorradóttir
sellóleikari kemur fram á tónleikunum.