Morgunblaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com STURTUSÁPUSETT Verð: 3.400 kr. Sturtusápa 75 ml - 950 kr. | Sturtuolía 75 ml - 1.160 kr. SVÍFÐU INN Í JÓLAHÁTÍÐINA SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fljótlega eftir að komið var inn yfir hálendisbrúnina blasti kraumandi potturinn við okkur. Glóandi súlur stóðu hátt til himins og í víðfeðmu biksvörtu hrauninu sást víða í rauða glóð. Útsýnið var eins og best mátti verða og þegar komið var að eldstöðinni sást beint í kvik- una. Höfuðskepnurnar í ham og í ljósaskiptunum varð andstæðu- mynd elds og myrkurs skörp og skýr. Magnaðra en Etna Fjölmenni var í ferð yfir eld- stöðvarnar í Holuhrauni sem Flugfélag Íslands stóð fyrir á laug- ardag. Góður hópur farþega var um borð í Fokker 50, en eingöngu var selt í gluggasæti vél- arinnar svo far- þegar gætu notið útsýnis sem best. Rennt var í 3.000 feta hæð yfir eldgosið, en flug- málastjórnin uppáleggur mönnum að fara ekki lægra. „Það er gaman að taka sveiflu hér yfir. Svona býðst okkur ekki á hverjum degi og þetta er í fyrsta sinn sem ég sé gosið svona í návígi. Það er hægt að mæla með svona ferð,“ sagði Ragnar Árni Ragn- arsson flugstjóri. Farþegarnir í gosfluginu voru að stórum hluta útlendingar. Einn þeirra var Phil Collett frá Oxford í Englandi. „Alveg frá því gosið hófst hef ég fylgst af spenningi með framvindu þess. Fyrst var talsvert sagt frá því á BBC og Sky en svo hefur sú umfjöllun fjarað út. Ég hef því fylgst með þessu í gegnum net- ið og íslenskar vefmyndavélar. Fyr- ir tíu dögum ákvað ég svo að koma til Íslands, til að upplifa þetta á eig- in skinni. Gat ekki látið þetta fram hjá mér fara ,“ sagði Collett og benti út um glugga vélarinnar. „Sjáðu litadýrðina í þessu. Þetta er gjörlega óviðjafnanlegt. Jafnvel magnaðra en til dæmis þegar ég sá til gossins á Etnu á Sikiley fyrir nokkrum árum.“ „Þetta er stórkostlegt ævintýri,“ segir Ragnheiður Kolviðsdóttir, einn farþega. „Ég hef verið í fjalla- ferðum frá því ég var stelpa og hef því áhuga á landinu. Jarðhræring- arnar í Bárðarbungu hafa verið langvarandi svo ég hef orðið aðeins ónæm fyrir fréttum af þeim. En að fara í þessa ferð, sem kom upp með skömmum fyrirvara, er gaman og frásögn jarðfræðingsins upplýsir mig um margt sem ég vissi ekki fyrir. En útsýnið verður sjálfsagt eftirminnilegast, andstæðurnar og litirnir eru eins og fallegasta skart- gripasýning.“ Fallegt í froststillu „Í froststillunni er landið fallegt. Samspil litanna er ótrúlegt; rauðglóandi eldur í katlinum, svart hraun, blátt gas og hvítur snjór Að horfa á þetta skapar sérstaka til- finningu,“ sagði Sigurður Anton Ólafsson. Eftir að hafa fylgst með fréttum af gosinu segist hann telja að fjölmiðlar hafi gefið góða og raunsanna mynd af því. „En upplifunin að sjá þetta með berum augum er stórkostleg. Sjálf- sagt höfum við tekið hér tíu bunur yfir gígnum og hrauninu og ljós- myndirnar sem ég tók skipta hundruðum,“ sagði Sigurður Anton á heimfluginu, en leiðangurinn tók tæpa tvo tíma og þótti lukkast vel. Logarnir í Holuhrauni gefa öðrum aðventuljósum ekkert eftir. 100 daga gosafmæli Eldgosið í Holuhrauni hófst 31. ágúst sl. og því eru í dag, 8. desem- ber, 100 dagar frá upphafi þess. Óhætt er að segja að umbrot sem þessi séu alltaf áhugaverð. Sem kunnugt er eru ferðalögum á slóðir gossins miklar skorður settar, enda með öllu ástæðulaust að storka náttúruöflunum. Því má segja að flugið sé nærtækasti og besti kost- urinn vilji fólk líta umbrotin með eigin augum. Nokkrir hafa gert út slíkar ferðir, meðal annars Flug- félag Íslands. Í september seldist upp í útsýnisflug á þess vegum á mettíma svo ákveðið var að end- urtaka leikinn. Önnur ferð er áformuð að um næstu helgi, 13. desember. Samspil litanna er ótrúlegt  Andstæðumynd elds og myrkurs í ljósaskiptum  Útlendingar jafnt sem Íslendingar í gluggaröð- inni  Í útsýnisflugi með Flugfélag Íslands yfir Holuhrauni þar sem sást beint í logandi kvikuna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gígur Talið er að nú komi um það bil 100 rúmmetrar af glóandi hrauni á sekúndu úr eldkatlinum Baugi. Elfurin sem rennur myndar nú orðið hraun sem er 76 ferkílómetrar, sem er það mesta sem sést hefur á Íslandi síðustu aldir. Flugstjórinn Ragnar Árni Ragnarsson og kraumandi eldurinn í baksýn. Phil Collett Sigurður Anton Ólafsson Ragnheiður Kolviðsdóttir „Það er ekki slorlegt að sjá þetta,“ sagði Sigrún Tómasdóttir sem var leiðsögumaður í flugferðinni yfir Holuhraun. Hún er á lokaári jarð- fræðináms við Háskóla Íslands og hefur fylgst vel með eldgosinu. Þótt margir jarðfræðingar og fleiri hafi gert sér ferð að eldstöðvunum að undanförnu var þetta fyrsta flugferð Sigrúnar þangað í þessum tilgangi. Hún segir það hafa verið skemmti- lega og góða áskorun fyrir sig að lýsa jarðfræði svæðisins fyrir far- þegum. Tækifæri í náminu „Gosið er einstakt tækifæri í jarð- fræðináminu. Í Háskóla Íslands, á námskeiði Páls Einarssonar um virkar jarðskorpuhreyfingar, byrja kennslustundir á því að rætt er um framvindu gossins,“ segir Sigrún. „Mér finnst mjög áhugavert að fylgjast með framgangi kvikunnar í bergganginum og því hvernig Bárð- arbunguaskjan hefur sigið, eins og nákvæm mælitækni hefur sýnt.“ Að því er fram kom í erindi Sig- rúnar um borð í flugvélinni er flæði hrauns úr gosinu nú um 100 rúm- metrar á sekúndu, helmingi minna en var í upphafi. Hraunið sé nú orðið um 76 ferkílómetrar að flatarmáli og fremur að þykkna en stækka. „Það er áhugavert að bera þetta gos sam- an við Surtseyjargosið 1963. Það gos varaði í þrjú og hálft ár og í því kom upp rúmlega einn rúmkílómetri af gosefnum, svipað og í yfirstandandi gosi en það hefur einungis staðið í þrjá mánuði. Ef ekkert breytist er líklegt að þetta gos haldi áfram í marga mánuði,“ sagði jarðfræði- neminn. Frásögn sína byggði Sigrún meðal annars á upplýsingum frá Jarðvís- indastofnun Háskóla Íslands, Veð- urstofunni, almannavarnadeild Rík- islögreglustjóra og öðrum eftir atvikum. Fræðimenn og aðrir eru stöðugt á vaktinni bæði til þess að afla vísindalegra upplýsinga um eldsumbrotin og eins til þess að gæta alls öryggis, því enginn veit hver framvinda þessara náttúru- hamfara gæti orðið. Á besta mögulega stað Upptök eldsumbrotanna eru í Bárðarbungu, en í öskjunni þar hafa verið stöðugar jarðhræringar alveg frá því 16. ágúst sl. „Gosið í Holuhrauni er á einum af- skekktasta stað á Íslandi, fjarri byggðum svæðum og mikilvægum mannvirkjum. Við getum því sagt að þetta sé besta mögulega gosið tengt þessari eldstöð Almennt séð er þetta mjög þægilegt gos því það er lítil sem engin gjóskumyndun sem gæti truflað flugumferð. Það er ástæðan fyrir því að við getum verið hér. Þetta gos veldur hins vegar mikilli mengun. Í því samhengi er mjög gott hversu langt gosstöðvarnar eru frá mannabyggðum. Mengunar hef- ur orðið vart á öllu landinu en vel er fylgst með henni,“ sagði Sigrún Tómasdóttir en meðal farþega var gerður góður rómur að frásögn hennar. Áskorun að lýsa fyrir farþegum því sem fyrir augu bar í fluginu  Framgangur kviku áhugaverður, sagði jarðfræðineminn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Leiðsögn Sigrún Tómasdóttir var í öftustu sætaröð með míkrófóninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.