Morgunblaðið - 08.12.2014, Page 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014
Jólagjafirnar fást í Krumma
Gylfaflöt 7 • 112 Reykjavík • 587 8700
Opið virka daga 8:30-18:00, laugard. 11:00-16:00 www.krumma.is
24.700 kr.
22.552 kr.
15.800 kr.
12.500 kr.
15.660 kr.
8.900 kr.
5.800 kr.
Eftir miðja síðustu öld ólst margt
fólk upp umhverfis Klambratún,
þar sem enn var rekinn búskapur.
Aðskilnaður milli hverfa var þó
mikill, því Miklabraut og Langahlíð
skildu að hverfi. Höfundur þessarar
greinar var á eina hlið en Einar
Sveinsson á aðra hlið. Við kynnt-
umst því ekki vegna umferðar.
Fyrir réttum 30 árum kynntist
ég þessum heiðursmanni. Heið-
ursmaður lesist á ensku: gentlem-
an!
Ég hef aldrei staðið hann að öðru en að vera
sannur heiðursmaður sem stendur við orð sín, en
segir þó meiningu sína, stundum nokkuð ákveð-
inn.
Það tekur mig sárt að lesa í blaði sem vill láta
taka sig alvarlega þegar þessi heiðursmaður er
ataður auri fyrir það eitt að vilja taka þátt í at-
vinnulífi. Stundum til að koma höggi á frænda
hans.
Um langt árabil hafa einstaklingar verið hvatt-
ir til slíkrar þátttöku á eigin áhættu. Einar
Sveinsson var fenginn til að koma að kaupum á
hlut í greiðslukortafyrirtæki, sem Landsbanki
vildi selja. Þar er formaður bankaráðs Tryggvi
Pálsson, sem ég hef þekkt í 40 ár. Hann er líka
heiðursmaður. Ég treysti dómgreind hans.
Á sama veg kemur Einar Sveinsson að stofnun
iðnfyrirtækis, sem gerður hefur
verið fjárfestingasamningur við,
án aðkomu Einars. Nokkur önnur
fyrirtæki ganga til framkvæmda á
grundvelli svipaðra samninga.
Í hvorugu tilvika átti Einar
Sveinsson nokkurt frumkvæði. Frumkvæði getur
þó vart verið glæpur.
Það sem mér hefur helst sviðið er að Einar
hefur á liðnum árum látið það yfir sig ganga
ósvarað þegar að honum hefur verið vegið í fjöl-
miðlum með dylgjum og hreinum uppspuna.
Hann og Birna, hans góða kona, hafa látið margt
gott af sér leiða án þess að bera það á torg í fjöl-
miðlum.
Ég óska þess að umfjöllun um menn eins og
Einar Sveinsson og aðra slíka í íslensku sam-
félagi sem eru áberandi, verði málefnaleg. Á það
hefur skort í umfjöllun í sumum fjölmiðlum á
liðnum árum. Einn fjölmiðill má sérstaklega taka
það til sín.
Eftir Vilhjálm Bjarnason »Fyrir réttum 30
árum kynntist ég
þessum heiðursmanni.
Heiðursmaður lesist á
ensku: gentleman!
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur er alþingismaður.
Til varnar Einari
Sveinssyni
Ævigangan er eins og samfelld
aðventa. Hún er biðtími sem við
viljum og skulum endilega reyna
að njóta þó að það sé myrkur og
veður oft válynd.
Svo hringja klukkurnar jólin
inn, hvort sem við erum tilbúin
eða ekki. Allt verður kyrrt og
hljótt, eitthvað svo ólýsanlega
heilagt. Við göngum með lotningu
og þakklæti inn til lífsins. Lífsins
sem jólabarnið, Jesús Kristur,
opnaði okkur. Hann hefur opnað
okkur dyr út úr þessum heimi þegar yfir lýkur.
Dyr til eilífs lífs. Það er náðargjöf Guðs.
Þá munum við ekki aðeins upplifa jólin eins
og við gerum hér og nú ár hvert. Heldur fáum
við að sjá þau og snerta á þeim. Sitja til borðs
með frelsaranum á hinni eilífu uppskeruhátíð
yfir sigri lífsins. Þar sem ríkir eilíf gleði. Frið-
arhátíð. Enginn sársauki eða sorg, engin kvöl,
ekkert myrkur, aðeins friður, ljós og ylur.
Því er sannarlega ástæða til að lifa fullur eft-
irvæntingar og njóta hvers dags í fögnuði yfir
því sem í vændum er. Því að við eigum sigurinn
vísan. Ævinnar gleði er svo skammvinn og vel-
gengnin völt. Sigrarnir sætir en kransarnir svo
ótrúlega fljótir að fölna. Hin varanlega gleði er
fólgin í því að eiga nafn sitt letrað í lífsins bók.
Gleðjumst þeirri gleði, hún er sigursveigur sem
ekki fölnar.
Ævin er ráðgáta sem við fáum ekki svör við á
meðan við þreyjum þorrann. Hún er í raun fátt
annað en æfing í mannlegum sam-
skiptum. Eins og í rauninni tími
aðventunnar og jólanna er.
Er ekki sagt að vinir séu líkt og
jólasería? Sumir soldið bilaðir, aðrir eru bara
alls ekki að virka. Sumir koma manni stuð, sum-
ir blikka bara, lofa góðu en er ekkert að marka
eða hægt að stóla á. Og svo eru það þeir sem
lýsa upp tilveruna með gefandi samveru og
nærandi nærveru. Hreinlega virka af gömlum
og góðum vana.
Veistu að þinn eini tilgangur í þessu jarðlífi er
að bera ávöxt Guði til dýrðar og með því að vera
samferðafólki þínu til blessunar? Já, hvernig
vinur eða ættingi ert þú?
Góður Guð, höfundur og fullkomnari lífsins,
gefi okkur að sjá og skynja, meðtaka og hvíla í
undri ævintýrisins á jólanótt. Ástarsögu allra
tíma. Læra að meta hana og njóta hennar.
Ánægjulega aðventu og gleðileg jól!
„Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu
með mönnum sem hann hefur velþóknun á.“
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Þá munum við ekki
aðeins upplifa jól-
in, heldur fá að sjá þau
og snerta á þeim. Sitja
til borðs með frels-
aranum á hinni eilífu
uppskeruhátíð lífsins.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um lífið.
Ævin er aðventa