Morgunblaðið - 08.12.2014, Síða 13

Morgunblaðið - 08.12.2014, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014 Á vefnum dokt- or.is segir eft- irfarandi um kíg- hósta: „Bakteríusýking sem veldur slæmum lang- varandi hósta. Hann er nú sem fyrr hættulegur ef börn undir 6 mánaða aldri fá hann þar sem þau hafa þrengri loftvegi en eldri börn og seigt slímið gerir þeim erfitt að ná andanum.“ Samkvæmt Vísindavef Há- skóla Íslands hefur útbreiðsla sjúkdómsins farið vaxandi „síð- ustu 20 árin og telur Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin að á milli 20-40 milljónir tilfella komi upp árlega í heiminum og þá aðallega í þróunarlöndum.“ Þá segir að á fyrri hluta 20. aldar hafi þús- undir látist af völdum kíghósta en með tilkomu bóluefnis hafi dauðsföllum farið fækkandi. Fækkar dauðsföllum BÓLUSETNING MIKILVÆG Þórólfur Guðnason Áætlað er að halda hér á landi Norðurlandameistaramót nítján ára og yngri árið 2016 en mótið var síðast haldið hér á landi árið 2012. Þá var það haldið á Ak- ureyri en Jónas segir það ekki vera inni í myndinni að þessu sinni. „Vandamálið við Akureyri er takmarkað gistirými. Það verða fimm hundruð keppendur sem taka þátt í mótinu 2016 og gisti- rými er hvergi nægjanlegt nema á höfuðborgarsvæðinu. Eins og staðan horfir, þá erum við ekki gildir þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi fyrr en við fáum annan átta brauta völl í Reykjavík,“ seg- ir Jónas. „Annars hefur ÍR setið á hak- anum hvað varðar fjármagn til uppbyggingar og félagið sjálft setti frjálsíþróttirnar í forgang, það finnst mér vera ákveðin tíma- mót. Oftast hafa félög sett knatt- spyrnuvöll, stúku og annað slíkt í fyrsta sætið svo ÍR er að vissu leyti að brjóta þarna blað. Þetta kemur til með að skapa þeim gíf- urleg sóknarfæri sem og íþrótt- inni í heild,“ segir hann. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Því ber náttúrlega að fagna að það rísi annar frjálsíþróttavöllur í Reykjavík. Hinsvegar leysir þetta ekki okkar alþjóðlegu skuldbind- ingar eða þarfir,“ segir Jónas Eg- ilsson, framkvæmdastjóri FRÍ. Borgarráð samþykkti nýverið að hafinn yrði undirbúningur að hönnun frjálsíþróttavallar ÍR í Suður-Mjódd. Borgarráð samþykkti jafnframt að 50 milljónum kr. yrði varið í framkvæmdaáætlun 2015 vegna verkefnisins. Von er á að fram- kvæmdir hefjist á næsta ári. ÍR að brjóta blað „Völlurinn verður ekki tilbúinn fyrir Smáþjóðaleikana sem haldnir verða næsta sumar. Þegar kemur að Evrópukeppnum landsliða og Norðurlandameistaramótum, sem við erum auðvitað þátttakendur í og þurfum að halda, þá er sex brauta völlur ekki nægjanlegur. Völlurinn sem rís í Suður-Mjódd mun því ekki nýtast undir slíkt mót,“ segir hann. Nýr völlur ÍR nýtist ekki í alþjóðleg mót  Framkvæmdastjóri FRÍ segir átta brauta völl nauðsynlegan í Reykjavík Þörf Hlaupabraut sem lögð verður í Breiðholti nægir ekki fyrir alþjóðleg mót. Morgunblaðið/Eva Björk Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við vitum að ekki er hægt að útrýma kíghósta þar sem við búum ekki yfir bóluefni sem getur útrýmt bakteríunni eins og flest önnur bóluefni gera,“ seg- ir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis og settur sóttvarnalæknir. Tíðni kíghóstatilfella jókst fyrir um tveimur árum en Þórólfur segir tilfellum hafa fækkað aftur en þó sé sjúkdómurinn alltaf viðvarandi. „Við vitum um kosti og galla bólusetningar gegn kíghósta. Kostirnir eru þeir að bóluefnið virkar í ákveðinn árafjölda hjá fullbólusettum ein- staklingum. Það hættir þó að virka að lokum og því þarf jafnvel að bólusetja einstakling oftar en einu sinni á lífsleiðinni. Bóluefnið er einfaldlega því mið- ur ekki nógu gott miðað við önnur bóluefni. Það verður bara að játast,“ segir hann. Vernd bóluefnisins rennur út Þórólfur kveður jafnframt ekki sjást fyrir end- ann á vandamálinu þar sem engin ný bóluefni séu í burðarliðnum. „Hér áður fyrr var notað bóluefni gegn kíghósta sem var virkara en það hafði meiri aukaverkanir. Menn hættu því að nota það og tóku upp þetta bólu- efni sem við notum í dag. Það hefur í för með sér minni aukaverkanir en er ekki eins virkt,“ segir hann. „Vernd bólusetningarinnar rennur því út á nokkrum árum en það er mismunandi eftir því hvaða tegund af kíghóstabóluefni við erum að tala um hversu langur sá tími er. Þessvegna gerist það að unglingar og fullorðnir geta fengið kíghósta í til- tölulega vægu formi þrátt fyrir að hafa verið bólu- Kíghóstinn alltaf viðvarandi  Settur sóttvarnalæknir segir verndandi áhrif bólusetningar gegn kíghósta þverra á nokkrum árum  Fullorðnir einstaklingar geta smitað ungbörn Morgunblaðið/Kristinn Hósti Börn yngri en sex mánuða eru sérstaklega viðkvæm fyrir kíghóstanum. settir sem börn. Þeir einstaklingar geta þá líka haldið áfram að smita yngstu börnin, sem er öllu al- varlegra. Við vitum að kíghóstinn er alvarlegastur hjá börnum á fyrsta ári og því er allt gert til þess að minnka líkurnar á því að þau fái sjúkdóminn. Við fórum því út í það fyrir mörgum árum að bólusetja unglinga, sem nú eru bólusettir við fjórtán ára ald- ur. Við höfum líka hvatt til þess, þegar fullorðnir einstaklingar eru bólusettir, að þá sé notað bóluefni sem innihaldi einnig vörn gegn kíghósta. Þannig má reyna að hindra útbreiðslu sjúkdómsins hjá full- orðnum,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að bólusetja „Tíðni kíghóstatilfella er mismunandi eftir lönd- um og aldri. Hér á landi hefur barn ekki látist úr kíghósta mjög lengi þó sum börn hafi fengið sjúk- dóminn og þurft að liggja á spítala í langan tíma. Við höfum verið með ákveðnar leiðbeiningar í því skyni að vernda þessi yngstu börn en þar ber helst að nefna bólusetningu samkvæmt því skema sem er við lýði hér á landi,“ segir hann. „Það er nauðsynlegt að hvetja fólk til að taka þátt í þessari bólusetningu til þess að við getum haldið kíghóstanum eins mikið niðri og mögulegt er,“ segir Þórólfur að lokum. Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu ogfáðuAltatilprufu ívikutíma Sími5686880 PrófaðuALTAfráOticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Að heyra vel er okkur öllum mikilvægt og ekki síst yfir hátíðirnar þegar fjölskylda, vinir og ættingjar hittast til aðeigagóðastundsaman.ALTAheyrnartækingeraþér kleiftaðheyraskýrtogáreynslulaustíöllumaðstæðum. ALTA eru fullkomnustu heyrnartækin frá Oticon, búin þráðlausritækniogalgjörlegasjálfvirk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.