Morgunblaðið - 08.12.2014, Síða 31

Morgunblaðið - 08.12.2014, Síða 31
arlæknir á svæfingadeild Landa- kotsspítala 1993-95, deildarlæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, slysadeild 1996-97 og svæfingadeild 1997-98. Rún stundaði sérnám í svæfinga- og gjörgæslulækningum í Noregi 1999-2004, fyrst á Bærum sykehus í tvö ár og síðan í þrjú ár á Rikshospit- alet í Ósló. „Við kunnum vel við okkur í Nor- egi og áttum þess bæði kost að starfa þar áfram en ákváðum þó að flytja aftur heim haustið 2004. Þá vantaði svæfingalækni á Sjúkrahúsið á Akranesi og höfum við búið á Skag- anum síðan.“ Rún var bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns fram- boðs í bæjarstjórn Akraness 2006- 2010, hefur verið formaður svæð- isfélags VG á Akranesi frá 2010 og fulltrúi í flokksráði VG. Hún sat í stjórn Félags ungra lækna 1991-92, situr í siðfræðiráði Læknafélags Ís- lands, í stjórn Hollvinasamtaka líkn- arþjónustu, var formaður kórs Akra- neskirkju 2011-2012 og nú í vetur og situr í fagráði Sjúkraflutningaskóla Íslands. Auk söngsins og almenns tónlist- aráhuga hefur Rún gaman af að fara á skíði yfir vetrartímann, ferðast um Ísland, lesa góðar bækur og sýsla við handavinnu. Fjölskylda Eiginmaður Rúnar er Reynir Þór Eyvindsson, 19.3. 1963, verkfræð- ingur. Foreldrar hans eru Eyvindur Erlendsson, 14.2. 1937, leikstjóri, og Sjöfn Halldórsdóttir, f. 17.1. 1939, húsfreyja. Synir Rúnar og Reynis Þórs eru Halldór Reynisson, f. 25.7. 1992, nemi í veðurfræði við Oslóarháskóla; Pálmi Reynisson, f. 26.5. 1995, fram- haldsskólanemi, og Erlendur Rúnar Reynisson, f. 22.2. 1998, framhalds- skólanemi. Systkini Rúnar eru Sigurjón Hall- dórsson, f. 7.7. 1963, löggiltur dóm- túlkur og skjalaþýðandi, búsettur í Reykjavík; Pétur Halldórsson, f. 10.12. 1966, kynningarstjóri Skóg- ræktar Ríkisins, búsettur á Ak- ureyri, og Halldór Björn Hall- dórsson, f. 12.6. 1971, grafískur hönnuður, búsettur í Svíþjóð. Foreldrar Rúnar: Halldór Hall- dórsson, f. 23.7. 1934, læknir á Ak- ureyri, og Birna Björnsdóttir, f. 14.3. 1935, d. 9.5. 1995, vefnaðarkennari. Úr frændgarði Rúnar Halldórsdóttur Rún Halldórsdóttir Una Guðrún Einarsdóttir húsfr. í Vopnafirði Guðjón Árnason b. í Vopnafirði Kristrún Árný Guðjónsdóttir húsfr. á Norðfirði Björn Ólafur Ingvarsson útgerðarmaður, Norðfirði Birna Björnsdóttir vefnaðarkennari Margrét Guðmundína Finnsdóttir húsfr. á Ekru Ingvar Pálmason alþm. á Ekru í Norðfirði Kristín Halldórsdóttir fyrrverandi þingkona Svanhildur Halldórsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri BSRB Björn Halldórsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra Bragi Sigurjónsson alþm. og ráðherra Arnór Sigurjónsson skólastj. og rith. Guðmundur Friðjónsson frá Sandi, skáld Hallveig Björnsdóttir sjúkraliði í Rvík Gréta Björnsdóttir læknaritari í Rvík Fanný Kristín Ingvarsdóttir húsfr. á Akureyri Björn Rúnar Guðmundsson hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu Birna María Björnsdóttir markaðsstj. og leiðsögum. Pálmi Jónasson fréttam. á RÚV Kristín Jónsdóttir húsfr. á Litlulaugum Sigurjón Friðjónsson skáld og b. á Litlulaugum, af Hólmavaðsætt og Sílalækjarætt Halldóra Sigurjónsdóttir skólastj. á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu Halldór Víglundsson smiður og vitavörður Halldór Halldórsson læknir á Akureyri Svanborg Stefanía Björnsdóttir húsfr. á Sílalæk Víglundur Helgason b. á Hauksstöðum í Vopnafirði Tryggvi Gíslason fyrrv. skólameistari MA Ingvar Gíslason fyrrv. alþm. og ráðherra Hrafn Bragason hæstaréttardómari Úlfar Bragason rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar Útivistarkonan Rún Halldórsdóttir. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014 Rafn Jónsson tónlistarmaðurfæddist á Suðureyri viðSúgandafjörð 8.12. 1954. Foreldrar hans voru Ragna Sólberg, lengi starfsmaður Pósts og síma á Ísafirði, og Jón Snorri Jónsson, sjó- maður og harmónikkuleikari. Stjúpfaðir og vinur Rabba var Guðmundur H. Gíslason skipstjóri. Eftirlifandi eiginkona Rabba er Friðgerður Guðmundsdóttir, sér- kennari og vöruhönnuður, og eru synir þeirra Egill Örn tónlistar- maður, Ragnar Sólberg tónlistar- maður og Rafn Ingi nemi, en dóttir Rabba og Halldóru Gunnlaugs- dóttur, og stjúpdóttir Friðgerðar, er Helga Rakel kvikmyndagerðarkona. Rabbi ólst upp á Suðureyri til fimm ára aldurs og síðan á Ísafirði, lauk gagnfræðaprófi á Ísafirði, stundaði kjötiðnaðarnám við Iðn- skólann þar, lærði á ásláttar- hljóðfæri hjá Pétri Östlund í Stokk- hólmi 1980-81 og stundaði nám við KHÍ 1990-92. Rabbi stundaði lengst af versl- unarstörf með tónlistarstarfinu en frá 1985 varð tónlistin hans aðal- starf. Hann stofnaði hljómsveitina Perluna 1967, lék með hljómsveit- unum Náð og Ýr, var síðan tromm- ari í fjölmörgum vinsælum hljóm- sveitum, m.a. Haukum, og stofnandi hljómsveitanna Danshljómsveit Vestfjarða, Grafík, Bítlavinafélagið, Sálin hans Jóns míns og Galíleó. Eftir Rabba liggur fjöldi platna með þeim hljómsveitum sem hann lék með, þrjár sólóplötur og upp- tökur með fjölda tónlistarmanna. Í ársbyrjun 1988 greindist Rabbi með MND-hreyfitaugahrörnun sem yfirleitt dregur sjúklinga til dauða á fáum árum. Rabbi barðist við sjúk- dóminn af miklu æðruleysi í átján ár og hætti aldrei sinni tónlistar- sköpun. Eftir greininguna sneri hann sér í auknum mæli að upptökustjórnun, átti og rak upptökustúdíóið Hljóð- hamar 1991-94 og R&R; músík frá 1994. Hann stofnaði MND-félagið árið 1993, var formaður þess frá upphafi til dánardags og vann mikið að réttindamálum tónlistarmanna.. Rabbi lést 27.6. 2004. Merkir Íslendingar Rafn Jónsson 95 ára Martha María Sandholt 90 ára Gróa Sigurjónsdóttir 85 ára Hákon Aðalsteinsson Svanhvít Bjarnadóttir 80 ára Katrín Ingvarsdóttir Teresita Patriarca 75 ára Baldur Guðmundsson Björn Matthíasson Gylfi Sigurjónsson Sólveig Sigurðardóttir 70 ára Árni Helgason Egill Egilsson Elín Óskarsdóttir Guðjón H. Guðbjörnsson Guðmundur Alfreðsson Halldór Sigurðsson Karitas Erla Jóhannesdóttir Klara Stephensen Margrét Júlíusdóttir Ragnheiður Runólfsdóttir Sigurjón Rútsson Sigurjón Tobiasson Stefán Örn Magnússon Trausti Víglundsson 60 ára Ágústa Sveinsdóttir Gillian Holt Sigurður Guðnason Sigurður R. Guðmundsson Vilborg Sigurðardóttir 50 ára Guðni Söring Þrastarson Guðríður Svavarsdóttir Gunnsteinn Sigurðsson Helgi Sverrisson Katrín Lovísa Ingvadóttir Ólafur Helgi Halldórsson Vigfús Már Vigfússon 40 ára Björn Hlynur Haraldsson Hörður Már Þorvaldsson Marteinn Einarsson Ólafur Freyr Hjálmsson Ragnheiður M. Rögnvaldsdóttir Rosminah Lisbeth Adelina Sigrún Sigurðardóttir Sigurrós Heiða Guðnadóttir Þorleifur Kristján Sigurvinsson 30 ára Búi Hrafn Jónuson Daniel Kjeldal Ellen Lárusdóttir Friðjón Gunnlaugsson Gunnar Þorbergur Gylfason Gyða Rán Árnadóttir Til hamingju með daginn 30 ára Íris býr í Reykja- vík, lauk MA-prófi í al- þjóðaviðskiptum frá Bif- röst og er markaðsfulltrúi hjá Heimilistækjum. Maki: Björn Guðmunds- son, f. 1980, viðskiptastj. hjá Samskipum. Foreldrar: Guðbjörg Hólm, f. 1959, starfs- maður hjá Íslenskri getspá, og Ragnar Anton Sigurðsson, f. 1958, starfsmaður við Lands- bankann. Íris Ragnarsdóttir 30 ára Ásdís ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk prófi í viðskiptafræði við HÍ og er verkefnastjóri hjá Practical. Sonur: Stefán Sölvi, f. 2005. Bræður: Tryggvi Þórhalls- son, f. 1982, og Ísak Þór- hallsson, f. 1990. Foreldrar: Þórhalla Guð- mundsdóttir, f. 1961, sér- kennsluráðgjafi, og Þór- hallur Tryggvason, f. 1960, forstjóri. Ásdís Þórhallsdóttir 30 ára: Gunnar býr í Reykjavík, lauk MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu við HÍ og stundar nú laganám við HR. Maki: Þórunn Halldóra Þórðardóttir, f. 1986, læknir. Foreldrar: Helga Árna- dóttir, f. 1953, starfar hjá Icelandair, og Gylfi Þ. Gunnarsson, f. 1953, d. 1989, rafvirkjameistari. Fósturfaðir: Árni Árnason, f. 1952, kerfisfræðingur. Gunnar Þ. Gylfason Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.