Morgunblaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 22
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014
Munið að
slökkva á
kertunum
Kertakveikur á
ekki að vera lengri
en 1 cm. Klippið
af kveiknum svo
að ekki sé hætta á
að logandi kveikur
detti af og brenni
út frá sér
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
✝ Guðný Jósteins-dóttir fæddist 9.
febrúar 1932 í
Kirkjubæ á Húsavík.
Hún lést á sjúkrahúsinu
á Húsavík 27. nóvember
2014.
Foreldrar hennar
voru Jósteinn Finn-
bogason sjómaður,
fæddur 3. október 1909,
dáinn 17. nóvember
1995, og Þórey Sig-
mundsdóttir verkakona, fædd 25.
nóvember 1913, dáin 4. október 1996.
Systkini Guðnýjar eru Hreiðar, f.
1933, Hafliði, f. 1941, og Hafdís, f.
1942. Eftirlifandi eiginmaður Guð-
móðir Helena Sörensen, f. 1954, og
Pálma, f. 1982, barnsmóðir Hanna
Birna Jónsdóttir, f. 1962. Eyþór Þor-
grímsson, f. 1957, börn Eyþórs eru
Gyðný, f. 1981, og Viggó, f. 1986.
Barnsmóðir Lilja Guðbjartsdóttir, f.
1961, Sigurjón Þorgrímsson, f. 1960.
Hann á tvö börn af fyrra hjónabandi,
þær Erlu, f. 1983, og Helgu, f. 1991.
Fyrir átti hann einn son, Stefán Jarl
Martin, f. 1979, þá á Sigurjón tvö
stjúpbörn með sambýliskonu sinni
Aðalbjörgu Friðbjarnardóttur, f.
1960, þau Henrý Örn Magnússon, f.
1981, og Guðlaugu Sigríði Magn-
úsdóttur, f. 1989. Jósteinn Þor-
grímsson, f. 1963. á hann eina dóttur,
Anítu Ósk, f. 2003. barnsmóðir Ás-
laug Ásgeirsdóttir, f. 1974 barna-
barnabörnin eru 18.
Útför Guðnýjar fór fram frá Húsa-
víkurkirkju 4. desember 2014.
nýjar er Þorgrímur Sig-
urjónsson, f. 1933 á Húsa-
vík. Börn Gugnýjar og
Þorgríms eru Sigmundur
Þorgrímsson, f. 1952. Maki
Jakobína Kristjánsdóttir, f
1957. Börn þeirra eru Þor-
grímur, f. 1976, og Anný
Peta, f. 1982. Fyrir átti
Sigmundur einn son, Vil-
hjálm, f. 1971, barnsmóðir
Helga Vilhjálmsdóttir, f.
1953. Sturla Þorgrímsson,
f. 1955. maki Lára Sigurðardóttir, f.
1963. börn þeirra eru Sigurður Þór,
f. 1983, Hjördís, f. 1987, og Bjarni
Þór, f. 1996. Fyrir átti Sturla tvo
syni þá Kristin Þór, f. 1973, barns-
Elskuleg tengdamóðir mín, Guðný Jó-
steinsdóttir, eða Gugga eins og hún var
ætíð kölluð, var einstök kona. Ég kynnt-
ist henni fyrst fyrir 14 árum er ég kom
inn í líf sonar hennar, Sigurjóns. Síðan
þá hefur vinskapur okkar þróast í mik-
inn kærleik og væntumþykju. Þær eru
ófáar stundirnar sem við sátum með
kaffibollann og súkkulaðimolann við eld-
húsborðið í Grunda og spjölluðum um
lífið og tilveruna. Alltaf var hún tilbúin
til að hjálpa, bæði í orði og verki og til
hennar gat ég alltaf leitað. Gugga tók
mér og tveim börnum mínum opnum
örmum er hún sá fram á það að hún sat
uppi með mig sem tengdadóttur. Við
bjuggum í sama stigagangi í 5 ár og það
voru okkar góðu stundir þegar ég snar-
aði mér á náttsloppnum niður til hennar
í kaffi og smók áður en við gengum til
náða. Alltaf kallaði dóttir mín hana
Guggu ömmu og segir það allt um
hversu góð manneskja hún var. Gugga
reyndist börnum mínum afskaplega vel,
alltaf spurði hún um þau eftir að þau
fóru að heiman í nám og síðar að halda
heimili sjálf.
Þau Stefán Jarl, Erla og Helga, unnu
ömmu sinni mjög og hún þeim. Sár er
þeirra missir að ömmu Guggu í Grunda.
Þau eiga öll börn og fannst Guggu mikið
til þeirra koma, talaði hún um þau af ást,
virðingu og gleði. Hún var svo montin af
þeim öllum og fannst þau svo miklir
snillingar hvert á sinn hátt.
Gugga var sjúklingur í rúm 40 ár en
sjúkdóm sinn bara hún af miklu æðru-
leysi. Hún sagði oft við mig: „Ef strák-
unum mínum líður vel þá líður mér vel.“
Gugga hafði líka Togga sinn ávallt sér
við hlið, hann var hennar stoð og stytta
alla tíð. Mikið var oft gaman hjá þeim í
Grunda þegar hann stríddi henni því það
átti hann til en hún var alltaf fljót að
svara fyrir sig og þá var hægt að brosa.
Síðustu árin voru henni mjög erfið lík-
amlega, því féll það oft á Togga að vera
henni innan handar og vafðist það ekki
fyrir honum frekar en annað sem að
Guggu sneri, ástin á milli þeirra var mik-
il. Það verður tómlegt hjá tengdapabba
að hafa ekki lengur Guggu sína til að
spjalla við og annast, það gerði hann á
svo óeigingjarnan hátt.
Gugga var vinmörg kona og ósjaldan
var fullt eldhús af fólki er ég leit þar inn.
Hún hélt dagbók í áratugi og man ég eft-
ir því er ég taldi einn daginn 30 heim-
sóknir til hennar í eldhúsið og þótti
henni það ekkert umtalsvert.
Gugga átti sér áhugamál sem oft kom
sér vel en það var ættfræðin. Hún þekkti
allar ættir norðan heiða og þótt víðar
væri leitað, hún var með allt á hreinu í
þeim efnum. Ég dáðist oft að því hversu
minnug hún var á nöfn, það var einstakt.
Gugga hafði mjög beittan húmor sem
gerði hana svo skemmtilega, lét hún
engan eiga neitt inni hjá sér hvað það
varðaði. Hún var mjög pólitísk og fór oft
á kostum þegar slíkt bara á góma í
Grunda. Hún mátti ekki vita af neinum
minni máttar, tók það nærri sér og
þeirra málstað.
Elsku Gugga tengdamamma mín, nú
er tími kominn til að kveðja, það er sárt
að sjá á eftir þér, elsku vinkona mín.
Aðalbjörg Friðbjarnardóttir.
Elsku amma Gugga. Mikið er sárt að
þurfa að kveðja þig í dag og eiga ekki
eftir að spjalla við þig við eldhúsborðið í
Grunda. Þegar við hugsum til þín kemur
margt upp í hugann. Sterkari karakter
er erfitt að finna, þú varst ákveðin og
sagðir nákvæmlega það sem þér fannst
og varst óhrædd við að segja þínar skoð-
anir en jafnframt svo hlý og góð og spar-
aðir ekki gullhamrana í garð okkar og
fjölskyldu okkar. Þú skilur eftir stórt
skarð sem aldrei verður fyllt. Ekki má
gleyma að minnast á manninn sem þú
varst búin að búa með síðan árið 1951,
hann afa Togga sem óhætt er að fullyrða
að sé engill í mannsmynd. Afi var þín
stoð og stytta í öllum þínum veikindum,
en það var nú aldrei neitt mikið að þér að
þinni eigin sögn. Þú getur treyst því að
við munum hlúa og hugsa vel um hann
afa og ef við þekkjum Abbý rétt verður
hún með annan fótinn í Grunda eins og
hefur verið hingað til, en ykkur kom svo
vel saman og hugsuðu pabbi og Abbý
ákaflega vel um ykkur, og erum við inni-
lega þakklátar fyrir það. Takk fyrir
þessi dýrmætu ár og mun minning þín
lifa í hjarta okkar og huga alla tíð. Góða
nótt elsku amma okkar.
Þú gengin ert hugglöð á frelsaras fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Þínar ömmustelpur,
Erla og Helga Sigurjónsdætur.
Síminn hringdi, þetta var Þorgrímur
Sigurjónsson, vinur og náfrændi, að
segja mér að nú hefði konan hans Guðný
Jósteinsdóttir kvatt þennan heim eftir
erfið veikindi. Gugga og Toggi, sem þau
voru af öllum kölluð, voru búin að vera í
farsælu hjónabandi í yfir 40 ár og breitt
hlýjan faðm sinn utan um afkomendur
sína og vini. Kornung kenndi Gugga sér
meins í baki og var lengst af heimavinn-
andi húsmóðir. Hún bjó í Kirkjubæ á
Húsavík, bak við kirkjuna, en heimili
mitt var frammi á bakkanum á móti, við
stigann sem tengdi þorpið við fjöruna.
Ég minnist okkar mest húkandi í stig-
anum eða bakkanum með kassa fulla af
Hollywood-leikaramyndum. Við býttuð-
um á myndum og prógrömmum og
ræddum sigra þeirra og ósigra, hjóna-
bönd, skilnaði, afmælisdaga og aldur.
Enda þótt Gugga héldi almest upp á
Betty Grable en ég dýrkaði Dorothy
Lamour kastaðist aldrei í kekki á milli
okkar. Við höfðum ekki hugmynd um að
nú var græðlingur vináttu að vaxa í hug-
um okkar beggja. Ekki sú vinátta sem
stöðugt þurfti að viðhalda og vökva, ekki
heldur vinátta sem fjarska oft er ruglað
saman við kunningsskap, heldur var sú
planta fjölær eins og elstu tré sem engin
leið er að rífa upp með rótum. Því ára-
tugum saman eftir að ég var flutt suður
en kom norður á hverju sumri heimsótti
ég þau Guggu og Togga. Við föðmuð-
umst, drukkum kaffi, þökkuðum fyrir
jólakort og hlökkuðum til að hittast
næsta sumar. Enn vissum við ekki að
vinátta okkar dafnaði vel undir yfirborð-
inu og var orðið stutt í að hún blómstraði
sýnilega. Fáeinum árum áður en upp var
kveðinn stóri dómurinn um sjúkdóminn,
sem lagði hana að velli, sátum við eins og
áður yfir kaffi hjá henni. „Heyrðu,“
sagði Gugga og brosti. „Þú lofaðir mér
fyrir löngu að teikna handa mér mynd
sem ég ætlaði að hafa uppi á vegg!“ „Það
getur ekki verið,“ sagði ég hissa. En hún
sannfærði mig, svo óðara kviknaði sam-
viskubit innra með mér. Ég hugsaði
mikið um þetta um veturinn. Hvað í
ósköpunum átti ég að teikna? Útkoman
varð sú að ég teiknaði okkur saman litlar
ofarlega í stiganum góða með skólatösk-
ur, ég mesta písl með langa fléttinga, en
hún öll þroskaðri og myndarlegri. Neðar
við stigann vorum við Gugga gamlar og
gráhærðar, Gugga í hjólastól en ég með
lúðurheyrnartæki, en á himninum fyrir
ofan allt svifu valin leikaranöfn frá
Hollywood og vantaði hvorki Betty né
Dorothy! Með þetta mætti ég í heimsókn
til vinkonu minnar og tók hún mér fagn-
andi. Ég mun alla ævi verða forsjóninni
þakklát fyrir að ég uppfyllti þessa hóg-
væru ósk nógu snemma, þótt útkoman
væri galsafengin. Einmitt um þessar
mundir opnaðist vináttublómið okkar og
frá okkur streymdu hlý orð um vænt-
umþykju og gildi þessarar vináttu sem
við vorum vissar um að myndi halda
áfram að lifa út yfir gröf og dauða og
verða vermandi arfur til fjölskyldna okk-
ar. Góðmennið Toggi frændi sinnti
veikri konu sinni á hinn besta hugsan-
lega hátt og á þakklæti og virðingu okk-
ar skilið. Minning mín um Guggu mun
aldrei missa lit né ilm.
Herdís Egilsdóttir.
Guðný Jósteinsdóttir
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins.
Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt-
ingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birt-
ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda
lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar
um hvar og hvenær sá sem fjallað er
um fæddist, hvar og hvenær hann lést
og loks hvaðan og klukkan hvað útför-
in fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynn-
ingu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um
annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í inn-
sendikerfinu. Hafi æviágrip þegar ver-
ið sent er ráðlegt að senda myndina á
netfangið minning@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar