Morgunblaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 35
frítt rafmagn, maturinn er ágætur
og hér á ég góða félaga.““
Hrollvekjandi saga
Nýja bókin, Want you Dead,
hefur slegið í gegn. Segðu mér frá
henni.
„Sagan er byggð á raunveruleg-
um atburðum sem gerðust í
Brighton fyrir nokkrum árum og
ég hef einnig til hliðsjónar aðrar
sannar sögur. Kona hitti mann í
gegnum stefnumótaþjónustu.
Þetta var myndarlegur maður frá
Kanada sem vann í banka og þau
urðu elskendur. Í hvert sinn sem
maðurinn kom í heimsókn skildi
hann eitthvað eftir, vasaklút,
sokka, nærbuxur – það var eins og
hann væri hægt og bítandi að búa
sig undir að flytja inn. Svo kom
hann eitt sinn með trúlof-
unarhring og bað konunnar. Móðir
konunnar hafði illan bifur á mann-
inum og réð einkaspæjara til að
grennslast fyrir um hann og sá
komst að því að maðurinn hafði
logið um alla fortíð sína. Hann
hafði setið í fangelsi í þrjú og hálft
ár fyrir að hafa beitt konu í
Bandaríkjunum ofbeldi og hlotið
annan fangelsisdóm í Kanada
vegna ofbeldis gegn konu. Konan
sleit sambandinu og þar með hóf-
ust vandræði hennar og foreldra
hennar. Maðurinn leigði íbúð beint
á móti íbúð konunnar og hóf að of-
sækja hana. Hann kenndi for-
eldrum hennar um sambandsslitin
og reyndi að kveikja í húsi þeirra
og lögreglan komst að því að hann
hafði áform um að drepa þau.
Lögreglan leitaði mannsins og
fann hann þar sem hann var úti á
akri með lásboga og lék sér að því
að skjóta að graskeri en mynd af
andliti konunnar var límt á það.
Maðurinn slapp frá lögreglunni en
seinna sást hann, dulbúinn sem
læknir, í öryggismyndavél á spít-
ala þar sem konan lá. Bíll hans
fannst á bílastæðinu og í honum
voru alls kyns tæki og tól sem
hægt var að nota til pyntinga.
Hann ætlaði sér greinilega að
nema konuna á brott. Nú situr
þessi maður í fangelsi.
Mér fannst þetta gríðarlega
áhugaverð og hrollvekjandi saga.
Aðalpersóna bókar minnar er ein-
hleyp þrítug kona sem hittir mann
í gegnum stefnumótaráðgjöf.
Hann er Herra töfrandi og hún
fellur fyrir honum og kemst síðan
að því að fortíð hans er mjög
dökk. Hún slítur sambandinu og
hann ætlar ekki að láta hana kom-
ast upp með það.“
Hafði ekkert sjálfstraust
Hvaða rithöfundar heldurðu að
hafi haft mest áhrif á þig?
„Á aldrinum níu til ellefu ára
voru það Hemingway, Dickens,
Arthur Conan Doyle og Agatha
Christie. Fjórtán ára gamall las
ég skáldsögu Grahams Greene,
Brighton Rock, en ég ólst upp í
Brighton. Þar til Brighton Rock
kom út var enska glæpsagan í
takt við hefð Agöthu Christie, í
fyrsta kaflanum fannst lík í bóka-
herberginu og tekið var til við að
leysa morðgátuna. Brighton Rock
var allt öðruvísi glæpasaga.
Skúrkurinn, Pinky, er sautján ára
kaþólikki og morðingi sem óttast
eilífa útskúfun og endir bók-
arinnar er sálfræðilega myrkur.
Fjórtán ára gamall lagði ég bók-
ina frá mér og sagði við sjálfan
mig: Einhvern tíma ætla að ég að
skrifa glæpasögu sem gerist í
Brighton. Þessi saga Grahams
Greene hafði gríðarleg áhrif á mig
og af henni lærði ég að upphafs-
setningin á að heilla lesandann.
Upphafssetningin í Brighton Rock
er: „Hann hafði ekki verið nema
þrjá tíma í Brighton þegar hann
vissi að þeir ætluðu að drepa
hann.“ Maður hreinlega verður að
lesa áfram!
Í dag er Michael Connelly
uppáhaldsglæpasagnahöfund-
urinn minn, hann skrifar mjög
trúverðugar bækur. Ég er hrif-
inn af bókum Jo Nesbø. Ég man
þig eftir Yrsu Sigurðardóttur
finnst mér frábær draugasaga,
ég varð beinlínis hræddur þegar
ég las hana.“
Þegar þú sest niður til að
skrifa glæpasögu, hvað hefurðu
þá í huga?
„Það eru þrjú meginatriði sem
skipta máli í skriftum. Í fyrsta
lagið er það persónusköpun.
Maður les sögu til að komast að
því hvað verður um persónurnar.
Númer tvö er rannsóknarvinna
því ef lesandinn fær á tilfinn-
inguna að höfundurinn viti ekki
hvað hann er að skrifa um þá
missir hann trú á honum. Ég set
sögufléttuna ekki ofar en í þriðja
sæti því þótt ég hafi gaman af
góðu plotti þá veit ég að ef les-
andinn trúir ekki á persónurnar
og finnst að höfundurinn hafi
ekki vit á því sem hann er að
skrifa um þá missir hann sjálf-
krafa áhuga á söguþræðinum.“
Þú nýtur gríðarlegrar vel-
gengni. Áttirðu einhvern tíma
von á því að verða þekktur og
víðlesinn rithöfundur?
„Sem barn hafði ég ekkert
sjálfstraust. Ég byrjaði að skrifa
sjö ára gamall en trúði því aldrei
að fólk ætti eftir að lesa nokkuð
eftir mig. Fyrsta bókin mín sem
vakti verulega athygli var Pos-
session sem kom út árið 1988 og
lenti í fyrsta sæti metsölulistans
og ég varð furðu lostinn. Það
kemur ennþá fyrir að ég hugsa
með mér að fólk eigi eftir að
komast að því að það sé ekkert
varið í mig sem rithöfund.
Ég las mikið sem barn og tók
eftir því að margir af eftirlæt-
ishöfundum mínum, eins og Alist-
air MacLean, fóru að skrifa slak-
ar bækur þegar velgengni þeirra
jókst. Ég reyni af öllum mætti að
varna því að svo verði hjá mér.
Ég legg mig fram við að hafa
hverja nýja bók betri en þá síð-
ustu. Mér finnst ég alltaf verða
að hækka viðmiðið.“
» „Af hverju situr þú inni?“ spurði ég. Húnsagði: „Tengdamóðir mín fór á spítala og
allir áttu von á því að hún myndi deyja þar. Svo
ég hreinsaði bankareikninginn hennar en
gamla herfan dó ekki heldur kom heim. Ég
vissi að hún myndi komast að því hvað ég hafði
gert svo ég varð að eitra fyrir hana. Þá áttaði
ég mig á því að maðurinn minn myndi komast
að því svo ég varð líka að eitra fyrir hann.“
Peter James „Það kemur
ennþá fyrir að ég hugsa með
mér að fólk eigi eftir að kom-
ast að því að það sé ekkert
varið í mig sem rithöfund.“
kka viðmiðið
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00
Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00
Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Lau 3/1 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00
Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Sun 4/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00
Fös 26/12 kl. 13:00 Lau 10/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00
Fös 26/12 kl. 16:00 Sun 11/1 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins!
Bláskjár (Litla sviðið)
Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00
Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 13/12 kl. 20:00 Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00
Lau 27/12 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00
Nýjar aukasýningar komnar í sölu!
Beint í æð (Stóra sviðið)
Fös 12/12 kl. 20:00 Sun 14/12 kl. 20:00 aukas. Lau 20/12 kl. 20:00 aukas.
Lau 13/12 kl. 20:00 aukas. Fös 19/12 kl. 20:00 aukas. Lau 27/12 kl. 20:00 aukas.
ATH janúar sýningar komnar í sölu!
Jesús litli (Litla sviðið)
Fim 11/12 kl. 20:00 6.k. Sun 14/12 kl. 20:00 8.k. Mán 29/12 kl. 20:00
Fös 12/12 kl. 20:00 7.k. Sun 28/12 kl. 18:00
aukasýning
Sun 14/12 kl. 18:00
aukasýning
Sun 28/12 kl. 20:00
Fimm stjörnu mannbætandi leikhúsupplifun!
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)
Lau 13/12 kl. 13:00 aukas. Sun 14/12 kl. 15:00 aukas. Sun 21/12 kl. 13:00
Lau 13/12 kl. 15:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 15:00 aukas.
Sun 14/12 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 15:00 aukas.
Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap
Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl.
★★★★ – SGV, MblHamlet –
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Ævintýrið um Augastein (Aðalsalur)
Sun 14/12 kl. 14:00
MP5 (Aðalsalur)
Fös 12/12 kl. 20:00 Mán 15/12 kl. 20:00
Lífið (Aðalsalur)
Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 15:00
Lísa og Lísa (Aðalsalur)
Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00
Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00
Aðventa (Aðalsalur)
Sun 14/12 kl. 20:00
Miðasala og nánari upplýsingar á midi.is og
í Gamla bíói 2 klst. fyrir sýningar s: 563 4000
Gamla bíó býður á barnaball
» Sun. 14. des kl. 13.00 og 16.00
X-mas, styrktartónleikar X977
» Þri. 16. des kl. 20.00
Útgáfutónleikar AmabAdamA
» Fim. 18. des kl. 22.00
Skötuveisla með Andreu Gylfa
» Þorláksmessa - 23. des kl. 11.30
Nýárs gala kvöld í Gamla bíó
» Fim. 1. jan 2015 kl. 18.00
þið elskuðu,
hvert annað
því að er frá Guði
kominn og hver sem
er barn Guðs
og þekkir Guð
– með morgunkaffinu