Morgunblaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 9
Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is „Það töldu allir að þetta væri af- greitt mál, að við myndum tilheyra Suðurkjördæmi,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. Hann segist fyrst hafa frétt af því að Hornafjörður skyldi áfram til- heyra umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi þegar hann las það í til- kynningu frá innanríkisráðuneytinu. Þar kom fram að sveitarfélagið Hornafjörður skyldi teljast til um- dæmis lögreglustjórans á Austur- landi þar til úttekt á rekstrarfor- sendum lögreglunnar á Austurlandi hefði farið fram. Björn furðar sig á því að úttekt á rekstrarforsendum komi fyrst upp núna og spyr hvað menn séu búnir að vera að gera allan þennan tíma. „Hafa menn virkilega ekki skoðað fjárhagslegan grundvöll fyrir þeim embættum sem þeir eru að búa til og sameina?“ spyr Björn Ingi. Ákvörðun um flutning á Suð- urland hafði ekki verið tekin Jóhannes Þór Skúlason, aðstoð- armaður Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, segir það aldrei hafa verið ákveðið að lögreglan á Höfn skyldi vera með Suðurlandi. „Hið rétta er að engin ákvörðun hafði verið tekin um það hvoru umdæm- inu Hornafjörður skyldi tilheyra, enda hafði reglugerð um umdæmi lögreglu ekki verið sett,“ segir Jó- hannes Þór. Björn Ingi segir að þrátt fyrir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvoru umdæminu Hornafjörður skyldi tilheyra hafi farið út vinnu- skjal frá ráðuneytinu þar sem búið var að setja Hornafjörð undir lög- reglustjórann á Suðurlandi. „Eins og ég hef alltaf verið að benda á þá er búið að vera að vinna eftir þeirri hugsun síðustu vikur og mánuði. Lögreglustjórinn á Suður- landi er búinn að koma og hitta lög- regluþjónana hér og fara yfir hvernig hann sér skipulagið og framtíðina í þessu máli fyrir sér,“ segir Björn. Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur einnig fundað með Birni þar sem farið var yfir al- mannavarnamál. Næsti fundur Björns með lögreglustjóranum á Suðurlandi var á dagskrá um miðj- an desember en þar ætlaði lögreglu- stjórinn að funda með bæjarstjórum þeirra sveitarfélaga sem heyra und- ir hans embætti. „Þannig að þó það hafi ekki verið búið að gefa út reglugerðina þá hef- ur verið í gangi vinna, í samræmi við það að við tilheyrum Suðurlandi, síðan í byrjun september,“ segir Björn og bætir við að sér finnist þetta mál undarlegt. „Það er alltaf skrítið þegar ráðherrar skrifa undir eitthvað svona, sem er vinkilbeygja á því sem búið er að vera í gangi, Segir vinnubrögðin vera skrítin  Bæjarstjóri Hornafjarðar taldi að lögregluembættið myndi tilheyra Suðurkjördæmi  Las síðan annað á vef innanríkisráðuneytisins Lögregluumdæmi » Stefnubreytingin kom flatt upp á bæjarstjóra Hornafjarðar » Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, Jóhannes Þór Skúla- son, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um flutning embættisins á Höfn til Suður- landsumdæmis. Morgunblaðið/Golli Höfn í Hornafirði Unnið hafði verið eftir vinnuskjali innanríkisráðuneytisins í nokkra mánuði. fimm mínútum áður en þeir hætta.“ Björn segir að vilji sé fyrir því að hafa fjóra lögregluþjóna á Höfn í Hornafirði en ekki tvo til þrjá eins og verið hefur. Það sé hins vegar erfitt fyrir sveitarstjórnina að beita sér fyrir því þar sem þingmenn sveitarfélagsins séu í Suðurkjör- dæmi en sveitarfélagið heyri undir lögreglustjórann á Austurlandi. Aðspurður segir hann að sveit- arstjórnin hafi myndað sér stefnu í þessum efnum þegar ráðuneytið leitaði fyrst til þeirra fyrir nokkru. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014 Á jólasýningu Árbæjarsafns í gær var meðal annars hægt að fylgjast með útskurði á laufabrauði líkt og for- feður okkar og -mæður gerðu í árdaga. Fullorðnir og börn sátu í gamla Árbænum með vasahnífa á lofti og sýndu mikla fimi í útskurðinum. Jólasveinar voru á ferli í safninu, sungin jólalög og smakkað á hangikjöti. Morgunblaðið/Eggert Laufabrauðsútskurður að gömlum sið VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 36% þeirra sem beita drengi kynferðislegu ofbeldi eru ókunnugir karlar. 100% hreinar Eggjahvítur Þú þekkir okkur á hananum Án allra aukaefna! Gerilsneyddu eggjahvíturnar frá Nesbú eru frábær valkostur í jólabaksturinn. Hugsaðu um hollustuna, veldu eggjahvítur frá Nesbú. Ís le ns k framleiðsla Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is Tryggvagötu 18 - 552 0160 Gjöfin sem vermir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.