Morgunblaðið - 08.12.2014, Síða 17

Morgunblaðið - 08.12.2014, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014 Jólasnyrting Guðmundur Hallgrímsson, rúningsmaður og klaufsnyrtir á Hvanneyri, var í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær og snyrti sauðfé og nautgripi fyrir jólin. Kristinn Stjórnendur í skóla og skólafólk allt verður að hafa þokkalega kunnáttu í þeirri tækni sem nemendur í dag not- ast við. Hún er það aðgengileg að engin afsökun er fyrir fólk lengur að vísa frá sér. Rétt eins og skólafólk þarf að kunna að lesa og skrifa þarf það einnig að hafa einhverja tilfinn- ingu fyrir algengustu græjum í upplýsingageiranum. Tólin eru orðin það einföld og algengustu forrit svo notendavæn að allt skynsamt fólk á að geta lært á þau. Þau eru einfaldlega hluti af daglegu lífi okkar. Rétt eins og lestur og skrift. Í gær eða á morgun? Við erum ekki að kenna nem- endum okkar efni gærdagsins né heldur efni dagsins í dag. Við viljum kenna þeim að komast af í framtíð sem ekkert okkar þekkir í dag. En þó er nokkuð víst að helsta upplýsingakelda nútímans er á netinu. Þar má finna nánast allt sem fróðleiksfúsir vilja finna. Og á aðgengilegan hátt. Þannig fræðist ungt fólk í dag. Skólinn hlýtur því að notfæra sér þau stórbrotnu tæki- færi sem upplýs- ingaveitur bjóða öll- um. Við þurfum að hvetja fólk til að nýta sér tæknina en vera um leið gagnrýnið á þann aragrúa upplýs- inga sem þar flögrar um. Skólar eiga að skila til samfélagsins sjálfstæðum ein- staklingum með þroskaða og gagnrýna hugsun. Fólki sem kann að afla sér upplýsinga þar sem þær er að fá og hefur skilning á því hvernig megi meta þær og meðhöndla. Þá erum við á réttri leið með skólastarfið. Til þess að svo megi verða þurfum við allir kennarar að læra á miðlana sem unga fólkið nýtir sér. Ef við þrjóskumst við endum við eins og ólæs manneskja sem ætlar að kenna öðrum að lesa. Upplýs- ingaöldin er brostin á og skóla- kerfið verður að fylgja henni. Nýtum tæknina í okkar þágu fremur en að gerast þrælar henn- ar. Verksmiðja eða sköpunin Einkenni ríkjandi skólakerfis hefur oft verið dregið fram sem ítroðsla og minnisþrautir þar sem mælikvarði á gæði er byggður á samræmdum prófum. Lotningin fyrir þeim er slík að skólar jafn- vel beina tilteknum nemendum frá samræmdum prófum. Ekki vegna nemendanna heldur til að láta „hinn vafasama“ hóp ekki draga orðspor skólans niður. Ríkjandi skólakerfi er af- sprengi iðnaðarsamfélagsins þar sem áhersla var lögð á að flokka fólk í hópa sem nýttust svo við verksmiðjurnar. Sú áhersla hefur verið ríkjandi í um 100 ár og hreiðraði svo rækilega um sig að við tökum henni sem gefinni án umhugsunar. Kennari ræður sig í skóla og er skellt inn í kerfi sem fljótt greypir vitund hans. Jafn- vel ungir og ómótaðir kennarar, sem vilja sjá breytingar, eru fljótlega gleyptir af viðhorfi sem á ensku er skammstafað TTWWADI (That’ s The Way We’ve Always Done It). Áður en varir eru þeir komnir á færiband- ið. Upplýsingasamfélagið er skoll- ið á í daglegu lífi fólks. Nægir þar að litast um í samfélaginu. Hvar sem er má sjá fólk hamast á tölvum í einhverri mynd – ým- ist að sækja sér upplýsingar, skemmtun eða bara rabba við vini. Þessir sömu einstaklingar ganga svo inn í skóla sem ekki hafa hleypt upplýsingaöldinni inn í skipulag sitt. Hafa meira að segja margir bannað „þessar fjandans tölvur og síma“ í stofum sínum. Þess vegna leiðist fólki í skólum. Þess vegna detta margir úr skólum. Þess vegna eru allt of mörg agavandamál í skólum. Hugmyndafræði skólakerfisins byggist á fortíð sem í raun er horfin í stað þess að búa nem- endur sína undir framtíðina á upplýsingaöld. Sumir hafa haldið því fram að hin einsleita hugmyndafræði skólakerfisins með öllum sínum þörfum til flokkunar og samræm- ingar eigi rætur að mestu í vinstra heilahveli enda hentar ræktun þess vel hinu smurða iðn- aðarsamfélagi. Gegn þessu er svo bent á að framtíðin kalli á meiri skapandi hugsun og nýsköpun sem hins vegar á rætur í hægra heilahveli. Sé þetta rétt hljótum við að vilja breyta skólunum þannig að þeir búi viðskiptavini sina undir virka þátttöku í upp- lýsingasamfélagi. Forvitin og skapandi Fáir hafa lýst markmiðum skólastarfs betur en Salman Khan – sá er skapaði hina stór- kostlegu Khan-akademíu. Kahn skrifaði: „Hvað eiga skólar að gera? Hvert er markmiðið með starfi þeirra? Við hljótum að vilja kenna nemendum okkar að læra, viðhalda forvitni þeirra og efla sjálfstraust þeirra gagnvart al- netinu.“ Þetta er einfaldlega kjarni málsins. Sá sem kann að læra og er nógu forvitinn til að afla sér frekari þekkingar er í góðum málum. Við getum svo spurt okkur sjálf hvort hinn rót- gróni TTWWADI-skóli svari þessum markmiði. Hvort það sé vænlegra til að svala forvitni og efla sjálfstraust að kennarinn sé hinn virki malari eða sá sem læt- ur skipa virkni nemenda sinna í öndvegi. Til allrar hamingju eru fjölmargir kennarar að svara þessu kalli tímans en hefðin og kerfið eru að vanda helstu drag- bítar. Skólar gærdagsins eða morgundagsins Eftir Hjálmar Árnason »Hlutverk skóla er að kenna nemendum að læra, halda þeim forvitnum og sjálfbjarga í netheimum. Þannig búum við þá undir morgundaginn. Hjálmar Árnason Höfundur er framkvæmdastjóri Keilis og hefur starfað lengi að skólamálum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.