Morgunblaðið - 08.12.2014, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014
Allt frá því að tekin
var ákvörðun um að
heimilt væri að ala
norskan lax í sjó við Ís-
landsstrendur hefur
verið deilt um áhætt-
una af þessari starf-
semi fyrir villta laxa-
stofna. Talsmenn
laxeldisins hafa jafnan
haldið því fram að lítil
hætta sé á að eldislax
sleppi úr kvíum og ef svo ólíklega
vilji til að slíkt gerist þá muni hann
ekki lifa af sjávarvistina. Þá hafa
þeir sagt að sökum þess að laxinn sé
kynbættur með það í huga að seinka
kynþroska muni hann ekki leita í
ferskvatn til hrygningar. Sleppi lax-
inn úr netkvíum muni hann einfald-
lega synda til hafs og drepast. Allt
hefur þetta reynst vera ósannindi,
líkt og þegar rætt var um hættuna af
innflutningi á mink til Íslands fyrir
hundrað árum. Það sorglega við
þetta er að stjórnvöld hafa keypt
þessar fullyrðingar líkt og forðum.
Við sem vörum við hættunni höfum
verið stimplaðir úrtölumenn sem
hafi það eitt að markmiði að skemma
fyrir atvinnugreininni.
Síðastliðið haust var Fiskistofu til-
kynnt að 200 laxar hefðu sloppið úr
sjókví Arnarlax í Patreksfirði. Þetta
fór hljótt framan af enda um „smá-
slys“ að ræða. Nú er búið að veiða á
þessu svæði, á stöng og í net a.m.k.
400 eldislaxa og er sú tala varlega
áætluð. Af þessu verður ekki annað
ráðið en að þúsundir laxa hafi slopp-
ið. Er þá litið til eðlilegra affalla laxa
um veturinn í sjó. Þannig hefur nátt-
úran nú komið upp um lygamálin og
framtíð sjókvíaeldis á norskum laxi
við Ísland verður að skoða í nýju
ljósi. Rannsóknir hafa leitt í ljós að
eldislaxarnir sem veiddust voru
farnir að mynda svil og hrogn og
voru sumir þeirra
komnir að hrygningu.
Þeir laxar sem ekki
tóku færi veiðimanna
eru sjálfsagt búnir að
hrygna þegar þessi orð
eru sett á blað og eng-
inn veit um fjölda
þeirra eða það sem
verra er hversu víða
þeir leituðu í ferskvatn
til þess arna. Þá er ekki
síður athyglisvert að
aldursgreining á veidd-
um strokulaxi bendir
eindregið til þess að laxarnir hafi
ekki komið úr sömu kvínni og séu
ekki allir af sömu kynslóð. Þetta
segir okkur einfaldlega að eldislax
er að sleppa úr eldiskvíum við Ísland
eins og reyndar alls staðar í heim-
inum þar sem lax er alinn í sjó. Því
meira eldi, því fleiri strokulaxar.
Allt sem við höfum sagt um hætt-
una af þessari starfsemi hefur
reynst rétt, en allt sem laxeldismenn
hafa haldið fram er rangt. Við stönd-
um frammi fyrir sömu náttúru-
spjöllum og aðrar þjóðir verði sjó-
kvíaeldi á norska laxinum aukið eins
og áform eru um.
Reynslan í Noregi
Reynsla Norðmanna af hegðun
strokulaxa úr sjókvíum er að laxinn
þvælist víða og aðeins hluti hans
kemur fram á því svæði sem hann er
alinn. Dreifing á eldislaxi sem slepp-
ur úr sjókvíum er mikil og kemur
hann einnig fram í ám sem liggja
langt frá þeim stað sem hann var
settur í sjókvíar. Þegar litið er til
þessara staðreynda skýtur skökku
við að norskur eldislax, alinn í sjó við
Ísland, skuli vera markaðssettur er-
lendis sem vistvæn afurð. Ekkert er
fjær lagi en að sú fullyrðing nái máli.
Í Noregi hefur einnig komið í ljós að
eldislax sem leitar í laxveiðiár fer of-
arlega í árnar til hrygningar. Í hinni
frægu laxveiðiá Alta í Noregi er
jafnan dregið á ána efst við stíflu á
haustin. Í haust komu þar upp í
ádrætti á einni viku 62 laxar. Af
þeim reyndust 56 vera eldislaxar.
Norðmenn heimila ekki eldi laxa við
Noreg sem eiga uppruna í öðrum
löndum af umhverfisástæðum. Það
ætti að vera íslenskum stjórnvöldum
umhugsunarefni.
Framandi ágeng tegund
Erfðanefnd landbúnaðarins metur
norska laxinn sem alinn er við Ísland
sem framandi tegund í íslenskri
náttúru. Í ljósi þess að norskur
strokulax úr sjókvíum við Ísland lifir
sjávarvist, verður kynþroska og
sækir aftur í ferskvatn til hrygn-
ingar má ljóst vera að hér er einnig
um ágenga framandi tegund að ræða
sem ógnar íslensku lífríki. Umhverf-
isáhrif vegna blöndunar laxastofna
eru óafturkræf.
Lagaumgjörð um eldi á norskum
laxi við Ísland verður að taka mið af
þeirri eyðileggingu sem stórfellt eldi
mun valda á íslenskum laxastofnum
líkt og gerst hefur með laxastofna í
Noregi og Skotlandi. Ábyrgð opin-
berra aðila á meðferð norska laxins í
eldi og afleiðingum þess að hann
mengi íslenska laxastofna verður að
skýra betur en nú er í gildandi lög-
um og reglum. Veiðiréttareigendur
eiga rétt á að þeirri spurningu sé
svarað hvaða hagsmunir verða látnir
víkja þegar stefnir í óefni með eldi á
norska laxinum.
Eftir Óðin
Sigþórsson » Við stöndum frammi
fyrir sömu náttúru-
spjöllum og aðrar þjóðir
verði sjókvíaeldi á
norska laxinum aukið
eins og áform eru um.
Óðinn Sigþórsson
Höfundur er formaður
Landssambands veiðifélaga.
Lygamál laxeldisins
Dags íslenskrar
tónlistar – var ræki-
lega minnst á RÚV 5.
des sl. og sveif mikill
hátíðleiki yfir vötn-
unum RÚV í tilefni
dagsins. Jakob
Magnússon, tónlist-
armaður/listamaður
hélt „hjartnæma“
ræðu um afrek tón-
listarmanna, ekki
kom fram um hvað langt árabil.
Umrædd „hátíðarræða“ var
grunntónninn um áhrif lista-
manna hjá RÚV er ætti þó að
skera niður, – sem yrði til þess að
öll tónlist í landinu myndi þagna;
til áherslu var flutt „þagn-
artónlistarverk“. Hvað sem líður
„þagnartónlistarverkinu“ – þá býr
listin/tónlistin/söngurinn allt um
kring í náttúrunni, í fólkinu sjálfu,
leitar sér farvegs eftir þörfum –
sjálfskipaðir listamenn munu
aldrei þagga niður„hinn sanna
tón“.
Ekki eitt einasta orð um þakk-
læti heyrðist um þá aðstöðu sem
listamenn hafa notið ótæpilega –
hjá ríkisútvarpinu frá upphafi.
Alls ekki má draga saman hjá
listamönnum á RÚV – engu máli
virtist skipta að reka stofnunina
skynsamlega; en það er skattp-
índur almenningur sem borgar,
skiptir það ekki máli?
Að lokum var sungið ljóð eftir
þjóðskáldið, Davíð Stefánsson
(Snert hörpu mína…) sem loka-
stef – í tilefni dagsins.
Vel er við hæfi, að minnast orða
Davíðs Stefánssonar á Lista-
mannaþingi árið 1945,
þar sem skáldið
bregst þjóð sinni til
varnar, – nú í tilefni
dags íslenskrar tón-
listar: „Svo vitur og
veglynd er hún, (þ.e.
þjóðin) og á annan
hátt er drengilegra að
launa henni fóstrið en
dæma hana og sak-
fella um þrjósku og
þröngsýni… –…Síð-
ustu ár hafa ritlaun
farið vaxandi, lista-
verk hækkað í verði, svo fleiri
geta nú eingöngu helgað sig og
list sinni. Þetta er lofsverður
ávinningur, … – en hvað sem líður
afkomu listamannsins, verða höf-
uðlaun hans og lífsgleði þó alltaf í
því fólgin að skapa hið andlega
verðmæti – listaverkið“. (Ævisaga
Davíðs Stefánssonar frá Fagra-
skógi, bls 327. Höf. Friðrik G. Ol-
geirsson.)
Framangreind orð þjóðskálds-
ins, Davíðs Stefánssonar eru vel
við hæfi vegna heimtufrekju lista-
manna í tilefni dags íslenskrar
tónlistar á RÚV.
Eftir Sigríði
Laufeyju
Einarsdóttur
Sigríður Laufey
Einarsdóttir
» „… – en hvað sem
líður afkomu lista-
mannsins, verða höf-
uðlaun hans og lífsgleði
þó alltaf í því fólgin að
skapa hið andlega verð-
mæti – listaverkið.“
Höfundur er guðfræðingur og
bókmennta- og tónlistarunnandi.
„Hagsmunabarátta
listamanna á RÚV?“
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
VIFTUR
Í MIKLU ÚRVALI
Það borgar sig að nota það besta!
• Bor›viftur
• Gluggaviftur
• I›na›arviftur
• Loftviftur
• Rörablásarar
• Ba›viftur
• Veggviftur
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is
SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ
SÉRBLAÐ
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, föstudaginn 19.des
Í blaðinu verður
fjallað um þá
fjölbreyttu flóru
sem í boði er fyrir
þá sem stefna
á frekara nám
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið
gefur út sérblað
um skóla og
námskeið
mánudaginn
5. janúar.