Fréttablaðið - 16.06.2015, Page 12

Fréttablaðið - 16.06.2015, Page 12
16. júní 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 RENAULT CLIO DYNAMIC Nýskr. 06/14, ekinn 12 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.990 þús. Rnr. 191823. TOYOTA YARIS HYBRID Nýskr. 07/12, ekinn 52 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.490 þús. Rnr. 282357. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is facebook.com/bilaland.is NISSAN JUKE ACENTA Nýskr. 11/13, ekinn 25 þús. km. dísil, beinskiptur. Rnr. 120697. RENAULT MEGANE Nýskr. 06/13, ekinn 62 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.890 þús. Rnr. 102409. SUBARU OUTBACK LUX Nýskr. 11/13, ekinn 49 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.770 þús. Rnr. 142834. HYUNDAI i30 CLASSIC Nýskr. 03/12, ekinn 39 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.450 þús. Rnr. 120687. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 06/13, ekinn 36 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 3.990 þús. Rnr. 282179. Frábært verð! 3.150 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 90% FJÁRMÖGNUN TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! NEYTENDAMÁL „Þetta er að mínu mati bæði taktlaust, getur stórskað- að og verðbólgan farið á flug,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Borið hefur á því að birgjar hafi hækkað verð á vörum sínum til að bregðast við nýjum kjarasamningum. Sem dæmi má nefna að kjöt- vinnslan Norðlenska hefur hækkað verð á kjöti um tvö til þrjú prósent. Þá hefur heildsalan Tradex hækk- að fiskvörur um 5,8 prósent. Hvort tveggja skýrist af launahækkunum starfsfólks. Jóhannes segir skilaboð Neyt- endasamtakanna til birgja og versl- ana vera að leita eigi allra leiða til að hagræða. „Dembið þessu ekki beint út í verð- lagið með því að láta neytendur borga.“ Jóhannes telur að afkoma versl- unarinnar hafi verið það góð að svigrúm ætti að vera til að bregð- ast við launa- hækkunum með öðrum hætti en verðhækkunum. - snæ Birgjar og verslanir virðast vera byrjuð að bregðast við kjarasamningum: Launahækkanir hækka verðið KJÖT Norðlenska hefur hækkað verð á kjöti vegna nýrra launahækkana. Aðrir birgjar hafa meðal annars hækkað verð á kjötbollum og annarri kælivöru. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓHANNES GUNNARSSON HAFNARFJÖRÐUR Rekstur Hafnar- fjarðarkaupstaðar stendur ekki undir sér ef marka má skýrslu Íslandsbanka um fjármál sveit- arfélaga. Sveitarfélagið sé yfir- skuldsett og daglegur rekstur þess standi ekki undir skulda- álaginu að öllu jöfnu. Er Hafnar- fjörður í sömu stöðu og Breiðdals- hreppur og Reykjanesbær hvað þetta varðar. Athygli vekur að Íslandsbanki gerði sams konar úttekt á stöðu sveitarfélaganna í apríl í fyrra. Þá lágu til grundvallar ársreikn- ingar fyrir árið 2013 og var þá Hafnarfjarðarkaupstaður talinn geta staðið vel undir öllum sínum skuldbindingum. Nú, þegar árs- reikningar ársins 2014 eru teknir til skoðunar, kemur í ljós að stað- an hefur versnað og samkvæmt sérfræðingum bankans lendir sveitarfélagið í erfiðleikum verði ekki tekið í taumana. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir þessa niðurstöðu Íslandsbanka staðfesta það sem sjálfstæðis- menn hafi sagt á síðasta kjörtíma- bili um fjárhagsástand bæjarins. „Þetta kemur okkur ekki á óvart og staðfestir það sem við höfum verið að segja um fjárhagsstöðu bæjarins. Hér erum við að eiga við þann fortíðarvanda sem blas- ir við okkur og hefði ég svo sann- arlega viljað taka við betra búi frá fyrrverandi meirihluta. En við munum leggja allt kapp á að haga málum þannig næstu misserin og árin að fjárhagsstaðan styrkist,“ segir Rósa. Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingar í minnihluta bæjar- stjórnar, telur óvarlegt að draga of miklar ályktanir af þessari greiningu einni og sér og segir ástandið betra en skýrslan gefi til kynna. „Þetta er mæling á stöðunni eins og hún var í árslok 2014 sem er ekki endilega lýsandi fyrir getu sveitarfélagsins til að standa undir skuldum og skuldbinding- um til lengri tíma litið. Í því sam- hengi er rétt að benda á að skulda- viðmiðið var 176 prósent í lok árs 2014 samanborðið við 221 prósent 2012 og afkoman árið 2013 var mjög góð,“ segir Gunnar Axel. „Það sem þarna ræður mestu eru áhrif dóms Hæstaréttar í mars sl. sem þýddi að 333 milljón- ir króna voru gjaldfærðar á árinu 2014 og um 500 milljóna króna viðbótarhækkun á lífeyrisskuld- bindingu sveitarfélagsins. Undir- liggjandi rekstur Hafnarfjarðar er eftir sem áður mjög sterkur og málaflokkar innan áætlana,“ segir Gunnar Axel. sveinn@frettabladid.is Stendur ekki undir rekstri að öllu jöfnu Skýrsla Íslandsbanka um fjármál sveitarfélaga sýnir að Hafnarfjörður, Breiðdals- hreppur og Reykjanesbær eru verst settu sveitarfélög landsins. Oddvitar meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru ósammála um túlkun skýrslunnar. ÓSAMMÁLA Oddvitar meirihluta- og minnihlutaflokkanna eru ósammála um fjárhagsstöðu bæjarins. Núverandi meirihluti telur þetta ákveðinn fortíðarvanda en fyrrverandi meirihluti telur óvarlegt að leggja út frá þessum tölum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þetta er mæling á stöðunni eins og hún var í árslok 2014 sem er ekki endilega lýsandi fyrir getu sveitar- félagsins til að standa undir skuldum. Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingar í Hafnarfirði Hér erum við að eiga við þann fortíðar- vanda sem blasir við okkur og hefði ég svo sannarlega viljað taka við betra búi frá fyrrverandi meirihluta. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -D A 9 C 1 6 2 B -D 9 6 0 1 6 2 B -D 8 2 4 1 6 2 B -D 6 E 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.