Fréttablaðið - 12.08.2015, Side 20

Fréttablaðið - 12.08.2015, Side 20
 | 4 12. ágúst 2015 | miðvikudagur Íslensk fyrirtæki mættu gera miklu meira af því að styðja við bakið á góðgerðarfélögum, segir Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Íslensk fyrir- tæki hafa möguleika á skattafrá- drætti í kringum gjafi r til góðgerð- armála. Og mér fi nnst að þau eigi að sinna því miklu, miklu meira en þau hafa verið að gera,“ segir Hermann. Rauði krossinn er stærsta mann- úðar- og góðgerðarhreyfi ng í heim- inum og Rauði kross Íslands á meðal stærstu slíkra hreyfi nga hér á Íslandi. Hermann segir að starf- semi hreyfingarinnar hér heima megi skipta í þrjá hluta. „Rauði krossinn hefur ákveðið hlutverk samkvæmt lögum í neyð- arvörnum Íslands. Hlutverkið felst m.a. í að opna fjöldahjálparstöðvar og veita fólki skjól, fæði og klæði ef það kemur til náttúruhamfara og við stöndum okkar plikt varðandi áfallahjálp. Við erum samræming- araðili áfallahjálpar á landsvísu. Og það skiptir mjög miklu máli ef það verða mannskæð slys, bæði stór og smá, að þá koma þau inn á borð hjá okkur. Það líður varla vika án þess að áfallateymin okkar séu kölluð út í stærri eða minni viðvik. Alger umskipti hafa orðið í uppbyggingu neyðarvarna hjá félaginu síðustu tvö ár með tilkomu neyðarmiðstöðvar hjá félaginu. Neyðarvarnir okkar ná um allt land. Deildirnar okkar 43 eru hlekkirnir í þeirri keðju,“ segir Hermann. Í öðru lagi er það hjálpar- og mannúðarstarf. Hermann segir að hjálpar- og mannúðarstarfi ð skiptist líka í tvennt. Í fyrsta lagi langtíma- verkefni sem unnin eru með lands- félögum Rauða krossins víða um heim. Í öðru lagi neyðarstarfsemi sem unnin er þegar verða hamfarir – stríð eða náttúruhamfarir. „Dæmi um þetta eru þeir miklu fjármun- ir sem við erum búin að setja inn í ebólufaraldurinn í Afríku. Stærsta framlag Rauða krossins líklega frá frá upphafi var sett inn í baráttuna gegn ebólu í Vestur-Afríku. Næstum 160 milljónir sem við sendum á síð- asta ári. Síðan er sú mikla áhersla sem við höfum verið að leggja á Nepal og viðbrögð við jarðskjálft- anum þar. Við erum búin að senda níu hjálparstarfsmenn til Nepals og mikla fjármuni í samstarfi við ýmsa aðila,“ segir Hermann. Hermann segir þriðja stóra part- inn vera mikið innanlandsstarf sem deildirnar vinna. Rauði krossinn sinni lögbundinni fræðslu í skyndi- hjálp sem sé elsta og þekktasta verk- efni félagsins. Vaxandi hluti deildar- starfs er síðan fatasöfnun Rauða krossins og verkefnið Föt sem fram- lag. „Við sendum mikið út til Hvíta- Rússlands og til Afríku,“ segir Her- mann. Þá rekur Rauði krossinn heimsóknarvinaþjónustu, þar sem sjálfboðaliðar á vegum Rauða kross- ins heimsækja þá sem minna mega sín. Rauði krossinn rekur einnig fataverslanir, hjálparsímann 1717 og fl eira. „Síðan erum við með fjáröfl - unardeild og samskiptasvið sem sér um að styðja við Rauðakrossstarfi ð um allt land, eða hjálpar til við það og heldur utan um allt þetta mikla sjálfboðaliðastarf,“ segir Hermann. Íslenska þjóðin er smá og því er spurning hvort framlag Íslendinga til alþjóðasamstarfs skipti máli í stóra samhenginu. Hermann segir svo vera, en Íslendingar geti vissu- lega ekki verið í öllu. „Við þurfum hins vegar að vera með þröngan fókus á því sem við getum og gerum vel. Í fyrsta lagi er hjúkrunar- fólkið okkar og læknarnir alþjóð- lega viður kennt sem afar hæft fólk í gegnum mjög langa sögu hjálpar- starfs Rauða krossins. Í öðru lagi erum við að sérhæfa okkur í áfalla- hjálp og neyðarvörnum. Þar getum við gert ýmislegt vegna þess að við búum í harðbýlu landi. Við erum að fást við jarðskjálfta, við erum að fást við eldgos, ofviðri, fl óð. Við erum í raun að fást við allar þessar náttúruhamfarir nema þurrka og afl eiðingarnar af slíku. Það gefur okkur svo breiða þekkingu á þessu sviði að við getum mjög fl jótt breitt það út að við kunnum og getum á þessu sviði. Og við erum þegar að ná fótfestu þar,“ segir hann. Galdur- inn sé því að vera einbeittur á vissa þekkingu og nýta hana. Aukinn áhuginn á notuðum fötum Hermann segir að áhugi almenn- ings á notuðum fötum sé að aukast. „Það er ákveðið trend. Fólk vill setja saman gömul föt og ný föt. Unga fólkið og jafnvel eldra er mjög frjálslegt með þessa hluti. Síðan er það þannig að við erum að fá inn í verslanirnar ofboðslega mikið af fl ottum fötum. Sem auðvitað eiga mikið eftir,“ segir Hermann og tekur fram að bæði karlar og konur hafi getað fundið spariföt, jafn- vel fl otta kjóla og smóking, í versl- unum Rauða krossins. „Þessi fata- söfnun og rekstur fataverslana og útfl utningur á fötum skiptir Rauða krossinn miklu máli í sambandi við afkomu okkar, fjársöfnun,“ segir Hermann og bætir því við að mikil- vægi fatasölunnar fyrir tekjuöfl un aukist sífellt. Hann segir að allur fatnaður sem safnast sé nýttur. Ónýt fl öt séu fl utt út og stór hluti af þeim endurnýttur í tuskur og annan varn- ing í kringum iðnað. „Það fer ekkert til spillis og við tökum við öllu. Vilj- um fá allan textíl,“ segir Hermann. Hverjir eru helstu tekjustofnar hreyfi ngarinnar? Hermann segir að sala á fötum og útfl utningur sé raunar einn mikil- vægasti tekjustofn félagsins. En aðrir tekjustofnar skipti líka miklu máli. „Það er svo auðvitað samband okkar við almenning í tengslum við Mannvini. Það er mikill fjöldi fólks sem styrkir Rauða krossinn reglu- lega með litlum framlögum. Þetta eru svona 1.500 til 3.000 krónur á mánuði. En þegar saman kemur þá skiptir þetta miklu máli fyrir okkur,“ segir Hermann. Auk þess láti fjöldi einstaklinga og fyrirtækja Rauða krossinn hafa bæði fjármuni og ígildi fjármuna í formi afslátta og í formi bestu kjara í innkaupum og öðru slíku. „Við erum með samn- inga um verkefni bæði fyrir ríki og sveitar félög,“ segir Hermann og nefnir þar sem dæmi hælisleit- endaþjónustu sem Rauði krossinn veitir fyrir hönd innanríkisráðu- neytisins, auk verkefna á sviði hjálp- ar- og mannúðarstarfa erlendis sem unnin eru í samstarfi við utanríkis- ráðuneytið. „Og svo eru það auðvi- tað fjármunir sem við fáum frá fyr- irtæki sem við eigum með SÁÁ og Landsbjörg sem eru Íslandsspil. En þeir fjármunir hafa minnkað stöð- ugt og skipta okkur alltaf minna og minna máli,“ segir Hermann. Hversu margir eru í launuðu starfi hjá Rauða krossinum? „Það er misjafnt eftir því hvernig stendur á með fjölda sendifulltrúa hverju sinni. En við miðum oft við töluna 76, sem eru í launuðu starfi hjá Rauða krossinum á Íslandi,“ segir Hermann. Þar af séu í kring- um 40 hjá landsskrifstofu en aðrir starfi hjá deildunum. Svo eru laus- ráðnir starfsmenn sem koma inn í sérstök verkefni ef þannig ber undir. Hermann segir að það sé alltaf nokkur fjöldi starfandi erlendis við hjálpar- og mannúðarstörf. Útskýrðu fyrir mér muninn á starfsemi landsskrifstofu og deild- anna. „Deildirnar eru útverðir Rauða krossins,“ segir Hermann og bendir á að deildir Rauða kross- ins vinni að verkefnum í sínu nær- samfélagi. Dæmi um þetta sé starf- semi Reykjavíkurdeildar sem reki Konukot í Reykjavík (athvarf fyrir útigangs konur) og Vin í Reykjavík (athvarf fyrir geðfatlaða), sem hvort tveggja er rekið samkvæmt samn- ingi við hið opinbera. Reykjavíkur- deildin sjái um neyðarvarnastarf í Reykjavík. „Ef kemur til einhverra hamfara í Reykjavík eða einhverra þeirra atvika að þarf að grípa til krafta sjálfboðaliða Rauða kross- ins þá er það Reykjavíkurdeildin sem hefur forystu um þær aðgerð- ir, með aðstoð annarra deilda og landsskrifstofu Rauða krossins,“ segir Hermann. Eftirminnilegt neyðarvarnastarf sem unnið hefur verið á vegum Rauða krossins er til dæmis fjöldahjálparstöðvarn- ar sem opnaðar voru eftir að gaus á Fimmvörðuhálsi og síðar í Eyja- fjallajökli. Undir búningur að slík- um aðgerðum fór líka í gang fyrir gosið í Bárðarbungu síðastliðið haust. Hermann segir að deildirnar séu margar mjög sterkar og mikil- vægt að þær taki allar þátt í neyðar- vörnum sem sé sterkasta vígi Rauða krossins um þessar mundir. Her- mann segir að hlutverk landsskrif- stofunnar sé síðan samræmingar- hlutverk um land allt. Umsjón með og framkvæmd á öllu starfi erlendis. Landsskrifstofan sjái líka um sam- skipti og allt samband við ráðuneyti og sveitar- og bæjarfélög, en einnig við alþjóðaráð og alþjóðasamband Rauða krossins. Sjálfboðaliðarnir skipta mestu Hermann segir að kjarninn í starfi Rauða krossins séu sjálfboðaliðarn- ir. „Það eru þeir sem bera uppi starf- ið í deildunum og koma saman og sjá um það að þessi störf séu unnin. Við sáum hins vegar um þjálfun þeirra í neyðarvörnum, kringum heimsóknar þjónustu, 1717 og fl eiri Vill að íslenskt atvinnulíf leggi meir Tekjur Rauða kross Íslands námu á annan milljarð króna í fyrra. Framkvæmdastjóri hreyfingarinnar segir að rekstu fjáröflunina, en tekjur af fatasöfnun skipti meira máli. Áhugi Íslendinga á notuðum fötum sé að aukast. Hann segir n VÍÐTÆK STARFSEMI Hermann Ottósson segir að sala á fötum sé að verða einn mikilvægasti tekjustofn Rauða krossins. 1 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 B 6 -F 9 5 C 1 5 B 6 -F 8 2 0 1 5 B 6 -F 6 E 4 1 5 B 6 -F 5 A 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.