Fréttablaðið - 12.08.2015, Page 36

Fréttablaðið - 12.08.2015, Page 36
12. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 20 MENNING Í dag er komið að því að telja í Jazzhátíð Reykjavíkur í 26. sinn og mun djassinn duna í Hörpu allt fram á sunnudagskvöld. Ari Daníelsson er í forsvari fyrir hátíðina og tekur hann við kefl- inu af Pétri Grétarssyni sem var framkvæmdastjóri hátíðarinnar síðastliðin átta ár. Ari segir að á aldarfjórðungsafmæli hátíðarinn- ar á síðasta ári hafi hátíðin flutt í Hörpu og við að hafi hún svo sannarlega sprungið út. „Í fram- haldinu var Jazzhátíð í Reykja- vík valin besti tónlistarviðburður ársins á Íslensku tónlistarverð- laununum fyrr á þessu ári. Það er mikil hvatning og hátíðin er enn að stækka og dafna svo djassunnend- ur mega svo sannarlega eiga von á góðu.“ Eins og síð- ustu ár mun djassganga niður Lauga- veg marka upp- haf hátíðar- innar. Gleðin verður við völd í göngunni og mun göngu- stjóri st i l la saman lúðra og trommur við verslunina Lucky Records við Hlemm kl. 17.00 í dag og eru allir sem hljóðfæri geta valdið hvattir til að mæta og spila með. Komin á kortið „Jazzhátíðin virðist vera að ná til afskaplega breiðs hóps djassgeggj- ara enda er dagskráin afskaplega fjölbreytt. Við finnum líka fyrir mikilli fjölgun erlendra áhorfenda, bæði með öllum þeim ferðamönn- um sem hér eru staddir fyrir og svo kemur hingað til dæmis þrjá- tíu manna hópur frá Kanada. Það er þekkt fyrirbæri frá stórum djasshátíðum á borð við þá sem er í Kaupmannahöfn og fleiri að áhorf- endur komi langan veg í svokölluð djass-safari og það gleður okkur mikið að vera komin með Jazzhá- tíð Reykjavíkur á kortið fyrir slík- ar ferðir. Við erum líka með gríðarlega stóra, fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá svo þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Ef við telj- um listamennina á öllum tuttugu tónleikum hátíðarinnar þá eru það um hundrað manns og þar af eru um þrjátíu útlendingar. Allt er þetta fólk í hæsta gæðaflokki sem nýtur mikillar virðingar í alþjóð- legum djassi enda eru íslenskir tónlistarmenn líka margir hverj- ir að vinna með tónlistarmönnum víða um veröld.“ Alþjóðleg breidd Ari segir að það sé ekki erfitt að setja saman flotta dagskrá fyrir hátíðina einmitt vegna þess hversu víða íslenskir djassarar séu að vinna og gróskan í djassin- um mikil. „Margir íslenskir djass- tónlistarmenn vinna einnig utan Íslands og það myndar tengsla- net. Þetta er líka oft fjölbreytt og ólíkt tónlistarfólk þannig að breiddin er mikil. Það ríkir í raun mikil breidd í djassi á Íslandi í dag og við leitumst við að sýna áhorf- endum þessa breidd. Við erum til að mynda með heiðurstónleika til þess að minnast þess að nú eru fimmtíu ár liðin frá því að Louis Armstrong kom hingað til lands og það er svona gamaldags djass- tónlist alveg frá þriðja áratug síð- ustu aldar og svo erum við með mjög nútímalegan djass í boði Hilmars Jenssonar og þýska saxó- fónleikarans Angeliku Niescier svo dæmi sé tekið. Jazzhátíð í ár endurspeglar líka þann sköpunar- og drifkraft sem ræður ríkjum í íslensku djasslífi, en í ár fá tónleikagestir að njóta átta útgáfutónleika þar sem nýtt efni verður frumflutt og oftar en ekki er þar um að ræða eftirtekt- arverð samstarfsverkefni inn- lendra og erlendra listamanna.“ Uppskeruhátíð Jazzhátíð minnist þess einnig að í ár eru liðin 100 ár frá kosninga- rétti kvenna á Íslandi og verður lögð sérstök áhersla á hlut kvenna í djasstónlist. „Við erum með fjölda frábærra kvenna sem ætla að spila fyrir okkur í ár, bæði innlendar og erlendar, og væri einfaldlega of langt mál að telja þær allar upp hér og nú. Málið með þessa hátíð er að hún er líka uppskeruhátíð okkar í djassinum og það er mikilvægt fyrir okkur öll að koma saman og spila. Deila reynslu okkar og þekk- ingu og halda áfram að efla djassinn á Íslandi. Vonandi munu áhorfendur halda áfram að koma og deila þessu með okkur.“ Tónleikar verða alls 20 og Ari bendir á að það sé tilvalið að tryggja sér aðgöngupassa á öll kvöldin enda sé verðið afskaplega hagstætt fyrir alla þessa tónlist. „Það kostar aðeins 16.200 kr. að kaupa passa á öll kvöldin sem miðar við að þannig fái kaupandinn í raun fjórða kvöld- ið frítt. En svo erum við líka með fasta liði sem er frítt inn á og þar má nefna daglegar gleðistundir klukkan fimm á Budvarsviðinu á efstu hæðum Hörpu, þar sem kynn- ingar á dagskrárliðum fara fram og svo spunastundir á hverju kvöldi í lok dagskrár klukkan ellefu þar sem flytjendur láta gamminn geisa óundir búið fram eftir kvöldi. Við erum að fá heilmikla aðsókn bæði á tónleikana sem og opnu viðburðina – svo mikla að við eigum í raun erf- itt með að átta okkur á því hversu margir gestir eru að rúlla í gegn hjá okkur. Slíkur er einmitt krafturinn í djassinum í dag.“ Ört vaxandi og alþjóðleg djasshátíð Jazzhátíðin í Reykjavík hefst í dag með djassgöngunni og lýkur ekki fyrr en á sunnudagskvöld einum tuttugu tónleikum síðar. JAZZGANGAN MIKLA Það er gríðarlegt fjör í göngunni sem markar upphaf Jazzhátíðar Reykjavíkur en gangan fer af stað frá Lucky Records kl. 17 í dag og eru allir hvattir til þess að mæta og taka þátt í fjörinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ARI DANÍELSSON „Ef ég hefði verið að fylgjast með þessum hátíðum úr fjarlægð hefði ég sagt: „Vá, hvað dagskráin er metnaðarfull og fjöl- breytt í ár,“ segir Ragnheiður Skúladóttir um leiklistarhátíðina LÓKAL og Reykja- vík Dance Festival. Sjálf er hún listrænn stjórnandi LÓKALS ásamt Bjarna Jónssyni og segir um ákaflega frjótt og spennandi samstarf að ræða milli þeirra og aðstand- enda danshátíðarinnar þetta árið með inn- flutningi samtals sjö erlendra sýninga. Hátíðirnar standa frá 25. til 30. ágúst og þar eru 24 sýningar samanlagt. „Það er ótrúlegt en satt að okkur hefur tekist að setja dagskrána upp þannig að sé einhver mjög áhugasamur leikhús- og dansaðdá- andi þá getur hann séð allar sýningarnar,“ segir Ragnheiður stolt og segir íslensku verkin verða frumsýnd á hátíðunum og öðlast svo framhaldslíf, annaðhvort í fram- haldi af hátíðinni eða síðar á leikárinu. „Það sem er líka markvert við hátíð- irnar í ár og mun marka þær næstu árin er að við sækjumst eftir þátttöku almenn- ings. Erum í stóru evrópsku tengslaneti sem sótti um fjögurra ára verkefni sem er kallað Urban Heat. Fókus þess er á sam- félög innan samfélaga sem eru kannski ekki augljós, geta verið trúarhópar, ungt fólk eða hvaða hópar sem er. Við munum kanna á ýmsan hátt hverfi Reykjavíkur- borgar á næstu árum og listamenn á okkar vegum fara inn í hverfin að ná í yrkisefni og virkja íbúana í listsköpun,“ lýsir Ragn- heiður. Dæmi um hina nýju stefnu er sýningin Atlas á stóra sviði Borgarleikhússins þar sem hundrað einstaklingum er boðið að taka þátt. „Ég hef líkt þessari sýningu við þjóðfund. Fólk sem er áhugasamt má endi- lega hafa samband við okkur,“ segir Ragn- heiður og segir dansverk Ásrúnar Magnús- dóttur GGGGRRRLLLSS af sama toga, þar komi á fjórða tug unglingsstúlkna fram. Sem dæmi um nýtt leikverk á LÓKAL nefnir Ragnheiður Nazanin sem Marta Nordal hefur gert um ævi írönsku flótta- konunnar Nazanin sem kom hingað til lands 2009 og verður með á sviðinu. Sýningar verða í Tjarnarbíói en líka í Borgarleikhúsinu, Gamla bíói, Hafnarhúsi og Listaháskólanum. „Þessi tími hentar ágætlega leikhúsunum,“ segir Ragnheiður. „Hátíðirnar eru upptaktur að leikárinu en auðvitað líka vettvangur sjálfstæðu sen- unnar.“ gun@frettabladid.is Landsmenn eiga von á leikhús- og dansveislu bráðlega Heljarinnar sviðslistahátíð verður í höfuðborginni frá 25. til 30. ágúst, bæði leiklistarhátíðin LÓKAL og Reykjavík Dance Festival. LISTRÆNIR STJÓRNENDUR Alexander Róbertsson, Ásgerður G. Gunnarsdóttir, Bjarni Jónsson og Ragnheiður Skúladóttir halda utan um hátíðirnar tvær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 B 6 -D 1 D C 1 5 B 6 -D 0 A 0 1 5 B 6 -C F 6 4 1 5 B 6 -C E 2 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.