Fréttablaðið - 21.08.2015, Síða 4

Fréttablaðið - 21.08.2015, Síða 4
Alheimsþing Ladies Circle International er nú haldið á Akureyri en 500 konur frá öllum heimshornum gengu skrúðgöngu í gær. Fréttablaðið/Auðunn 2 1 . á g ú s t 2 0 1 5 F Ö s t U D A g U R2 F R é t t i R ∙ F R é t t A B L A ð i ð FRÁBÆRT GRILL Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið til kl. 16 á laugardag • Orka 8 KW = 27.300 BTU • 2 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • Stór postulínsemaleruð efri grind • PTS hitajöfnunarkerfi sem skapar einstaklega jafnan hita • Kveiking í báðum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok m. mæli • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu - 4 hjól • Grillflötur: 46 x 44 cm • Stærð: BxHxD 123/79 x 121 x 55 cm * Yfirbreiðsla fylgir í takmarkaðan tíma Er frá Þýskalandi FULLT VERÐ 79.900 69.900 Sérsnið in yfirbre iðsla að verð mæti kr.5.99 0,- fylgir* Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is Niðurfellanleg hliðarborð heiLBRigðismáL Sé litið til reynslu Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og áætlana danskra heilbrigðis- yfirvalda um þörf fyrir rannsóknir með jáeindaskanna þar í landi má áætla að þörfin hér á landi sé allt að 2.000 rannsóknir á ári. Þetta kemur fram í minnisblaði Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra sem kynnti málið fyrir ríkisstjórn í gær. Kemur fram að árið 2012 fóru 29 sjúklingar héðan til rannsókna í jáeindaskannanum við Rigshospitalet, árið 2014 voru þeir 87 og nú er áætlað að á þessu ári verði þeir á bilinu 140-160. Heildarkostnaður við hverja rannsókn að meðtöldum kostnaði vegna ferða og uppihalds nemur 400-500 þúsund krónum. Eins og komið hefur fram ætlar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að gefa þjóðinni ríflega 700 milljónir króna til þess að fjármagna jáeindaskanna.  – shá Þörf fyrir allt að 2.000 rannsóknir BAnDARíkin Maður að nafni Deez Nuts er ekki til. Hann er samt í framboði til að verða forsetaefni Repúblikana- flokksins og fékk níu prósenta fylgi í skoðanakönnun í Norður-Karólínu. Bandarískir fjölmiðar hafa komist að því að fimmtán ára sveitapiltur, Brady Olson, hafði sent skráningarblað fyrir Deez Nuts sem dugði til að maðurinn, sem er ekki til, er á lista yfir þá sem óska eftir að verða forsetaefni. Pilturinn sendi tölvupóst til skoð- anakönnunarfyrirtækisins Public Policy Polling og óskaði eftir skoðana- könnun, þar sem fylgi Deez Nuts yrði kannað. Fyrirtækið brást skjótt við, spurði úrtak kjósenda hvern þeir myndu kjósa forseta Bandaríkjanna ef þrír væru í framboði, nefnilega þau Hillary Clinton, Donald Trump og Deez Nuts. Niðurstöðurnar urðu þær að 40 prósent sögðust ætla að kjósa Trump, 38 prósent Clinton og 9 prósent Nutz. Tólf prósent voru óákveðin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem undar- legir frambjóðendur hafa komist á lista í Bandaríkjunum. Þannig mun köttur að nafni Limberbutt McCubbins vera á lista yfir hugsanleg forsetaefni Demó- krataflokksins. – gb Deez Nutz blandar sér í toppslaginn Donald Trump virðist ekki vera undar- legasti frambjóðandinn. NordicPhotos/AFP Hillary Clinton Allra þjóða konur marseruðu á Akureyri í gær LÖgRegLUmáL Breskur maður var handtekinn þann 6. ágúst síðastliðinn fyrir meint fjársvik, sem hann er grun- aður um að hafa stundað hér á landi með fölsuðum kreditkortum. Maðurinn sem er breskur ríkisborg- ari heitir Reece Scobie og er fæddur árið 1993. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði á Íslandi og á Bretlandi, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sætti hann farbanni þegar hann var handtekinn vegna rannsóknar sem beindist að honum hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Scobie var handtekinn í verslun Isímans í Skipholti í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. Scobie hafði pantað tvo iPhone-farsíma og eina fartölvu að andvirði 516.000 krónur á vefverslun Isímans með þremur mismunandi kreditkortum. „Okkur fannst þetta skrítið því þetta voru mjög háar upphæðir og þrjú mis- munandi kort. Við höfðum samband við Valitor því okkur grunaði að ekki væri allt með felldu sem síðar kom í ljós að var rétt,“ segir Tómas Krist- jánsson, eigandi Isímans um málið. „Hann byrjaði á því að panta einn farsíma á fimmtudegi og var sá sími sendur til hans á Hótel Sögu. Á mánudeginum pantaði hann annan síma og á þriðjudeginum pantaði hann fartölvu,“ segir Tómas og bætir við að hann hafi fengið þær upp- lýsingar frá Valitor að kreditkortin sem Scobie notaði væru skráð í Kúala Lúmpúr og í Bandaríkjunum. „Þá fattaði ég að þetta væru svik og hafði samband við lögregluna.“ Scobie mætti í Isímann um miðjan dag þann 6. ágúst í því skyni að sækja umræddar vörur. „Um leið og hann sagði  til nafns handtók lögreglan hann. Í fórum hans fannst farsíminn sem við höfðum sent til hans nokkr- um dögum áður,“ segir Tómas. Þá stakk Scobie einnig af frá reikn- ingi á Hótel Sögu í Reykjavík og er það mál einnig til rannsóknar. Þetta staðfesta starfsmenn hótelsins. Árið 2013 fékk Scobie 16 mánaða dóm í Bretlandi fyrir að svíkja út sjötíu þúsund pund eða rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna af ferðaþjónustuaðilum. Hann hafði bókað flug og hótelgistingar á lúxus- hótelum úti um allan heim með föls- uðum kreditkortum. Í frétt breska fjölmiðilsins The Telegraph um málið segir að í dómi sé Scobie lýst sem tæknisérfræðingi sem nýtir sér tölvukunnáttu sína til að svíkja út fé. nadine@frettabladid.is Alþjóðlegur svindlari handtekinn á Íslandi Breskur maður er grunaður um að hafa stundað fjársvik hér á landi með kredit- kortum. Hefur áður komið við sögu lögreglu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er hann nú í farbanni. Reyndi vörukaup fyrir hundruð þúsunda. Reece Scobie var handtekinn í verslun Isímans í Skipholti í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum eftir að hafa pantað vörur að andvirði 516.000 krónur með föls- uðum kreditkortum. Mynd/Tómas Kristjánsson Austan og norðaustan 5-13. Rigning eða súld með köflum. Talsverð eða mikil úrkoma SA-til og einnig á N-verðum Ströndum. Hiti 7 til 16 stig, svalast á Hornströndum. Varað við vatnavöxtum suðaustantil á landinu og mögulegum skriðuföllum. sjá síðU 34 Veður Hann byrjaði á því að panta einn farsíma á fimmtudegi og var sá sími sendur til hans á Hótel Sögu. Á mánudeginum pantaði hann annan síma og á þriðjudeginum pantaði hann fartölvu. 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 5 -C 5 5 0 1 5 D 5 -C 4 1 4 1 5 D 5 -C 2 D 8 1 5 D 5 -C 1 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.