Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2015, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 21.08.2015, Qupperneq 4
Alheimsþing Ladies Circle International er nú haldið á Akureyri en 500 konur frá öllum heimshornum gengu skrúðgöngu í gær. Fréttablaðið/Auðunn 2 1 . á g ú s t 2 0 1 5 F Ö s t U D A g U R2 F R é t t i R ∙ F R é t t A B L A ð i ð FRÁBÆRT GRILL Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið til kl. 16 á laugardag • Orka 8 KW = 27.300 BTU • 2 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • Stór postulínsemaleruð efri grind • PTS hitajöfnunarkerfi sem skapar einstaklega jafnan hita • Kveiking í báðum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok m. mæli • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu - 4 hjól • Grillflötur: 46 x 44 cm • Stærð: BxHxD 123/79 x 121 x 55 cm * Yfirbreiðsla fylgir í takmarkaðan tíma Er frá Þýskalandi FULLT VERÐ 79.900 69.900 Sérsnið in yfirbre iðsla að verð mæti kr.5.99 0,- fylgir* Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is Niðurfellanleg hliðarborð heiLBRigðismáL Sé litið til reynslu Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og áætlana danskra heilbrigðis- yfirvalda um þörf fyrir rannsóknir með jáeindaskanna þar í landi má áætla að þörfin hér á landi sé allt að 2.000 rannsóknir á ári. Þetta kemur fram í minnisblaði Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra sem kynnti málið fyrir ríkisstjórn í gær. Kemur fram að árið 2012 fóru 29 sjúklingar héðan til rannsókna í jáeindaskannanum við Rigshospitalet, árið 2014 voru þeir 87 og nú er áætlað að á þessu ári verði þeir á bilinu 140-160. Heildarkostnaður við hverja rannsókn að meðtöldum kostnaði vegna ferða og uppihalds nemur 400-500 þúsund krónum. Eins og komið hefur fram ætlar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að gefa þjóðinni ríflega 700 milljónir króna til þess að fjármagna jáeindaskanna.  – shá Þörf fyrir allt að 2.000 rannsóknir BAnDARíkin Maður að nafni Deez Nuts er ekki til. Hann er samt í framboði til að verða forsetaefni Repúblikana- flokksins og fékk níu prósenta fylgi í skoðanakönnun í Norður-Karólínu. Bandarískir fjölmiðar hafa komist að því að fimmtán ára sveitapiltur, Brady Olson, hafði sent skráningarblað fyrir Deez Nuts sem dugði til að maðurinn, sem er ekki til, er á lista yfir þá sem óska eftir að verða forsetaefni. Pilturinn sendi tölvupóst til skoð- anakönnunarfyrirtækisins Public Policy Polling og óskaði eftir skoðana- könnun, þar sem fylgi Deez Nuts yrði kannað. Fyrirtækið brást skjótt við, spurði úrtak kjósenda hvern þeir myndu kjósa forseta Bandaríkjanna ef þrír væru í framboði, nefnilega þau Hillary Clinton, Donald Trump og Deez Nuts. Niðurstöðurnar urðu þær að 40 prósent sögðust ætla að kjósa Trump, 38 prósent Clinton og 9 prósent Nutz. Tólf prósent voru óákveðin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem undar- legir frambjóðendur hafa komist á lista í Bandaríkjunum. Þannig mun köttur að nafni Limberbutt McCubbins vera á lista yfir hugsanleg forsetaefni Demó- krataflokksins. – gb Deez Nutz blandar sér í toppslaginn Donald Trump virðist ekki vera undar- legasti frambjóðandinn. NordicPhotos/AFP Hillary Clinton Allra þjóða konur marseruðu á Akureyri í gær LÖgRegLUmáL Breskur maður var handtekinn þann 6. ágúst síðastliðinn fyrir meint fjársvik, sem hann er grun- aður um að hafa stundað hér á landi með fölsuðum kreditkortum. Maðurinn sem er breskur ríkisborg- ari heitir Reece Scobie og er fæddur árið 1993. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði á Íslandi og á Bretlandi, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sætti hann farbanni þegar hann var handtekinn vegna rannsóknar sem beindist að honum hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Scobie var handtekinn í verslun Isímans í Skipholti í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. Scobie hafði pantað tvo iPhone-farsíma og eina fartölvu að andvirði 516.000 krónur á vefverslun Isímans með þremur mismunandi kreditkortum. „Okkur fannst þetta skrítið því þetta voru mjög háar upphæðir og þrjú mis- munandi kort. Við höfðum samband við Valitor því okkur grunaði að ekki væri allt með felldu sem síðar kom í ljós að var rétt,“ segir Tómas Krist- jánsson, eigandi Isímans um málið. „Hann byrjaði á því að panta einn farsíma á fimmtudegi og var sá sími sendur til hans á Hótel Sögu. Á mánudeginum pantaði hann annan síma og á þriðjudeginum pantaði hann fartölvu,“ segir Tómas og bætir við að hann hafi fengið þær upp- lýsingar frá Valitor að kreditkortin sem Scobie notaði væru skráð í Kúala Lúmpúr og í Bandaríkjunum. „Þá fattaði ég að þetta væru svik og hafði samband við lögregluna.“ Scobie mætti í Isímann um miðjan dag þann 6. ágúst í því skyni að sækja umræddar vörur. „Um leið og hann sagði  til nafns handtók lögreglan hann. Í fórum hans fannst farsíminn sem við höfðum sent til hans nokkr- um dögum áður,“ segir Tómas. Þá stakk Scobie einnig af frá reikn- ingi á Hótel Sögu í Reykjavík og er það mál einnig til rannsóknar. Þetta staðfesta starfsmenn hótelsins. Árið 2013 fékk Scobie 16 mánaða dóm í Bretlandi fyrir að svíkja út sjötíu þúsund pund eða rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna af ferðaþjónustuaðilum. Hann hafði bókað flug og hótelgistingar á lúxus- hótelum úti um allan heim með föls- uðum kreditkortum. Í frétt breska fjölmiðilsins The Telegraph um málið segir að í dómi sé Scobie lýst sem tæknisérfræðingi sem nýtir sér tölvukunnáttu sína til að svíkja út fé. nadine@frettabladid.is Alþjóðlegur svindlari handtekinn á Íslandi Breskur maður er grunaður um að hafa stundað fjársvik hér á landi með kredit- kortum. Hefur áður komið við sögu lögreglu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er hann nú í farbanni. Reyndi vörukaup fyrir hundruð þúsunda. Reece Scobie var handtekinn í verslun Isímans í Skipholti í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum eftir að hafa pantað vörur að andvirði 516.000 krónur með föls- uðum kreditkortum. Mynd/Tómas Kristjánsson Austan og norðaustan 5-13. Rigning eða súld með köflum. Talsverð eða mikil úrkoma SA-til og einnig á N-verðum Ströndum. Hiti 7 til 16 stig, svalast á Hornströndum. Varað við vatnavöxtum suðaustantil á landinu og mögulegum skriðuföllum. sjá síðU 34 Veður Hann byrjaði á því að panta einn farsíma á fimmtudegi og var sá sími sendur til hans á Hótel Sögu. Á mánudeginum pantaði hann annan síma og á þriðjudeginum pantaði hann fartölvu. 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 5 -C 5 5 0 1 5 D 5 -C 4 1 4 1 5 D 5 -C 2 D 8 1 5 D 5 -C 1 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.