Fréttablaðið - 21.08.2015, Page 22

Fréttablaðið - 21.08.2015, Page 22
isofbeldismálin og hvernig lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur þau. Fyrirmyndin var af Suðurnesjum þar sem Sigríður gegndi embætti lögreglu­ stjóra frá 2009 til 2014. Það reyndist vel, tilkynntum málum fjölgaði. „Við breytt­ um allri nálgun. Það þurfti að breyta verkferlum, mennta fólk, breyta skrán­ ingu og ná samkomulagi við sveitar­ félögin, svo kom þetta til framkvæmda í kringum áramót,“ útskýrir hún. Lögreglan kafar dýpra „Það voru fá mál sem komust fyrir dóm, mikið af þeim felldum við niður sökum skorts á sönnunum eða töldum málin ekki nægilega líkleg til sakfell­ ingar þannig að það var ekki ákært. Við sáum að það vantaði eftirfylgni af okkar hálfu og betri rannsókn strax. Við fórum kannski á staðinn út af tilkynn­ ingu, hávaðaútkalli og gerðum okkar fyrstu verk. Tryggðum ástandið, jafnvel fjarlægðum einhvern af heimilinu og settum í klefa ef um það var að ræða. Síðan ætluðum við að fara að rannsaka málið einhverjum dögum síðar. Þá var orðið erfitt að afla sannana, orðin allt önnur staða á heimilinu.“ Nú fer lögreglan dýpra inn í málið strax. „Það var ekki gert með sama hætti og nú.“ En það er fleira sem er gert öðruvísi í þessum efnum. Farið er inn á heim­ ilin og fólki kynnt þau úrræði sem í boði eru. „Til dæmis Karlar til ábyrgðar sem veita gerendum af báðum kynjum aðstoð, kynna úrræði um nálgunar­ bann. Það er gert hættumat. Það getur verið um alvarlega verknaði að ræða, við höfum séð mannslát af völdum heimilisofbeldis. Síðan er farið í eftir­ fylgni eftir útkallið, kannski viku síðar, til að kanna ástandið .“ Breytingin á nálguninni fólst líka í samstarfi við sveitarfélögin. „Þau mæta með okkur í útkallið og eru að gæta hagsmuna þolenda og barna. Koma svo með í eftirfylgni svo fólk sé ekki skilið eitt eftir. Við fórum í það að meta það í hverju tilviki hvort þyrfti að grípa til einhverra úrræða, líkt og brottvísunar af heimili. Þetta er það sem við gerðum á Suðurnesjum og það reyndist vel. Það varð áhugi á þessu verkefni annars staðar.“ Fólk kærir frekar Hvað breyttist á Suðurnesjum? „Margt. Við fengum miklu betri upplýsingar til þess að greina. Markmið okkar var að fækka ítrekunarbrotum. Að þótt þetta hafi gerst einu sinni myndum við gera allt sem í okkar valdi stæði til að það gerðist ekki aftur. Málum fjölgaði fyrst. Það var ekki þannig að gjörningum væri að fjölga, heldur kærði fólk frekar – hafði trú á því að málin kæmust alla leið. Við sáum aukningu á notkun þessara úrræða, nálgunarbanns og brottvísunar af heimili. Sem þýddi að það voru minni líkur á því að fólk væri að fara aftur inn í erfitt ástand því það þyrfti að gera það; annaðhvort til að komast heim til sín eða koma börnum í skólann. Við tókum gerandann af heimilinu, ekki þolendur og börn þurftu ekki að yfirgefa heimilið eins og áður. Síðan fór málum aðeins að fækka aftur og við erum að vona að þessum kúf hafi verið náð, en ég hef ekki fylgst með tölfræðinni á Suðurnesjum frá því að ég lauk þar störfum. Síðan varð mikil fjölgun á dómum. Sakfell­ ing náðist fram, sem er ekki markmið í sjálfu sér, en það er mikilvægt að kerfið virki.“ Í breytingunum verður lögreglu­ stöðvum fækkað um eina. „Við ætlum að flytja lögreglustöðina á Grensási yfir á Hverfisgötuna, höldum Hafnarfirði, Kópavogi og Vínlandsleið en búum til öflugri miðbæjarstöð. Við erum þunnt smurð. Ástæðan er fjárhagsleg.“ Valdbeitingarhlutverkið er flókið Eins og áður segir er tæpt ár síðan Sig­ ríður tók við embættinu. Hvernig hefur árið verið? „Annasamt. Ég hef kynnst góðu fólki, margt hefur gengið vel. Annað hefði mátt ganga betur, bara eins og alltaf þegar maður lítur yfir farinn veg. Maður vill alltaf gera betur í dag en í gær.“ Sigríður er lögfræðimenntuð, tók svo masterspróf í Evrópurétti í Svíþjóð. Eftir námið starfaði hún sem sýslumaður, lögreglustjóri og tollstjóri á Ísafirði. „Vorið 2006 fór ég til starfa hjá Ríkis­ lögreglustjóra, fyrst til að setja á stofn greiningardeild og varð svo aðstoðar­ ríkislögreglustjóri. Ég var þar í tvö ár og sótti svo um stöðu sem lögreglustjóri á Suðurnesjum.“ Þar hóf Sigríður störf árið 2009 og tók svo við því embætti sem hún sinnir í dag síðastliðið haust. Löggæsluáhuginn kviknaði þegar hún var sýslumaður. „Ég fékk áhuga á löggæslu, fór í stjórnunarnám í Lög­ regluskólanum og svo í ár í evrópska lögregluskólann. Það er ákveðið flókið hlutverk sem lögreglan hefur, þetta valdbeitingarhlutverk, en við erum líka í þjónustu, þurfum að vera fyrirmyndir, búa til traust gagnvart þeim sem þurfa að leita til okkar á lífsleiðinni. Það er ekki einfalt að móta starf lögreglunnar og það er í mikilli þróun – með samfé­ laginu. Þannig að breytingar eru mjög örar. Fólk er orðið dálítið breytinga­ þreytt innan lögreglunnar.“ Hugsaði ekki um að hætta Mikið var rætt um aðkomu Sigríðar Bjarkar að lekamálinu svokallaða þegar málið náði hápunkti. „Það er nú búið að fara í gegnum þetta af ýmsum yfirvöldum og meta mína aðkomu að því og ráðherra hefur lýst trausti á mig eftir þetta. Þannig að það er kannski fátt sem eftir á að segja í þessu máli,“ segir hún: „En svo ég ítreki það, ég gaf mínu ráðu­ neyti upplýsingar, sólarhring eftir leka­ málið, þannig var nú bara það.“ Hugs- aðir þú um að hætta? „Nei, ég gerði það ekki. Enda erum við að vinna mikilvæg verk fyrir samfé­ lagið og ég hef trú á þeim. Þannig að ég reyndi að vinna þau eins samviskusam­ lega og ég gat. Á einhverjum tímapunkti hætti ég að taka þátt í umræðunni bara til þess að hafa vinnufrið. Verkin biðu ekki. Fundirnir biðu ekki. Ég tel enn að það séu brýn verkefni sem þarf að sinna. Við erum að því og viljum gera betur. Fókusinn minn fór þangað, inn í mín verkefni og ég lét eftirlitsstofnunum eftir að sinna sínu hlutverki, sem þær gerðu. Ég gat lítið annað gert.“ Sigríður segir aðspurð að sér hafi ekki fundist fjölmiðlaumfjöllun um sig ósanngjörn. „Ég hafði skilning á því að fjölmiðlafólk og aðrir voru að sinna sinni vinnu, en ég var líka að sinna minni vinnu. Mín vinna er fólgin í þjónustu við borgarana og að styðja verkefnin og það var margt sem þurfti að gera. Ég var búin að lýsa því yfir að við ætluðum að breyta heimilisofbeldis­ málum, það er gríðarleg vinna. Það er ekki þannig að þú ákveðir einn daginn að nú ætlum við að gera þetta öðruvísi á morgun. Það þarf að undirbúa, skipu­ leggja, útvega fé, fræða og svo framvegis. Við vorum í þessu á sama tíma. En þetta ár hefur verið mjög lærdómsríkt. Ég verð að segja það.“ Löggæsla er ekkert einkamál Hafa samskipti þín við fjölmiðla breyst? „Ég hef aldrei verið mikið fyrir að vera í fjölmiðlum, segi ég í viðtali.“ Hún hlær. „Ég er „introvert“. Ég hef enga þörf fyrir að vera í fjölmiðlum, en mér skilst að ég komist ekkert hjá því í þessu starfi og þess vegna er ég að reyna að laga mig að því. Ég held hins vegar að það sé ekkert alltaf endilega best að forstöðu­ maður svari fyrir allt, ég held að það sé bara mjög mikilvægt að fólkið sem er að vinna verkin og veit best eigi að koma fram og svara fyrir sín verk og fá að njóta þegar vel er gert. En hins vegar að við forstöðumenn tökum á okkur þegar er einhver ádeila eða slíkt,“ segir hún. „Við erum aftur að veita þjónustu fyrir almannafé. Það er ekki okkar einkamál hvernig við gerum hlutina. Það er líka það sem við erum að gera með styttri boðleiðum. Það eru engin leyndarmál. Það er ekki verið að taka ákvarðanir í reykfylltum herbergjum. Þetta eru yfir­ stjórnarfundir, það er allt rekjanlegt, við erum með verkefnin hengd upp á vegg og Lögreglufélagið er með í yfir­ stjórninni.“ Skilja á milli saksóknar og rannsóknar Í komandi breytingum verður líka lögð aukin áhersla á að tækla netglæpi. Er þetta eins og maður ímyndar sér? Tíu tölvunördar í kjallara að elta uppi þjófa á netinu? „Tölvu­ og tæknirannsóknir. Ég vil ekki kalla okkar fólk nörda en ég ætla ekkert að þykjast skilja allt sem mér er sagt, sko, það er bara þannig,“ segir Sig­ ríður Björk og hlær. „Við erum með gott fólk sem situr yfir þessu.“ Einnig á að skilja að saksókn og rann­ sókn. „Það hefur verið sami yfirmaður yfir rannsóknardeild og ákærusviði. Við ætlum að búa til línu þar á milli.“ Eldri börnin viðkvæm fyrir umræðu Sigríður segist sennilega hljóma leiðin­ lega, en segir áhugamálin sín aðallega fjölskylduna og starfið. „Það er bara þannig og hefur alltaf verið. Ég hef aldrei fengið dellur. Ég var með bíladellu þegar ég var ung og fyrsti bíllinn sem ég keyrði var eldrauð Corvetta, frá ’77. Nú keyri ég eldgamlan Volvo,“ segir hún og hlær. „Ég hef áhugamál en er ekki heltekin af neinu. Ég hef reynt að fara í golf, mér finnst það jafn skemmtilegt og að horfa á málningu þorna. En þetta hentar mér ekki. Barnahópurinn okkar er á breiðum aldri, eitt á háskólaaldri, eitt sem er að byrja í framhaldsskóla og einn á leikskólaaldri. Þannig að það er líka í mörg horn að líta þar.“ Hvernig finnst þeim að mamma þeirra sé lögreglustjóri? „Þeim finnst það alls ekkert merki­ legt. Þau eru pirruð á endalausri síma­ notkun og eldri börnin dálítið viðkvæm fyrir umræðunni stundum. Ég hef verið að segja þeim að þetta bara fylgi. Við verðum bara að horfa á stóru myndina og láta þetta ekki á okkur fá.“ Sigríður er náin fjölskyldu sinni. „Ég er einkabarn. Foreldrar mínir segja: Aldrei aftur. Ég segi að þetta hafi bara tekist svona vel!“ Sigríður hlær. „Þau voru sextán ára þegar þau áttu mig. En þau eru enn gift.“ Karllægur vinnustaður Er þetta karllægur vinnustaður? „Ég er búin að vera í þessum heimi lengi. Ef ég horfi út frá mér get ég ekki kvartað yfir því að hafa ekki fengið tækifæri vegna kynferðis. Ég hef fengið að spreyta mig á mörgum verkefnum og verið falin mikil ábyrgð. Hins vegar erum við með skýrslu Finnborgar Salóme um líðan á vinnustað og jafn­ réttismál hjá lögreglunni og það er ljóst að við getum gert miklu, miklu betur,“ segir hún. „Mér gengur vel að vinna með báðum kynjum. En þetta er karllægur vinnustaður, maður finnur alveg þessi gildi. Kannski er ég orðin vön. Það þarf að styrkja konur í lögreglunni. Við missum þær dálítið út eftir barnsburð. Á Suðurnesjum vorum við með verk­ efni þar sem við skuldbundum okkur til að koma til móts við konur í allt að ár eftir barnsburð. Þær gátu haft áhrif á starfsumhverfi sitt, sloppið við vakta­ vinnu, minnkað starfshlutfall eða slíkt. Við munum reyna eitthvað slíkt hér. Ég hef áhuga á því að innleiða kynjaþætt­ ingu inn í ákvarðanatöku hjá okkur. Ég sit líka í jafnréttisnefnd lögreglunnar og sé að það er margt sem þarf að gera.“ Þannig að konur eiga erfiðara upp- dráttar? „Samkvæmt þessum rannsókn­ um, en það eru margar góðar konur sem hafa komist í ábyrgðarstöður. Hlutfallið er að aukast. Við vorum til dæmis eigin­ lega bara með konur í Lögregluskól­ anum í fyrra.“ Hún telur kúltúrinn þó vera að breyt­ ast. „Ég held það. Og trúi því.“ Á einhverjum tíma- punkti hætti ég að taka þátt í umræðunni bara til þess að hafa vinnufrið. Verkin biðu ekki. Eg hef enga þörf fyrir að vera í fjölmiðlum, en mér skilst að ég komist bara ekkert hjá því í þessu starfi og þess vegna er ég að reyna að laga mig að því. Ef ég horfi út frá mér get ég ekki kvartað yfir því að hafa ekki fengið tækifæri vegna kynferðis. Kúltúrinn er að breytast. Sigríður Björk segir ljóst að lögreglan geti gert miklu betur í jafnréttismálum. Fréttablaðið/Ernir 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R2 0 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 5 -C F 3 0 1 5 D 5 -C D F 4 1 5 D 5 -C C B 8 1 5 D 5 -C B 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.