Fréttablaðið - 21.08.2015, Qupperneq 28
✿ Munur á orkukostnaði sambærilegra bifreiða
Flestum er orðið það ljóst að ekki verður lengur beðið með afgerandi aðgerðir í loftslags-
málum en einhverra hluta vegna
er lítið um stórtækar aðgerðir hjá
ráðamönnum. Einu leiðirnar til
að draga verulega úr jarðefnaelds-
neytisnotkun felast í betri nýtni og
notkun umhverfisvænni orkugjafa.
Á Íslandi notar almenningur aðeins
jarðefnaeldsneyti í samgöngum og
á því sviði liggur meginverkefnið
næstu árin. Það eru ekki lengur nein
tæknileg vandkvæði í orkuskiptum í
samgöngum; lausnirnar eru komnar
og hér eftir snýst þetta eingöngu um
innleiðingarhraða. Það er hægt að
hafa áhrif á neytendur þegar kemur
að samgöngum og mörg dæmi um að
breytingar á opinberum gjöldum hafi
breytt markaðshlutdeild bifreiða.
Pallbílar, sem áður sáust eingöngu til
sveita, urðu alltof algengir í þéttbýli
þegar óheppileg ívilnun var innleidd
á sínum tíma. Mun jákvæðari gjald-
breyting var innleidd þegar innflutn-
ingsgjöld á bíla voru tröpputengd við
útblástursgildi í stað tveggja þrepa
kerfis. Markaðurinn brást hratt við
og meðalútblástursgildi nýskráðra
bifreiða hefur hrunið úr yfir 200 g/
km árið 2005 niður undir 130 g/km
nú 10 árum síðar.
Margir fleiri ættu auðvitað að
hoppa á ívilnana- og innleiðingar-
vagninn. Sveitarfélög, stofnanir og
fyrirtæki geta með ýmsum hætti lagt
sitt af mörkum. Til dæmis með bættu
aðgengi að umhverfisvænni orku, fjöl-
breyttara úrvali af farartækjum, betri
bílastæðum, lægri tryggingum, afslætti
í skoðun, samgöngustyrkjum til starfs-
manna o.s.frv.
Núorðið dylst það fæstum að ekki
verður hjá því komist að skipta yfir í
aðra orkugjafa hvort sem það er vegna
aðgerða í loftslagsmálum eða út frá
þeirri einföldu staðreynd að olían er
endanleg auðlind. Tveir góðir kostir
eru tilbúnir að taka við keflinu, í mis-
miklum mæli. Hér er um að ræða raf-
orku og metan sem eru bæði innlendir
og umhverfisvænir orkugjafar. Sem
betur fer hafa stjórnvöld innleitt íviln-
anir til að auka hlutdeild þessara kosta.
Metan og rafmagn eru ekki skattfrjálsir
orkugjafar eins og stundum er haldið
fram enda með fullan virðisaukaskatt
en hins vegar eru þessir orkugjafar
undanþegnir olíugjöldum sem eiga
að standa undir vegakerfinu. Bent
hefur verið á að þessir bílar keyri frítt
á vegum landsins. Vissulega er það rétt
og slíkar undanþágur ekki mögulegar
til langs tíma en á meðan hlutdeild
nýorkubíla er enn undir 1% af heildar-
flotanum þá eru þetta ótímabærar
áhyggjur að mínu mati.
Hvernig koma þessar ívilnanir út
gagnvart neytendum sem eru að huga
að umhverfisvænni bílakaupum? Það
er mjög erfitt að bera saman bíla þar
sem útlit, tegund, litur og glasahaldarar
trufla oft tæknilegan samanburð. Það
er hins vegar til bifreið á markaði sem
er til í bensín-, dísil-, metan- og raf-
magnsútgáfu og hentar því vel til sam-
anburðar. Bifreiðin er Volkswagen Golf
en hún hefur selst vel í gegnum tíðina
hér sem erlendis. Samanburðurinn
sem settur er fram hér til hliðar er ein-
faldur og ekki teknir inn þættir eins og
t.d. afskriftir, fjármagnskostnaður og
þjóðhagsleg áhrif heldur einungis inn-
kaupsverð og þriggja ára orkukostn-
aður. Miðað er við núverandi verðlag
á bíl og orku og 20.000 km akstur á ári.
Eins og sjá má duga núverandi íviln-
anir að miklu leyti til að gera orku-
skiptin álitleg gagnvart neytendum.
Metanbifreiðin er bæði ódýrari í
innkaupum og rekstri og í raun án
vandkvæða enda eru metanbifreiðar
tvíorkubílar og geta ekið á bensíni ef
langt er í næstu metanstöð. Reyndar
er komin metanstöð á Akureyri og
nokkrar á höfuðborgarsvæðinu. Það
er því í raun hálfgalið að velja bensín-
bílinn umfram metanbílinn. Rafbíllinn
er nokkuð dýrari í innkaupum þrátt
fyrir ívilnanir en afar lágur rekstrar-
kostnaður étur upp muninn með tals-
verðum hraða.
Það er ekkert leyndarmál að ríkis-
sjóður verður af skatttekjum á meðan
ívilnanir gilda en ef stjórnmálamenn
meina eitthvað með yfirlýsingum
sínum um nauðsynlegar aðgerðir í
loftslagsmálum þá er þetta réttlætan-
legur stríðskostnaður í baráttunni við
jarðefnaeldsneytið og loftslagsbreyt-
ingar. Ef ráðamenn eru að tapa sér yfir
töpuðum tekjum ríkissjóðs er lítið mál
að hækka kolefnisgjald á olíulítrann
um 2-3 krónur til að bæta upp tekju-
tapið og rúmlega það. Það eina sem
vantar er stefna um ívilnanir til lengri
tíma, t.d. 10 ár eða þangað til 10% flot-
ans ganga fyrir umhverfisvænni orku.
Eftir það verður samkeppnisstaða
nýorkubíla líklega og vonandi betri og
þörf fyrir ívilnanir minni eða engar.
Flóknara er þetta nú ekki.
Innleiðingarhraðinn
Tegund Verð [kr.] Orka [kr./ár] Samtals [kr./3 ár] CO2 áhrif [kg/ár]
VW Golf Comfortline bensín 3.750.000 215.000 4.395.000 2.300
VW Golf Comfortline dísill 4.190.000 152.100 4.646.300 2.000
VW Golf Comfortline metan 3.590.000 104.300 3.905.000 0
VW e-Golf rafmagn 4.590.000 33.020 4.689.060 0
Ég hef lengi barist fyrir því að þjóðin fái fullt gjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindum sínum.
Einföld og góð markaðslausn sem
myndi tryggja það væri uppboð á
veiðiheimildum. Rökin sem ég hef
lagt áherslu á eru aðallega af tvennum
toga. Annars vegar er skýrt kveðið
á um það í lögum að nytjastofnar
á Íslandsmiðum séu sameign
þjóðarinnar. Í því ljósi er í hæsta
máta óeðlilegt að þeim sé ráðstafað
til fámenns hóps útvalinna án þess
að fullt gjald sé tekið fyrir. Hins vegar
eru leigutekjur af veiðiheimildum
langhagkvæmasta tekjulindin sem
ríkissjóður á völ á. Ef ríkissjóður
fengi 40 milljarða króna árlega í
leigutekjur af veiðiheimildum væri
unnt að lækka skatta til muna eða
bæta velferðarkerfið til muna.
Pólitísk áhrif útgerðarmanna
En það eru önnur rök fyrir uppboði
á veiðiheimildum sem ég tel að séu
ekki síður mikilvæg. Núverandi gjafa-
kvótafyrirkomulag hefur orðið til þess
að fámennur hópur útgerðarmanna
hefur orðið ævintýralega auðugur á
íslenskan mælikvarða. Þessi ævin-
týralegi auður hefur gert útgerðar-
mönnum kleift að kaupa sér gríðarleg
áhrif þegar kemur að stjórnmálum og
þjóðfélagsumræðu í landinu.
Útgerðarmenn kosta að stórum
hluta núverandi stjórnarflokka. Þeir
eiga enn fremur einn af stærstu fjöl-
miðlum landsins og nota hann meðal
annars til þess að halda uppi stans-
lausum árásum á aðra fjölmiðla. Kosn-
ingabarátta fjölmargra þingmanna og
sveitar stjórnar manna í próf kjörum er
að stórum hluta kostuð af útgerðar-
mönnum. Sumir þingmenn hafa
meira að segja lýst því yfir að þeir séu
fulltrúar útgerðarmanna á þingi.
Þessir tilteknu auðmenn hafa vita-
skuld sérstaklega mikla hagsmuni af
því að kaupa sér pólitísk áhrif. Það er
vegna þess að stór hluti auðsins sem
þeir eiga er til kominn vegna þeirra
forréttinda að fá kvóta úthlutaðan
langt undir markaðsverði. Þessi for-
réttindi þarf að verja. Þau eru um 40
milljarða króna virði árlega. Nokkrir
tugir milljóna í pólitísk framlög eru
því smámunir í samanburði.
Bjöguð þjóðfélagsumræða
Ævintýralegur auður útgerðarmanna
er farinn að eitra verulega alla póli-
tíska umræðu í landinu. Áróður sem
hentar útgerðarmönnum í alls kyns
málum bylur á landsmönnum dag-
inn út og daginn inn. Alls kyns hálf-
sannleikur og smjörklípur eru endur-
teknar svo oft að þær síast inn í vitund
þjóðarinnar og brengla þjóðfélagsum-
ræðuna útgerðarmönnum í hag. Þeir
sem reyna að tala fyrir hagsmunum
almennings þurfa sífellt að eiga í
höggi við risavaxna áróðursmaskínu
sem hefur aðra hagsmuni að leiðar-
ljósi. Kostnaður almennings af þessu
ástandi er án efa langtum meiri en
auðlindaarðurinn sjálfur þar sem alls
kyns önnur framfaramál þjóðarinnar
verða fyrir barðinu á sérhagsmunum
útgerðarmanna.
Pólitísk atburðarás síðustu daga
sýnir skýrar en áður hversu mikil og
slæm áhrif hinn ævintýralegi auður
útgerðarmanna er farinn að hafa á
stjórnmál á Íslandi. Þegar formaður
Sjálfstæðisflokksins er farinn að setja
spurningamerki við það að Ísland taki
þátt í samvinnu vestrænna lýðræðis-
ríkja í öryggis- og varnarmálum, sem
snúa að því að refsa ríki sem ráðist
hefur með hervaldi á nágrannaþjóð
sína, er fátt orðið heilagt fyrir sér-
hagsmunum útgerðarmanna. Höfum
í huga að markmiðið með þessari
grundvallarstefnubreytingu í utan-
ríkismálum væri að verja innan við
5% af útflutningi þjóðarinnar (sem
nýir markaðir munu án efa finnast
fyrir með tímanum).
Nóg komið?
Sýnir þessi atburðarás ekki að áhrif
útgerðarmanna á stjórnmálin á
Íslandi eru orðin miklu meira en
ótæpileg? Sýnir hún ekki að þau hafa
ekki einungis veruleg neikvæð áhrif á
lífskjör almennings heldur eru bein-
línis farin að stofna öryggi landsins til
lengri tíma litið í hættu? Er ekki tími
til kominn að gjafakvótinn (rót vand-
ans) sé afnuminn í eitt skipti fyrir öll
áður en útgerðarmenn valda þjóðinni
varanlegum skaða með skammsýnni
sérhagsmunagæslu sinni?
Það er einfalt að ráða bót á þessu. Til
þess þarf einungis að bjóða upp veiði-
heimildir.
Eitraður útgerðarauður
Sá sem ritar þessa grein hefur lengi starfað við stjórnun á margvíslegan hátt. Stjórnun er
heillandi viðfangsefni. Með réttum
stjórnunaraðferðum er hægt að
vinna glæsta sigra. Á sama hátt getur
vanstjórnun leitt til mikils tjóns.
Su m a r a f h e l s t u s t j ó r n -
unarkenningum síðustu áratuga eru
kenndar við „vísindalega stjórnun“
(e. Scientific management). Með vís-
indalegri stjórnun er átt við aðferðir
til að auka framleiðni fyrirtækja með
því að greina verkferla og auka hag-
kvæmni þeirra. Vísindaleg stjórnun
var bylting sem leiddi til mikilla
framfara en vera má að stjórnendur
og leiðtogar samtímans þurfi að til-
einka sér öðruvísi nálgun.
Fyrir nokkrum árum las ég
áhugaverða grein eftir danskan
prófessor. Prófess orinn hafði tekið
saman tölfræðilegar upplýsingar
um kostnaðarframúr keyrslu í 111
stórum samgöngu verkefnum á tíma-
bilinu 1920-2000. Í ljós kom að 9 af
10 verkefnum stríddu við kostnaðar-
framúrkeyrslu sem er merkilegt í
sjálfu sér. En áhugaverðustu tíðindin
voru samt þau að á þessum 80 árum
höfðu engar merkjan legar framfarir
orðið við gerð kostn aðaráætlana
nema síður væri. M.ö.o. að árið 2000
var jafnvel líklegra að framlögð
kostnaðaráætlun væri röng en árið
1920!
Þessi niðurstaða fannst mér svo
áhugaverð að ég ákvað að gera
svipaða rannsókn á íslenskum verk-
efnum. Ég aflaði mér eftir föngum
upp lýsinga um stærri opinber verk-
efni síðustu áratugi. Niðurstaðan
reyndist sú sama og hjá danska
prófess ornum, þ.e. um 90% þeirra
fóru framúr kostnaði og framfarir
við áætlanagerð ekki greinanlegar.
Væntanlega eru allir sammála
um að óvæntur kostnaður er óæski-
legur. Höfum í huga að einhver þarf
að borga vanáætlaðan kostnað hvort
sem honum líkar betur eða verr.
Kannski hluthafinn, eða viðskipta-
vinurinn eða skattgreiðandinn. Ein-
hver þarf alltaf að borga að lokum.
Mikilvægasta spurningin er vitan-
lega þessi; af hverju vanáætlum við
kostnað í jafn ríkum mæli? Einfalda
skýringin er að kenna um ófull-
komnun aðferðum og þekkingar-
skorti. En þessi skýring stenst alls
ekki þegar nánar er að gáð því þá
væru kostnaðarfrávikin dreifð, þ.e.
að stundum er vanáætlað og stund-
um ofáætlað. En það er alls ekki
raunin því bæði mínar rannsóknir
og danska rannsóknin benda til að
vanáætlun kostnaðar sé nánast nátt-
úrulögmál.
Orsökin er þekkt í dag. Hún liggur
m.a. í því hvernig hugur okkar vinn-
ur úr upplýsingum og bregst við
umhverfinu.
Ekki gefst færi á að fara nánar
út í þá sálma hér en látið nægja að
segja að eitt mest spennandi nýja
svið verkfræðinnar er að nýta hug-
rænar aðferðir til að bæta stjórnun
og ákvörðunartöku. Hið virta tíma-
rit Times kallar hug rænu aðferðina
Mindfulness „byltingu“ í forsíðufrétt
fyrir skemmstu. Mörg af merkustu
fyrirtækjum okkar samtíma s.s.
Google, Apple, Harvard Business
School, Facebook o.fl. kepp ast við
að lofa hina svonefndu Mindful leið-
togabyltingu (e. The Mindful Leader-
ship Revol ution).
Ekkert svið hug- og félagsvísinda
er rannsakað meira um þessar
mundir en Mindfulness sem segir
sína sögu um þær væntingar sem
bundnar eru við aðferðina.
Verkfræðingurinn
sem varð „Mindful“
Jón Steinsson
hagfræðingur
Guðmundur
Haukur
Sigurðarson
framkvæmdastjóri
VistorkuÞórður Víkingur
Friðgeirsson
verkfræðingur og
lektor við HR
2 1 . á g ú s t 2 0 1 5 F Ö s t U D A g U R2 6 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð i ð
Þessir tilteknu auðmenn
hafa vitaskuld sérstaklega
mikla hagsmuni af því að
kaupa sér pólitísk áhrif. Það
er vegna þess að stór hluti
auðsins sem þeir eiga er til
kominn vegna þeirra forrétt-
inda að fá kvóta úthlutaðan
langt undir markaðsverði.
Pallbílar, sem áður sáust ein-
göngu til sveita, urðu alltof
algengir í þéttbýli þegar
óheppileg ívilnun var inn-
leidd á sínum tíma.Mikilvægasta spurningin er vitanlega þessi; af hverju
vanáætlum við kostnað í
jafn ríkum mæli? Einfalda
skýringin er að kenna um
ófullkomnun aðferðum og
þekkingarskorti. En þessi
skýring stenst alls ekki þegar
nánar er að gáð því þá væru
kostnaðarfrávikin dreifð, þ.e.
að stundum er vanáætlað og
stundum ofáætlað.
2
0
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:5
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
D
6
-0
A
7
0
1
5
D
6
-0
9
3
4
1
5
D
6
-0
7
F
8
1
5
D
6
-0
6
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K