Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2015, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 21.08.2015, Qupperneq 48
FÓTBOLTI „Hann má vera stoltur af okkur held ég,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður karlaliðs Breiðabliks þegar hann er spurður út í markmannsþjálf- ara Blika, Ólaf Pétursson. Ólafur getur heldur ekki mikið kvartað yfir mark- vörðunum sínum í sumar. Gunnleifur hefur þegar haldið átta sinnum hreinu og fengið fæst mörk á sig af mark- vörðum Pepsi-deildar karla. Sonný Lára Þráinsdóttir hefur síðan gert enn betur, hún hefur haldið hreinu í 11 af 13 leikjum Blikanna í Pepsi-deild kvenna og fékk síðast á sig mark í 3. umferð í maí. „Ólafur Pétursson er frábær mark- mannsþjálfari. Hann skilur leikinn svo vel og það er gott að ræða hlutina við hann. Hann er ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum,“ segir Gunnleif- ur. Ólafur er ekki aðeins markmanns- þjálfari Sonnýjar því hann er einnig aðstoðarþjálfari liðsins. „Við erum með sama markmanns- þjálfara og það hlýtur að segja eitthvað,“ segir Sonný. Hún hefur haldið hreinu í 11 leikjum en vill ekki vera að gera of mikið úr þeirri tölfræði. „Það er miklu mikilvægara að fá öll þrjú stigin en hvort þú heldur hreinu eða ekki. Það hjálpar hins vegar mikið að fá ekki á sig mark,“ segir Sonný létt. „Þetta hefur smollið rosalega vel saman hjá okkur. Ég er að tala mikið við þær og þær við mig. Öll varnarlínan er búin að standa sig gríðarlega vel,“ segir Sonný. Hún eins og Gunnleifur leggur áherslu á það að þetta snúist nú ekki bara um markvörðinn. „Það er ekki bara ég sem er að halda hreinu því varnarleikurinn er búinn að vera mjög góður alveg frá fremsta manni. Það er það sem skilar þessu því ef ég væri einn í marki þá væri ég búinn að fá þúsund mörk á mig,“ segir Gunnleifur. Hann er samt sáttur með sitt sumar. „Ég er ánægður með mína frammistöðu og ég held að Óli sé það líka,“ segir Gunnleifur. Sonný Lára verður 29 ára seinna á þessu ári en hún hélt lengi tryggð við Fjölnisliðið. „Ég kom bara í Breiðablik í fyrra og þetta er því bara annað tíma- bilið mitt. Ég hef ekki verið í titilbaráttu í úrvalsdeild áður. Við vorum að elta mikið í fyrra og þetta er því nýtt fyrir mér,“ segir Sonný sem var í baráttunni á botni deildarinnar þegar hún var í Fjölni. „Það er miklu skemmtilegra að vera í toppbaráttunni,“ segir Sonný en af hverju Breiðablik? „Ég var búin að vera í 1. deildinni með Fjölni í þrjú sumur og langaði að prófa að fara í úrvalsdeildina áður en ég hætti. Ég vildi ekki bíða of lengi. Ég tók slaginn í fyrra og sé ekki eftir því núna,“ segir Sonný. Gunnleifur Gunnleifsson fagnaði fertugafmæli sínu á dögunum og hefur sjaldan leikið betur en í sumar sem er hans þriðja tímabil með Breiðabliki. „Ég skil það svo sem vel að fólk sé að tala um að ég sé orðinn 40 ára. Það er allt í lagi og truflar mig ekki neitt. Skrokkurinn á mér er í góðu standi og ég nýt þess bara að spila með frábæru liði og frábærum strákum. Það gengur vel. Þegar fótboltinn gengur vel þá gengur lífið yfirleitt vel hjá okkur fót- boltamönnunum,“ segir Gunnleifur í léttum tón. Hann hrósar Sonný og kvennaliðinu. „Það er frábær árangur hjá henni og kvennaliði Blika að vera bara búnar að fá á sig tvö mörk. Sonný er líka búin að standa sig frábærlega. Hún hefur marga góða kosti sem markmaður og er ótrúlega flott manneskja,“ segir Gunnleifur. Hann yfirgaf FH sem Íslandsmeist- ari eftir 2012-tímabilið en hvorki hann né FH hafa unnið titilinn síðan. Nú er hann ásamt Blikaliðinu í bar- áttunni um titilinn við FH. „Auðvitað viljum við verða Íslands- meistarar og við teljum okkur vera með nógu gott lið til þess að fara alla leið,“ segir Gunnleifur. Blikar eiga möguleika á að vinna tvöfalt enda bæði liðin búin að safna mörgum stigum í sumar. „Það er rosa stemning í félaginu og búið að vera í allt sumar og í vetur líka. Það er vel hugsað um kvennaliðið hjá okkur og allt til alls fyrir bæði liðin,“ segir Gunnleifur. Sonný Láru vantar „bara“ 80 mín- útur upp á að halda marki sínu hreinu í þúsund mínútur í Pepsi-deildinni en það mun reyna á hana og Blika- vörnina í kvöld þegar liðið heimsækir Íslandsmeistara Stjörnunnar í Garða- bænum. „Þær eru búnar að styrkja sig mikið síðan í síðasta leik við okkur og komnar með fjóra nýja erlenda leik- menn. Við erum ekkert smeykar. Þær eru vissulega með hörkulið en við erum með hörkulið líka,“ segir Sonný. ooj@frettabladid.is Sonný Lára Þráinsdóttir og Gunnleifur Gunnleifsson hafa staðið vaktina í marki Breiðabliks í Pepsi-deildunum í sumar og engir markverðir hafa haldið oftar hreinu. Fréttablaðið/Anton Brink 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R3 0 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 10 17 24 31 4 11 18 25 5 12 19 26 6 13 20 27 7 14 21 28 1 8 15 22 29 2 9 16 23 30 7 14 21 28 1 8 15 22 29 2 9 16 23 30 3 10 17 24 4 11 18 25 5 12 19 26 6 13 20 27 5 12 19 26 6 13 20 27 7 14 21 28 1 8 15 22 29 2 9 16 23 30 3 10 17 24 31 4 11 18 25 2 9 16 23 30 3 10 17 24 31 4 11 18 25 5 12 19 26 6 13 20 27 7 14 21 28 1 8 15 22 29 Maí Júní Júlí Ágúst S M Þ M F F L Markverðir Blika Það er ekki bara ég sem er að halda hreinu því varnarleikurinn er búinn að vera mjög góður alveg frá fremsta manni. Ef ég væri einn í marki þá væri ég búinn að fá þúsund mörk á mig Gunnleifur Gunnleifsson karlar konur Erfitt að skora hjá Blikum í sumar Markverðir Breiða- bliksliðanna í Pepsi- deildunum í fótbolta hafa haldið marki sínu hreinu samanlagt í 19 af 29 leikjum í sumar og eiga mikinn þátt í að bæði liðin séu með á fullu í baráttunni um Ís- landsmeistaratitlana í ár. hafa haldið marki sínu 19 sinnum hreinu í sumar 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 D 5 -F 1 C 0 1 5 D 5 -F 0 8 4 1 5 D 5 -E F 4 8 1 5 D 5 -E E 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.