Fréttablaðið - 21.08.2015, Síða 58

Fréttablaðið - 21.08.2015, Síða 58
„Við eigum það sameiginlegt að búa yfir einlægum áhuga á Pearl Jam svo þar sameinumst við á þessum tón- leikum,“ segir Magni Ásgeirsson, einn þeirra sem stíga á svið á Gauknum í kvöld, en þá mun Perlu Sultan heiðra Pearl Jam með því að flytja plötuna Ten í heild sinni. Perlu Sultuna skipa auk Magna þau Ágústa Eva Erlends- dóttir, Franz Gunnarsson, Andri Ívarsson, Kristinn Snær Agnarsson , Birgir Kárason og Erla Stefánsdóttir. „Lengi hefur verið draumur hjá okkur að taka þessa plötu fyrir, sem er eiginlegt upphaf grunge- tímabilsins,“ segir Magni, en hópurinn leiddi síðast saman hesta sína og flutti lög sveitarinnar fyrir um fimm árum. Síðan hefur allaf verið á stefnuskránni að endurtaka leikinn. „Tíminn flýgur, en nú er loks komið að þessu,“ skýtur hann að. Aðspurður um hvort vinsældir heiðurstónleika fari dvínandi segir Magni svo ekki vera, og segist ekki taka þátt í slíku neikvæðisrausi, enda hafi hann ekki heyrt nokkurn mann segja svoleiðis. „Nú þurfa menn að fara að hlusta á Pollapönk aftur: Niður með þessa neikvæðni.“ Tónleikarnir munu fara fram á Gauknum líkt og áður segir, sem Magni telur afar viðeigandi. „Við erum af síðustu Gauks-kynslóðinni ef svo má að orði komast. Þegar maður kemur inn á Gaukinn hellist yfir mann furðuleg nostalgía svo þarna verður geggjuð stemning,“ segir hann og bætir við að lokum, borubrattur eins og honum einum er lagið: „Það er alls ekkert víst að þetta klikki.“ gudrun@frettabladid.is Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur Nostalgíuandi allt umlykjandi í kvöld Perlu Sultan flytur plötuna Ten í heild sinni í kvöld, þar sem eldheitir aðdáendur Pearl Jam stíga á svið og sameinast í ástríðunni. NÚ ÞURFA MENN AÐ FARA AÐ HLUSTA Á POLLAPÖNK AFTUR, NIÐUR MEÐ ÞESSA NEIKVÆÐNI. Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður Perlu Sultan mun spila á Gauknum í kvöld og verður húsið opnað klukkan 21.00 og sveitin hefur upp raust sína klukkan 23.00. 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R4 0 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Hvað? Hádegisfyrirlesturinn ’Þeir tala, við hlustum‘ eða ’Fræðin í frásögum‘: þekking frumbyggja og akademísk orðræða“ Hvenær? Kl. 12.00 Hvar? Í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands Fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum sem ber yfirskriftina „They talk, we listen or Theory Coming Through story: Indigenous Knowlegdes and Western Academia“ („Þeir tala, við hlustum eða Fræðin í frásögum: þekking frumbyggja og akademísk orðræða“). Dr. Lutz færir rök fyrir nauðsyn þess að evrópskar hugmyndir um fræði og vísindi verði endurskoðaðar því meta þurfi að verðleikum hefðbundna þekkingu frumbyggja Norður-Ameríku. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Hvað? Verkið Brothætt Hvenær? Kl. 20.30 Hvar? Í Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu Emil Þorri Emilsson mun flytja verkið Brothætt sem hann samdi í kringum Flísafón. Emil og faðir hans, Emil Valgarðsson, bjuggu til hljóðfærið í sumar. Flísafónn er þriggja áttunda ásláttarhljómborð unnið úr gólfflísum. Hvað? Tónleikar Hvenær? Kl. 20.00 Hvar? Óðinshús, Eyrarbakka Tónlistarmaðurinn KK mun spila fyrir gesti í kvöld, en hann er fyrir löngu orðinn þjóðþekktur fyrir sitt framlag til til tónlistargyðjunnar. Mun aðgangur vera ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum. Hvað? Perlur íslenskra sönglaga Hvenær? Kl. 17.00 Hvar? Harpa, tónlistarhús. Áheyrendur fá að kynnast sígildri íslenskri tónlist. Verða fluttar perlur íslenskra sönglaga, þjóðlög, sálmar og ættjarðarsöngvar. Listrænn stjórnandi er Bjarni Thor Kristinsson. Hvað? Heima er best, Hvenær? Kl. 16.00 Hvar? Klambratún Sirkusskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sýningin tekur tvær klukkustundir með korters hléi og hentar öllum frá 5 ára aldri og þolinmóðum yngri krökkum. Gripl, húlla, loftfimleikar, einhjólalistir og svo margt fleira er sett saman svo úr verður sannkölluð sirkusupplifun, með öllu sem tilheyrir sirkustöfrunum. Hvar? Skinnsemi Hvenær? Kl. 20.00 Hvar? Klambratún Kabarettsýning fyrir fullorðna með sirkusívafi. Sýningin er bönnuð innan átján ára og þykir ekki henta viðkvæmum. Innblástur sýningarinnar er sóttur í burlesque- og vaudeville-sýningar þriðja og fjórða áratugarins, en formið var endurvakið á tíunda áratugnum í Bandaríkjunum. Má sjá loftfimleika, eld, jafnvægislistir, fjaðrir, tónlistaratriði, lista- og lostamenn, húlahringi og trúðslæti svo eitthvað sé nefnt. Hvað? Sirkus Baldoni Hvenær? Kl. 19.00 Hvar? Íþróttahúsið í Fellabæ Danskur sirkus sem vanið hefur komur sínar til landsins undanfarin ár og hefur ferðast um landið. Fjölbreytt dagskrá og mikið um dýrðir. Hvað? Óperan Björninn Hvenær? Kl. 20.00 Hvar? Players, Kópavogi Sviðslistahópurinn Sómi þjóðar og nokkrir ungir íslenskir tónlistarmenn taka höndum saman í sýningunni, sem er íslensk útfærsla af verkinu The BEAR eftir William Walton. Aðstandendur sýningarinnar eru þau Tryggvi Gunnarsson leikstjóri, Hugi Jónsson barítón í hlutverki Smirnovs, Guja Sandholt mezzó-sópran í hlutverki Popovu og Pétur Oddbergur Heimisson bassa-barítón í hlutverki Luka. Tónlistarstjórn og píanóleikur er í höndum Matthildar Önnu Gísladóttur. Miðaverð 2.800 krónur. Hvað? Tónleikar í Freysnesi Hvenær? Kl. 22.00 Hvar? Hótel Freysnes. Árlegir tónleikar í Freysnesi verða haldnir í kvöld þar sem Jónína Aradóttir grípur í gítarinn. Aðgangur ókeypis en frjáls framlög vel þegin. Hvað? Rokk/Metal partí Hvenær? Kl. 23.45 Hvar? Café Amour Dj Doddi Mix sér um að halda uppi fjörinu, allt frá Led Zeppelin, yfir í mjög þungan metal og íslenskt rokk. Hvað? DJ B.G. Baarregaard Hvenær? Kl. 21.00 Hvar? Kaffibarinn. Dj.B.G. Baarregaard þeytir skífum í kvöld. Aðgangur ókeypis. Hvað? Festisvall Fünf Hvenær? Kl. 20.00 Hvar? Kex Hostel Alþjóðleg tónlistar- og listaveisla á Kexi í kvöld. Munu böndin Good Moon Deer, EAST OF MY YOUTH, Hermigervill og Berndsen stíga á svið í kvöld. Aðgangseyrir 1.800 krónur. KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA THE MAN FROM U.N.C.L.E. KL. 10:10 THE GIFT KL. 10:45 VACATION KL. 5:50 - 8 MISSION: IMPOSSIBLE KL. 8 INSIDE OUT ÍSLTAL 2D KL. 5:50 THE MAN FROM U.N.C.L.E. KL. 10:20 THE MAN FROM U.N.C.L.E. VIP KL. 10:20 VACATION KL. 3:40 - 4:40 - 5:50 - 6:50 - 8 - 9 - 10:45 VACATION VIP KL. 3:40 - 5:50 - 8 MISSION: IMPOSSIBLE KL. 5:15 - 8 - 10:45 ANT-MAN 2D KL. 8 THE GALLOWS KL. 10:45 SKÓSVEINARNIR ÍSLTAL 2D KL. 3:40 - 5:50 INSIDE OUT ÍSLTAL 2D KL. 3:40 - 5:50 JURASSIC WORLD 2D KL. 8 HITMAN: AGENT 47 KL. 5:50 - 8 - 10:10 VACATION KL. 5:40 - 8 - 10:45 MISSION: IMPOSSIBLE KL. 5:20 - 8 - 10:20 FANTASTIC 4 KL. 10:30 ANT-MAN 2D KL. 5:30 - 8 THE MAN FROM U.N.C.L.E. KL. 8 VACATION KL. 5:50 - 8 - 10:30 MISSION: IMPOSSIBLE KL. 6 - 9 - 10:20 INSIDE OUT ENSKT TAL 2D KL. 5:50 THE MAN FROM U.N.C.L.E. KL. 10:20 HITMAN: AGENT 47 KL. 8 THE GIFT KL. 10:10 VACATION KL. 8 PIXELS KL. 5:30 SKÓSVEINARNIR ÍSLTAL 3D KL. 5:40SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.950 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1250 Á GRÆNT  HITFIX  THE HOLLYWOOD REPORTER  VARIETY Það muna allir eftir ógleymanlegu grínmyndunum um Griswold fjölskylduna. Nú er komið að syninum að fara með sína fjölskyldu í frí!  MATT SULLIVAN - IN TOUCH “BRJÁLÆÐISLEGA FYNDIÐ FRAMHALD” JAMES OSTER - JOBLO “VACATION ER FYNDNASTA MYND ÁRSINS” DAVE KARGER - FANDANGO “ÉG HEF EKKI HLEGIÐ SVONA OFT UPPHÁTT Í LANGAN TÍMA” NÝJASTA MYND GUY RICHIE LEIKSTJÓRA SNATCH OG SHERLOCK HOLMES FORSÝND UM HELGINA  THE TELEGRAPH  HITFIX  TIME OUT LONDON Sýningartímar á eMiði.is og miði.is Daily with english subtitle at 17.30 at Haskolabio University Cinema ABSOLUTELY ANYTHING 6, 8, 10 THE GIFT 5, 8, 10:20 TRAINWRECK 8 FRUMMAÐURINN 2D 3:50 SKÓSVEINARNIR 2D 4 MINIONS - ENS TAL 2D 6 MISSION IMPOSSIBLE 10:35 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 5 TILBOÐ KL 4 TILBOÐ KL 3:50 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 D 5 -D 9 1 0 1 5 D 5 -D 7 D 4 1 5 D 5 -D 6 9 8 1 5 D 5 -D 5 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.