Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Blaðsíða 39
í Sjálfstœdi Islendingci er fjallað örlítið
um efnahagslegar afleiðingar móðu-
harðindanna en ómögulegt er að átta sig
á að þessar hörmungar hafi snert líf
einstaklinga að einhverju leyti. Bók
Þórleifs Bjamasonar er aðeins mannlegri
í þessari umíjöllun:
Förumannaskarar drógust sveit
úr sveit? en óvíða var bjargar að
vænta. Fólk króknaði á milli
bæja. Það hrifsaði til sín allt
matarkyns, meðan það gat. Allt
var étið, sem tönn á festi,
horskrokkaraf sjálfdauðu fé. hom
og hundsskrokkar, og skóbætur
þótt[u] sælgæti (Þórleifur
Bjamason, 1968, bls. 37).
Börn:
I markmiöum aðalnámskrár Menntamála-
ráðune>1isins segir að nemandi verði að
geta sett sig í spor fólks á ýmsum tímum,
einkum jafnaldra, í ljósi tíðaranda og
tækifæra sem skapast hverju sinni. Af
þessum ástæðum mætti gera ráð fyrir að
mikið hljóti að vera fjallað um böm - í
nýju bókunum að minnsta kosti. Auðvitað
er Leifúr Eiríksson nefndur - og meikilegt
nokk - hann er ekki sagður vera fæddur á
íslandi (Gunnar Karlsson, 1986. bls. 14).
Næstur er Snorri Sturluson kynntur til
sögunnar og í áðumefhdri aðalnámskrá er
hann revndar nefndur sérstaklega og
nemandi beðinn um að setja sig í spor
Snorra sem settur var í fóstur á unga aldri.
Gunnar Karlsson talar talsvert um það
í Sjálfstœdi Islendinga þegar Jón Loftsson
í Odda tók Snorra í fóstur og spyr: „En
hvað var svo gott við aö láta son sinn í
fósturtil Jóns í Odda?“ (Gunnar Karlsson,
1986. bls. 57). Og svarið er: „Jú, menn
sögðu á þessum tíma að sá sem fóstraði
bam fvrir annan mann væri minni maður
en sá sem átti bamið” (Gunnar Karlsson,
1986, bls. 57). Þannig vildi Sturla teljast
meiri maður en Jón. Hér hefði nú mátt
skýra málið talsvert betur. Undir lok
þessarar umfjöllunar segir: ..En Snorri litli
hefur sjálfsagt ekki verið spurður þegar
hann var fluttur að heiman, og óvíst er að
Guðný móðir hans hafi veriö spurð heldur”
(Gunnar Karlsson, 1986, bls. 57-59).
I kafla um samskipti við enska fiskimenn
á 15. öld segir Gunnar Karlsson frá því
að talað hafi verið um að Englendingar
hafi rænt íslenskum bömum og flutt þau
með sér heim til Englands og stundum
jafnvel að foreldrar hafi selt þeim böm
sín. Síðan spyrhann: „Getur nokkuð verið
hæft í því?“ (Gunnar Karlsson, 1991, bls.
26). Hann svarar spumingunni þannig að
sagnfræðingartelji þettaekki útilokað því
fólk hafi hugsað allt ödruvísi um böm á
þessum tíma. samanber dæmið um fóstur
Snorra og ef til vill hafi foreldar sem áttu
varla mat handa bömunum sínum hugsað
að betra væri fyrir bömin að flytjast til
lands þar sem nóg var til af komi og
skrautlegum klæðum. Að lokum er svo
spurt: „Hvemig haldið þið að það hafi
verið að láta Englendinga ræna sér og
flytja sig til Englands?" (Gunnar Karlsson.
1991. bls. 26-27).
I bókinni Sjálfstœði Islendinga er kafli
sem heitir „Að vera ung á einveldisöld".
Hér er ágætisumQöllun um líf bama á
þessum tíma og komið víða við allt frá
fæðingu til unglingsára, fjallað um
lærdóm, vinnu og frítíma (Gunnar
Karlsson 1991, bls. 71-77). Þessi dæmi
sýna að umfjöllun um líf bama ermeð allt
öðrum hætti í nýju bókunum en þeim eldri.
þar sem varla var minnst á þau. Því má