Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Blaðsíða 71
„Um siðfar áa vorra
Haugfé, kyngervi og íslensk kynjafornleifafræði SandraSif
Einarsdóttir
„Fornleifafræði er stöðug barátta við að grafa fram okkar eigin
fordóma og ómeðvitaða afstöðu“ (Pearson, 1999, bls. 96).1
Inngangur
Ariö 1962 fannst kuml á Öndverdamesi
í Snæfells- og Hnappadalssýslu. Haugfé
þess samanstóð af sverði, spjóti, skjaldar-
bólu, hníf og beinprjóni, auk nokkurra
ógreindra jámmola og beinagrindar af 14
áradreng (Þorkell Grímsson, 1966, bls.
78-83). Frá upphafi var greinilegt að
kumlið féll illa að þeirri mynd sem sett
hafði verið fram af fræðimönnum um
tengsl á milli aldurs fólks og haugfjár,
vegna óvenjulega ungs aldurs þess sem
he\gður var á Öndverdamesi með ríkulegu
haugfé. Seinni tíma rannsóknir á beina-
grindinni hafe svo flækt málið enn ffekar,
en þær hafa leitt í ljós að erfitt sé að
kyngreina hana út frá líffræðilegum
atriðum. Hávaxin og fingerð, bæði með
einkenni karla og kvenna, virðist þessi
manneskja hafa skorið sig úr því samfélagi
sem hún bjó í.
Kumlið á Öndverðamesi vekur í þessu
samhengi upp spumingar um hina stöðluðu
ímynd sem hefur veriö dregin upp af
hlutverkum kynjanna á landnámsöld og
birtingamiyndum þeirra í kumlum. Vom
það afrek hins látna eða hugmvndir
samtímamanna sem réðu því hvernig
haugfé hann hlaut? Getur ætterni eða
fjölskyldutengsl haft hér áhrif?
Kumlið á Öndverðarnesi getur enn
fremur varpaö ljósi á stöðu kynja-
fomleifafræði á Islandi í dag. Tværgreinar
hafa verið skrifaðar um kumlið og þess
er getið í nýrri útgáfú Kumls og haugfjár.
I því sem birst hefúr á prenti um kumlið,
hefúr þó á engan hátt verið reynt að fjalla
um það á kynjafomleifafræðilegan hátt
þó svo að efniviðurinn bjóði augljóslega
upp á slíka nálgun. Revnt verður að leita
skýringa á því hér af hverju svo sé. Þó
svo að aðeins eitt kuml muni væntanlega
ekki bre>ta hugmyndum fólks varðandi
kyngervi landnámsaldar og birtingar-
myndir þeirra, þá er það engu að síður
umhugsunarefni hvers vegna kurnl sem
kallar fram margar flóknar spumingar
varðandi kyngervi landnámsaldar sé
hunsað. Spumingin er hvort rannsóknir á
kumlinu kristalli ekki stöðu k>njafom-
leifafræði hér á landi, sem virðist hvorki
hafa þróast samhliða samfélagslegunr
bre\tmgum. né [xim sem hafa átt sér stað
í kennilegri fomleifafræði. Endurvinnsla
á eldri rannsóknum er br\'n til að fá ferska
innsýn inn í fortíðina og til að forða því
að Island dragist enn meir aftur úr í þróun
greinarinnar en þegar hefur gerst.
1 „Archaeology ís a
continuous struggle
to excavate our own
preconceptíons and
unacknowledged
assumptions'
(Pearson, 1999, b!s.
96) (Þyðing. höf).
69