Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Blaðsíða 88
Fornleifafræði
og lífshlaup
3 Á frummáiimr The
culfural biographies
tengsla hans við hinn efhislega tíma; með
mælingum rýmislegra eininga hafa
tengslin við hinn náttúrulega takt glatast.
Heimspekingar hafa lagt fram þá kenningu
að okkar eigin tilfinning finr tíma b\ggist
á þvi að hann líður áfram og að hugmyndir
um tímann sé vitsmunaleg smíð sem eigi
rætur sínar að rekja til persónulegrar
revnslu og gjörða (Wliitrow, 1988, bls. 5-
6). Innan fomleifafræði er vísindalegum
tíma oft ranglega stillt upp á móti
félagslegum tíma (Murray, 1999, bls. 3)
eða, með öðrum orðum, mælingum
fomleifafræðilegs samhengis og fyrirbæra
er stillt upp á móti túlkunum á hinum
skynjaða tíma fortíðar. Alfred Gell studdist
í þessu samhengi við kenningar heim-
spekingsins McTaggart (1934) og greindi
þessar tvær ólíku gerðir tíma í A-gerð,
sem snýst um skynjun fortíðar, nútíðarog
framtíðar, og B-gerð, sem miðaðist við
atburði sem gerðust annað hvort á „undan"
eða á „eftir" einliveiju tilteknu atviki (Gell,
1992). Fyrri geröin nær yfir félagslegan
tíma sem er meðtekinn huglægt af
einstaklingum, á meðan sá síðamefndi
nær yfir vísindalegan tíma sem stendur
fyrir almenna mælingu við samanburð
stundlegra fvrirbæra á milli ólíkra
menningarheima.
Með fvrirbærafræðilegum nálgunum
innan fomleifafræöinnar hafa tími og
ímyndir verið tengd saman í gegnum
rannsóknir á samsetningu hins hversdags-
lega umhverfis og lífsfeiii einstaklinganna
innan þess (Thomas, 1996; Gosden, 1994).
Félagsfræðingurinn Brvan Tumer hefur
bent á að fyrirbærafræðilcgar nálganir búi
yfir þeim kostum að geta tengt
langvarandi, kynslóðabundinn tíma við
einstaklingsbundna revnslu vegna aldurs
í gegnum hugtakið félagslegt minni
(e. social memory) (Tumer, 1995, bls.
251). Richard Bradley hefur bent á
mikilvægi staða við sköpun félagslegs
minnis. Hann telur að tveir lykilþættir eigi
einkum ríkan þátt í aö viðhalda tengslum
við sameiginlega fortíð: þ.e. annars vegar
birtingarmynd líkamlegra hefða í gegnum
helgisiði og athalhir, og hins vegaráletranir
eða gerð efnislegrar menningar og
minningarmarka (Bradley, 2002. bls. 12).
Fyrmefndi þátturinn tengir hið einstak-
lingsbundna lífshlaup við hinn kvn-
slóðabundna tíma. á meðan sá síðamefndi
tengir einstaklinginn sem geranda viö hina
sameiginlegu fortíð, nútíð og framtíð.
Efnismenningin er stundum notuð sem
metafóra fynr lífshlaup manneskjunnar,
þar sem litið er svo á að hún varpi ljósi á
lífsferli fólks og hluta. Þessa nálgun má
upphaflega rekja til hinnar áhrifamiklu
rannsóknar Igors Kopytoffs sem hann
nefndi „hina menningarlegu ævisögu
hlutarins."3 Hann beindi rannsóknum
sínum að hlutnum og spurði: „Hver er
hinn þekkti aldur eðatímaskeið í lífi liluta
og hver er menningarleg merking þeirra?
Hvernig breytist notkun hluta með
aldrinum og hvað gerist þegar notagildi
þeirra rennur sitt skeið á enda?" (Kop)toff,
1986, bls. 66-67). Maureen MacKenzie
hefur notað þessa ævisögulegu nálgun í
mannfræðirannsóknum sínum um
snæratöskur og kyngervi meðal fólks af
Telefol þjóðflokknum í Nýju-Gineu
(MacKenzie. 1991). Hún s\-7ndi fram á að
bilum, sem er algeng snærataska, bjó yfir
flókinni þýðingu sem metafóra um
samskipti kyngerva. Taskan var tákn um
vígslur í lífsferlinu og þar með tenging
við gengnar kynslóðir og forfeður.
86