Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Blaðsíða 56
af og sá siður að grafa líkama hinna látnu.
sem þó hafði tíðkast samhliða líkbrennslu
en í minna mæli. nær útbreiðslu sem aðal-
greftrunarsiðurinn um allt Rómaveldi
(Toynbee, 1996. bls. 34). Ekki er vitað
hverjar ástæður þessara bre\tinga geta
verið en á sama tíma fer einnig að bera á
áletrunum á minnismerkjum og leg-
steinum. Áletranir eins og heimili til
eilífðar (donnts eterna), sem fela í sér trú
á áframhaldandi líf í gröfinni/grafhýsinu,
verða einkum áberandi. Grafirnar og
grafliýsin verða stærri og flóknari að geró.
auk þess sem þau verða ríkulegar búin af
persónulegum gripum (Fergusom 1989.
bls. 116-117).
Ákvæði í rómverskum lögum um bann
á greftnm almennt innan borganna sjálfra
virðist ekki hafa náð til greftrunar bama.
Eftir að hætt var að le\fa greftrun í Forum
romana í Róm heimiluðu rómversk lög
engu að síður greftrun ungbama í boiginni
(snggrnndaria), þ.e. undir anddyri húsa
(Bandinelli og Torelli. 2002, bls. 14). Ekki
er ósennilegt að þessi greftrunarsiður sé
leiíar af siðvenjum fomra ítalskra (italici)
þjóðflokka, því að við uppgrefti á
búsetusvæðum eldri menningarsamfélaga
á Ítalíu, t.d. í Puglia á Suður- Italíu, hafa
fundist bamsgrafir, tímasettar frá 9.-8.
öld f. Kr. í vistarverum manna, t.d. undir
húsveggjum, í gólfum og í stórum
leirkerjum (amphora) (Cavade, 1994, bls.
270).
Greftrun ungbarna
Uppgreftir á grafreitum frá tíma Rómar-
veldis hafa leitt í ljós að fáar eða engar
barnsgrafir er að finna í almennum
grafreitum utan boiganna. Við uppgröft á
dæmigerðum rómverskum grafreit, sem
var í notkun frá ca. 50 e. Kr. til loka 4.
aldare. Kr. í nágrenni við boigina Lugone
við vesturbakka Garðavatns á N-Ítalíu,
fannst 171 gröf. Um var að ræða 132
brunagrafir og 39 beinagrafir fúllorðinna
einstaklinga en aðeins þriggja ungbama.
Þær voru allar beinagrafir. Greftrun
ungbamanna er ekki lýst frekar og ekki
kemur heldur fram hvort greint hafi verið
hvort brunagrafimar innihéldu bein bama
eða fúllorðinna (Massa. 1996, bls. 71, 75).
Á ámnum 1992-1997 fór fram viða-
mikill uppgröftur á víðfeðmum og vel
varðveittum grafreit. Yasmina. fi rir utan
borgamiúra Karþagóborgar við norður-
strönd Afríku. Kaiþagóboig var lögð í rúst
af Rómverjum árið 146 f. Kr. og síðan
endurreist og endurskipulögö sem
rómversk borg árið 44. e. Kr. Samkvæmt
aldursgreiningum vom elstu grafimar í
Yasminagrafreitnum frá síðari hluta 1.
aldar f. Kr. og þær yngstu frá lokum 6.
aldar e. Kr. Á afmörkuöu svæði innan
grafreitsins fundust sextíu barnsgrafir
tímasettar frá 5. öld e. Kr. og jafnvel
seinna. Grafimar vom staðsettar innan um
minnisvarða í duftkerjagrafreit frá 2. öld
e. Kr. Samkvæmt lífaldurs-greiningu á
beinunum vom flest bamanna eldri en 7
ára. eða 38 þeirra, ellefu vom á aldrinum
l-2ja ára og aðeins eitt bam á aldrinum
0-6 mánaða. Bömin höfðu annað hvort
verið greftruð í litlum steinkistum í
gmnnum gröfum með grjótumgjörð og
huldar grjótmulningi eða í stórum
leirkeijum. Einnig höfðu nokkur bamanna
veriö lögð á kalkbeð. Gripir fundust í
örfáum tilfellum (Norman, 2002a, bls.
302-306).
Naomi J. Norman, sem stjórnaði
uppgreftrinum, telur að ekki sé hægt að
útiloka áhrif frá greftrunarsiðum
Púnverja/Karþagómanna sem réðu yfir