Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Blaðsíða 12
að brýnt væri að vekja enn frekari athygli
á nauðsyn kynjafomleifafræðinnar með
útgáfii greina um rannsóknir á því sviði
hérlendis. Því skrifuðu nokkrir þeirra
greinar þær sem hér eru birtar um
afmarkaðar rannsóknir sem þeir unnu í
námskeiðinu. Nemendum í öðru námskeiði
sem kennt var á meistarastigi við Háskóla
íslands haustið 2005, og bar yfirskriftina
Félagsleg fomleifafræði, var jafhframt
boðið að taka þátt í framhaldi af veikefna-
vinnu þeirra um kyngervi í fomleifa-
rannsóknum. Auk þess gaf Roberta
Gilclirist góðfúslegt leyfi sitt fyrir þýðingu
og birtingu á nýlegri grein sinni í þessu
hefti. Grein Robertu var upphaflega birt
í bókinni A Companion to Social
Archaeology, sem gefxn var út í ritstjóm
Lynn Meskells og Roberts W. Preucels af
Blackwell-forlaginu árið 2004.
Femínískar rætur
Upphaf kynjafræðilegrar nálgunar innan
fomleifafræði er venjulega talið markast
af grein sem var birt eftir amerísku
fomleifafræðingana Maigaret Conkey og
Janet Spector árið 1984 í ritinu
ArchaeologicalMethods and Theory (sjá
m.a. Wylie, 1991, bls. 32-34; Gilchrist,
1999, bls. 2-3; Sorensen, 2000, bls. 17-
19). Þá hafði kynjafræði þegar sett mark
sitt á margar aðrar greinar hug- og
félagsvísinda og segja má því að innkoma
hennar í fomleifafræðina hafi legið í
loftinu.
Hins vegar er umdeilt hversu lengi
kynjafomIcifafræðin hefúr verið í mótun.
Saga hennar er nefhilega samofin sögu
femínískrar fomleifafræði, sem er meira
en einnar aldar löng. Almennt er litið svo
á að þróun femínískrar nálgunar innan
fomleifafræði hafi verið þríþætt, líkt og
saga fomleifafræðinnar sjálfrar, og fléttast
kynjafomleifafræðin í þriðja stig þeirrar
þróxmar. Fyrsta tímabil hennar einkenndist
af baráttu kvenna fyrir rétti til kosninga
og almennri þátttöku í stjómmálum,
menntun og atviimulífi, og þar með talið
fræðum. undir lok 19. aldar og ffam eftir
fyrstu áratugum 20. aldar (sjá m.a.
Gilchrist, 1999; Sorensen, 2000).
Þátttaka kvenna í fomleifafræðilegum
rannsóknum jókst með eftirtektarveröum
hætti með auknum réttindum kvenna til
náms og starfa i þágu greinarinnar. Iiman
bandarískrar fomleifafræði varð Harriet
Boyd Hawes (1871-1945) þekkt á þessu
tímabili firir rannsóknir sínar á mínóískum
mstum á Krít snemma á 20. öldinni en
innan þeirrar bresku eru þær Amelia
Edwards (1831-1892), Gertmde Caton-
Thompson (1888-1985) og Kathleen
Kenyon (1906-1978) taldar til braut-
ryðjenda meðal kvenfomleifafræðinga
(Arwill-Nordbladh, 2001, bls. 13-14;
Renfrew og Balm. 2004, bls. 38-39). Imian
skandinavískrar fomleifafræði er Hanna
Rvgh (1891-1964) venjulega talin til þessa
hóps fhimkvöðla, en hún varð fyrst kvenna
til þess að útskrifast með háskólapróf í
fomleifaffæði í Svíþjóð árið 1919 (Arwill-
Nordbladh, 1998. bls. 16 o.áfr.). Hér á
íslandi var það dr. Ólafía Einarsdóttir sem
varð ekki einungis f\ rst kvenna, heldur
jafiiframtfyrsti Islendingurinn, til þess að
ljúka gráðu í fomleifafræði árið 1950.
Ólafía Einarsdóttir vann við rannsóknir á
íslandi um nokkurra ára skeið áður en hún
flutti til Kaupmannahafnar og nam þar
sagnfræöi.
Þó svo að margar merkar fomleifa-
rannsóknir hafi verið k\ nntar til sögunnar
á þessu fyrsta tímabili bæði innan
femínískrar og hefðbundinnar nútíma-