Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Side 67
Ragnheiður Gló
Gylfadóttir
Mynd 3
Gott dæmi um varö-
veislu fatnaðarins í
Herjólfsnesi viö upp-
gröftinn áriö 1921
(0stergárd, 2004, bls.
24).
(0stergárd, 2004, bls. 132, 147).
Barnafatnaður
Fatnaður bama er einnig áhugaverður í
kynjafræðilegu ljósi og spuming hvort aö
hægt sé aö greina kyn með hliðsjón af
honum, en þess ber aö geta aö ekki er
hægt að greina kyn ókynþroska
einstaklings nema með DNA-greiningu.
Ekki fundust margar barnaflíkur í
Herjólfsnesi en þær sem fundust þar
virðast vera í sniðinu eins og fullorðins-
fatnaður. Þær em í raun minni útgáfa af
honum (Norlund, 1972, bls. 118). Það
verður að teljast líklegt að Norlund hafi
reynt að greina k\ n bama út frá fatnaði
og sést það vel í eftirfarandi tilvitnun:
„Tíu ára drengur hafði bæði hettu og húfú,
hettuna utan \dír húfúnni'" (Norlund, 1972,
bls. 118). Vegna þess að ekki er hægt að
greina kyn fvrr en við kynþroska hefur
höfúðfatið augljóslega ráðið úrslitum hér.
Líkklæði
Það er áhugavert kvnjafræðilegt verkefhi
að skoða hvemig fatnaður getur haft
mismunandi hlutverk í mismunandi
samhengi en það er áberandi í flíkunum
frá Heijólfsnesi. Engin flík gegnir þar sínu
upprunalega hlutverki sem fatnaðurheldur
eru fötin í kirkjugarðinum orðin að
líkklæðum. Þau em að mestu samansett
úr heilum og rifnum fötum sem klippt
hafa verið niður. í fSrstu taldi Norlund að
öll klæðin frá Herjólfsnesi væm gömul
hversdagsföt sem hætt væri að nota. Annað
hefúrkomið í ljós með nyjum rannsóknum.
Sum klæðanna vom heil og nánast ónotuð
á meðan önnur voru mjög slitin þegar
klæðnaöurinn var notaður sem líkklæði.
í einni gröfinni var textílbútum hrúgað
saman og faldur af kyrtli hafður í kringum
höfuðið (0stergard. 2004, bls. 26, 147;
Sorensen, 2000, bls. 134). Það er því
greinilegt að upprunalegt hlutverk
klæðanna var ekki haft til hliðsjónar við
greftrun. Þetta getur haft álirif á rannsóknir
og greiningar á kyni ef einungis er stuðst
við fatnað. Þannig er t.d. ekki vitað hvort
karimenn hafi verið jarðsettir í karhnanns-
fötum eða hvort að fatnaðurinn var rifinn
niður og síðan bútar valdir af handahófi
utan um líkin. Einnig er heldur ekki vitað
af hveiju fólkið vargrafið í þessum flíkum,
hver stjómaði því, var það ósk hins látna
eða er þetta tákn um stöðu, svo dæmi séu
65