Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Page 88

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Page 88
Fornleifafræði og lífshlaup 3 Á frummáiimr The culfural biographies tengsla hans við hinn efhislega tíma; með mælingum rýmislegra eininga hafa tengslin við hinn náttúrulega takt glatast. Heimspekingar hafa lagt fram þá kenningu að okkar eigin tilfinning finr tíma b\ggist á þvi að hann líður áfram og að hugmyndir um tímann sé vitsmunaleg smíð sem eigi rætur sínar að rekja til persónulegrar revnslu og gjörða (Wliitrow, 1988, bls. 5- 6). Innan fomleifafræði er vísindalegum tíma oft ranglega stillt upp á móti félagslegum tíma (Murray, 1999, bls. 3) eða, með öðrum orðum, mælingum fomleifafræðilegs samhengis og fyrirbæra er stillt upp á móti túlkunum á hinum skynjaða tíma fortíðar. Alfred Gell studdist í þessu samhengi við kenningar heim- spekingsins McTaggart (1934) og greindi þessar tvær ólíku gerðir tíma í A-gerð, sem snýst um skynjun fortíðar, nútíðarog framtíðar, og B-gerð, sem miðaðist við atburði sem gerðust annað hvort á „undan" eða á „eftir" einliveiju tilteknu atviki (Gell, 1992). Fyrri geröin nær yfir félagslegan tíma sem er meðtekinn huglægt af einstaklingum, á meðan sá síðamefndi nær yfir vísindalegan tíma sem stendur fyrir almenna mælingu við samanburð stundlegra fvrirbæra á milli ólíkra menningarheima. Með fvrirbærafræðilegum nálgunum innan fomleifafræöinnar hafa tími og ímyndir verið tengd saman í gegnum rannsóknir á samsetningu hins hversdags- lega umhverfis og lífsfeiii einstaklinganna innan þess (Thomas, 1996; Gosden, 1994). Félagsfræðingurinn Brvan Tumer hefur bent á að fyrirbærafræðilcgar nálganir búi yfir þeim kostum að geta tengt langvarandi, kynslóðabundinn tíma við einstaklingsbundna revnslu vegna aldurs í gegnum hugtakið félagslegt minni (e. social memory) (Tumer, 1995, bls. 251). Richard Bradley hefur bent á mikilvægi staða við sköpun félagslegs minnis. Hann telur að tveir lykilþættir eigi einkum ríkan þátt í aö viðhalda tengslum við sameiginlega fortíð: þ.e. annars vegar birtingarmynd líkamlegra hefða í gegnum helgisiði og athalhir, og hins vegaráletranir eða gerð efnislegrar menningar og minningarmarka (Bradley, 2002. bls. 12). Fyrmefndi þátturinn tengir hið einstak- lingsbundna lífshlaup við hinn kvn- slóðabundna tíma. á meðan sá síðamefndi tengir einstaklinginn sem geranda viö hina sameiginlegu fortíð, nútíð og framtíð. Efnismenningin er stundum notuð sem metafóra fynr lífshlaup manneskjunnar, þar sem litið er svo á að hún varpi ljósi á lífsferli fólks og hluta. Þessa nálgun má upphaflega rekja til hinnar áhrifamiklu rannsóknar Igors Kopytoffs sem hann nefndi „hina menningarlegu ævisögu hlutarins."3 Hann beindi rannsóknum sínum að hlutnum og spurði: „Hver er hinn þekkti aldur eðatímaskeið í lífi liluta og hver er menningarleg merking þeirra? Hvernig breytist notkun hluta með aldrinum og hvað gerist þegar notagildi þeirra rennur sitt skeið á enda?" (Kop)toff, 1986, bls. 66-67). Maureen MacKenzie hefur notað þessa ævisögulegu nálgun í mannfræðirannsóknum sínum um snæratöskur og kyngervi meðal fólks af Telefol þjóðflokknum í Nýju-Gineu (MacKenzie. 1991). Hún s\-7ndi fram á að bilum, sem er algeng snærataska, bjó yfir flókinni þýðingu sem metafóra um samskipti kyngerva. Taskan var tákn um vígslur í lífsferlinu og þar með tenging við gengnar kynslóðir og forfeður. 86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.