Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 8
 Heilbrigðismál KviKt ástand á landspítalanum Hjúkrunarfræðingar á hjartaskurðdeild hafa allir sagt upp Allir starfandi hjúkrunarfræðingar á hjarta- og lungnaskurðdeild á Landspítalanum hafa sagt starfi sínu lausu og þrír af hverjum fimm hjúkrunarfræðingum á gjörgæsludeild í Fossvogi. Alls hafa tæplega 260 hjúkrunarfræðingar sagt upp á spítalanum og hefur yfirstjórn af því verulegar áhyggjur. Erfitt hafi reynst að ráða erlenda hjúkrunarfræðinga til starfa. Hjúkrunarfræðingar hjá ríkinu Stöðugildi Dagvinnulaun Yfirvinnulaun Vaktaálag Önnur laun Heildarlaun 1.617,1 444.746 93.382 62.991 30.642 631.761 Verkfræðingar hjá ríkinu Stöðugildi Dagvinnulaun Yfirvinnulaun Vaktaálag Önnur laun Heildarlaun 215,8 561.187 123.044 2.696 28.480 715.407 a llir hjúkrunarfræðingar sem eru starfandi á hjarta- og lungnaskurðdeild Land- spítala hafa sagt upp störfum, nema þeir sem eru í fæðingarorlofi, að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, fram- kvæmdastjóra hjúkrunar. Uppsagn- innar tóku gildi 1. júlí og koma því til framkvæmda 1. október. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að gerðardómur verði skipaður til að úrskurða um kjör hjúkrunarfræðinga eftir að ný- gerður kjarasamningur var felldur í atkvæðagreiðslu. Alls hafa 258 hjúkrunarfræðingar á spítalanum sagt starfi sínu lausu en á spítalanum eru rúmlega 1400 hjúkrunarfræðngar í tæplega 1100 stöðugildum hjúkrunarfræðinga sem jafnframt er tæplega þriðjung- ur allra starfsmanna. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga hafa mismikil áhrif eftir deildum, að sögn Sigríðar. Verst yrði ástandið á hjarta- og lungnaskurðdeild og á görgæslu í Fossvogi þar sem rúm- lega 60% hjúkrunarfræðinga hafa sagt upp. „Þetta er mjög kvikt ástand og gríðarlega mikilvægt að binda enda á þessa kjaradeilu sem fyrst þannig að fólk sjái möguleika á að geta unn- ið hér áfram,” segir Sigríður. Hún segir stjórnendur spítalans binda vonir við að hægt sé að ljúka mál- inu í sátt svo fólk geti snúið aftur til starfa. „Það hefur áður gerst að hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp og síðan dregið uppsagnir sínar til baka eftir að kjör voru bætt, en þá voru allt að 20% sem gerðu það ekki. Við óttumst að þrátt fyrir að sátt náist muni hlutfallið nú verða enn hærra,“ segir Sigríður. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra sagði í fjölmiðlum í vik- unni að grípa þyrfti til þess ráðs að ráða hingað erlenda hjúkrunar- fræðinga í stað þeirra sem segja upp. Sigríður segir að spítalinn hafi ekki góða reynslu af því. „Í mesta uppganginum þurftum við að versla við innlendar og erlendar starfs- mannaleigur til að f leyta okkur áfram. Það er einungis tímabundin lausn því þeir innlendu hjúkrunar- fræðingar sem koma í gegnum starfsmannaleigur eru aðeins í tímabundnu starfi og ber því ekki sérstaklega að sinna faglegri þróun innan spítalans,” segir Sigríður. „Er- lendir hjúkrunarfræðingar kosta mikla þjálfun því þeir þurfa að geta tjáð sig og átt samskipti við sjúk- linga, aðstandendur og samstarfs- fólk enda eru samskipti grunnurinn í starfi hjúkrunarfræðings,“ segir hún og bendir jafnframt á að senda hafi þurft danska hjúkrunarfræð- inga aftur heim eftir viku því þeir gátu ekki sinnt þeim störfum sem þeim var ætlað. Margir filippseysk- ir hjúkrunarfræðingar sem hingað komu hafi litið á Ísland sem stökk- pall inn í önnur lönd þar sem kjörin væru betri, þótt sumir þeirra séu hér enn. „Það er skortur á hjúkrunar- fræðingum á Íslandi og í heiminum öllum reyndar, með aukinni þörf á heilbrigðisþjónustu. Við treystum á að sátt náist um kjör hjúkrunar- fræðinga sem fyrst svo hægt sé að halda áfram að byggja upp heil- brigðisþjónustuna,“ segir Sigríður. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu voru meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga sem störfuð hjá ríkinu í mars síðastliðn- um um 444 þúsund krónur fyrir dagvinnu. Með yfirvinnu og vakta- álagi ásamt öðrum launum voru heildarlaunin að meðaltali rúmar 630 þúsund krónur. Til samanburð- ar voru verkfræðingar starfandi hjá ríkinu með 561 þúsund krónur í dagvinnulaun og 715 þúsund krónur í heildarlaun. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Ástandið á Landspítalanum er mjög kvikt að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar og brýnt að sátt náist um kjör hjúkrunarfræð- inga sem allra fyrst. 8 fréttir Helgin 17.-19. júlí 2015 Nilfisk háþrýstidæla 105 bör, 440 ltr/klst. hluti af Bygma Með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana. Tilboð gildir ekki af vörum merktum “Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar„ og tilboðsvörum. Gildir til 1. ágúst meðan birgðir endast. PALLAOLÍA á betra verði í Húsasmiðjunni 1.990 kr. Fullt verð: 2.385 kr. Pallaolía Jotun Treolje 995 kr. Verð frá 3.995 kr. Fullt verð: 4.995 11.995 kr. Fullt verð: 14.995 Pensill fyrir pallaolíu 75-100 mm Pallahreinsir 7009460-80 3 ltr Mest selda pallaolían í Húsasmiðjunni í 15 ár. Pallaolía á gagnvarið efni sem hentar íslenskum aðstæðum einstaklega vel. Fáanleg glær, gullbrún, græn og einnig blöndum við fjölda lita. Eigum allt fyrir viðhald á pallinum, m.a. pallahreinsi, pensla, bursta og háþrýstidælur. 7049123 Trebitt Terrassebeisfjerner Lýsir upp pallinn, fjarlægir sveppagróður, grillolíu og sót. 7158013 5254249 Helgar- tilboð Það tekur á að fela sig – við erum tilbúin að hlusta Ókeypis Trúnaður Alltaf opinn 1717 .isHJÁLPARSÍMI OG NETSPJALL RAUÐA KROSSINS Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Í ferðinni verður farið um eitt undursamlegasta svæði Frakklands, Loire dalinn. Við heimsækjum bæinn Blois, stoppum í Amboise þar sem Leonardo da Vinci dvaldi sín síðustu ár og stöldrum við í Versölum á leið okkar til Parísar. Þar njótum við lystisemda lífsins og skoðum helstu merkisstaði borgarinnar. Verð: 199.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Laufey Helgadóttir 13. - 20. september Loire dalurinn & París Sumar 26 VEGAHANDBÓKIN ehf. • www.vegahandbokin.is Sundaborg 9 • 104 Reykjavík • Sími 562 2600 TÍMAMÓTAVERK Vegahandbókin í snjalltækin • Yfir 3.000 staðir • Þúsundir þjónustuaðila • Kort sem sýnir staðsetningu • Sía, notandi ræður hvaða þjónustumerki birtast • Leit, hægt að leita eftir stöðum og þjónustu • Bókamerki, hægt að geyma og safna stöðum • Tungumál, íslenska, enska og þýska Alltafí bílnum VERÐ KR. 5.490,- Hægt að skipta gamalli bók upp í nýja og fá 1.000,- kr. afslátt af þeirri nýju (aðeins í bókabúðum) Snjallsímaútgáfan fylgir bókinni Inniheldur ICARIDINE og DEET/CITRIODIOL Moustidose flugnafæla Alvöru flugnafæla fyrir erfið svæði sem veitir vernd í allt að 8 klst. Fæst í apótekum Dreifing: Ýmus ehf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.